Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 18
elektrónanna, og hélt rafkrafturinn á milli þeirra atómunum í réttum skorðum. Rutherford-líkanið var til orðið og hugsað í hugmyndum nítjándu aldar-eðlisfræðinnar. Stærðfræðingar gerðu því fljót skil og sýndu fram á, að samkvæmt áður þekktum raffræði- legum lögmálum hlytu allar ytri elektrón- urnar að falla inn í kjarnann og allt kerfið að lirynja saman með snöggu leiftri, og að þá gæti engin sól verið til, engar stjörnur, engin jörð — ekki neitt. Var nú útlitið óglæsilegt um sinn, annað livort var heimurinn órannsakanlegur, eða að eldri náttúrulögmál, atómhugmyndir og gagnfræði Newtons urðu að víkja sæti fyrir nýjum kenningum og rannsóknaraðferðum. Um þetta leyti hafði Einstein sett fram hina almennu afstæðiskenningu sína, sem ásamt hinni sérstöku og deilakenningu Plancks þýddi, að þótt ótrúlegt virtist, þá væri eng- inn ljósvaki til, engin náttúrulögmál, engin orsök og engin verkun, ekkert, sem benti til, að alheimurinn lyti vélrænum lögmálum. Bylting í hugsunarhætti var nú orðin mjög tímabær, og árið 1919 hóf Niels Bohr bylt- inguna. Planck og Einstein höfðu séð lion- um fyrir staðreyndum. Samkvæmt Planck- Einstein hugmyndinni sogast orka ljósdeil- ar, sem lendir í atómunni, inn í liana, en síðar geislar atóman út þeirri orku á ný, sem nýrri ljósdeil. Bohr tók upp liugmyndir deilakenningar- innar til samningar nýrra lögmála fyrir atóm- urnar, og voru þau í senn eins sjálfræðisleg og rökvís og umferðareglur í stórborg. Þann- ig skyldi elektróna fara á ytri braut, er hún tók í sig orku ljósdeilar, en á innri braut, er liún geislaði út orku. Vegna þess, að elektrónurnar máttu ekki detta inn í kjarn- ann, var þeim „bannað“ að gera sumt í ákveðnu ástandi, en leyfilegt að gera það í öðru. Innan þeirra þröngu marka, sem skil- yrðislögmál Bohrs settu, og atómurnar virt- ust hlýða út í æsar, virtist svo um nokkurt skeið, sem eðlisfræðingar vissu, hvað atóman væri og livernig hún starfaði. Bohrs-kenning- in skýrði þó aðeins vatnsefnisatómuna. Til þess að kenningin einnig næði til flóknari atóma, voru gerðar ýmsar endurbætur af þeim Wolfgang Pauli, Louis de Broglie, Er- win Schrodingar, Wener Heisenberg, Max Born, P. A. M. Dirac og fleirum. Endur- bætur komu fram í nýjum reglum og fyrir- mælum. Elektrónan var látin snúast um öxul sinn til þess að samsvara ákveðnum fyrir- brigðum. Tvær elektrónur „máttu“ ekki vera á sömu braut. Ýmist voru elektrónurnar tald- ar vera bylgjur eða agnir og haga sér eftir því. Það er ekki hægt að gera líkan af slíkri atómu né neinni atómhugmynd, sem síðar hefur verið sett fram, frekar en það er hægt að gera líkan af tónsmið. Raunar eru í kennslubókum birtar myndir af atómum, sem örsmáum kjörnum í miðju, með flókn- um sporbaugum í kring, sem elektrónurnar fara eftir. Slíkir uppdrættir af atómunum eru ámóta líkir raunveruleikanum og mynd- ir „abstrakt“-málara. Samkvæmt nýjustu kenningum, sem eru mjög svipaðar kenning- um þeirra Bohr-Schrodinger-Heisenberg, er atóma óskýr, gisinn, þokukenndur hlutur, — klessa án greinilegra takmarka. MEÐ þessari lítt áþreifanlegu Bohr-de Broglie-Schrodinger-Heisenberg atómu, bættist enn við eyðandi rökvísi. Oldum sam- an hafði eðlisfræðingum verið kennt, að trúa á gildi tilrauna. Árið 1925 tjáði Werner Heisenberg, að tilraunir gætu verið góðar og gildar í hinum stóra heimi véla, bif- reiða, skipa, verksmiðja, kolatonna o. s. frv., en í hinum örsmáa heimi atómanna væri gildi þeirra ekkert. I þeim örsmáa heirni nægði það eitt, að horft væri á elketrónurn- ar til þess að raska jafnvægi þeirra, og gerði það ómögulegt að athuga nákvæmlega, hvaS Albert Einstein drið 1919. gerðist. Setti hann það formlegar og nákvæm- ar fram með því að segja, að lijá ögn eins og elektrónu, væri ekki hægt að ákvarða samtímis stað hennar og hraða. Ef staður- inn væri mældur, væri ekki hægt að mæla hraðann, og ef hraðinn væri mældur, yrði staðarákvörðun ekki gerð. Það, sem gerist innan atómanna, er svo dularfullt, að eðlisfræðingarnir urðu að draga djarfar ályktanir. Þegar geislavirk atóma sundrast og breytist í aðra atómuteg- und, reynist erfitt að gera upp reikningana, það er, að gera sér grein fyrir sérhverri efnis- ögn og öllum orkubreytingum, sem verða. í því sambandi uppgötvuðu þeir Wolfgang Pauli og Enrico Fermi, óháð hvor af öðr- um, neutrínó-ögnina, sem enginn hefur séð, og sem að líkindum aldrei verður séð, en sem er eins ómissandi og spilapeningar í poker-spili. Þegar orka tapast þannig, að ekki er hægt að gera grein fyrir, hvert hún hefur horfið, er gripið til neutrínó-agnarinn- ar, svo að orkujöfnuðurinn verði réttur. Neutrínó-ögnin er rökíræðileg nauðsyn, án liennar væri ógerningur að halda í gildi lög- rnálinu um óbreytileika orkunnar, þeirri grundvallarsetningu eðlisfæðinnar, sem seg- ir, að orka verði aldrei að engu, heldur breytist aðeins úr einni mynd í aðra. Enda þótt segja verði, að atómlíkan stærð- fræðilegu eðlisfræðinganna sé frekar óáþreif- anlegt, hefur það þó gefið góða raun. Það þýðir, að með því er hægt að segja margt fyrir um, hvað prótónur, elektrónur og neutrónur muni gera við ákveðin skilyrði. Atómhugmynd þessi gafst vel, þar til frek- ari skothríð á kjarnana útheimti endurskoð- un liennar, til þess að hún samsvaraði betur niðurstöðum tilrauna. Allt til ársins 1930 verður ekki talið að tekist hafi nema að llísa agnir úr kjörnun- um. Aðferð Rutherfords að nota alfa-agnir sem skeyti liafði ekki gleymst. 1930 notuðu þeir Walter Bothe og Heinrich Becker í Þýzkalandi og Joliot-Curie lijónin í Frakk- landi alfa-agnirnar á nýjan leik. Skotspónn þeirra að þessu sinni var beryllíum-málm- ur. Ur því þeyttist annarleg ögn, hún smaug í gegnum efni eins og vatn í gegnum síu. 11 ver var hún? Þeirri spurningu svaraði James Cadwick í rannsóknarstofu Ruther- fords árið 1932 og fann að um neutrónur var að ræða. Með þessari uppgötvun hófst nýtt tíma- bil á sviði atómrannsóknanna, timabil, sem enn stendur yfir. Prótónur og neutrónur eru iiú taldar vera ein og sama ögnin, en í mismunandi ástandi. Hefir ögnin hlotið nafnið „nucleóna" og er hún meginhluti atómanna þareð í henni er fólgið 99.8 prc. af efnismagni atómanna. Kjarneðlisfræðin hófst er W. Heisenberg varð að finna neut- rónunum stað í atómunum og tókst það með því að upphugsa nýja atómu, — nýja í þeim skilningi, að kjarninn var gerður úr prótónum og hinum nýuppgötvuðu neut- rónum. Lausn Heisenbergs var einkar farsæl, með henni skírðust atómþyngdir frumefnanna á einfaldan hátt. Sé fjöldi neutróna og prót- óna í kjarnanum lagður saman, fæst atóm- þyngdin. Kolefni t. d. hefur í kjarna sínum 6 prótónur og 6 neutrónur, atómþyngdin er 12. Úraníum hefur 92 prótónur og 148 neutrónur og er því atómþyngdin 238. Með ögn eins og neutrónunni, sem farið gat hindrunarlaust 1 gegnum efni varð liugsanlegt að sundra kjörnum. Þurfti til þess ekki annað en að beina alfa-geislum að beryllíum-málmi, úr honum losnuðu neutr- ónur, voru þær síðan látnar lenda á þung- um atómum, sem talsverðar likur voru tald- ar til að kjarnarnir myndu klofna í. Þungu atómurnar voru taldar líklegastar til þess að klofna þareð þær margar hverjar voru ó- stöðugar fyrir eins og geislaverkanirnar báru með sér. Af þessari ástæðu völdu þeir Ottó Hahn og F. Strassmann úraníum sem skot- spón fyrir neutrónur. í desember 1938 sáu þeir og að neutrónurnar úr beryllíum-málm- inum, sem lentu í úraníumatómum, kluíu kjarna þeirra. Partarnir, sem kjarnarnir (Framhald á bls. 28.) 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.