Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 28
án lýðræðislegrar undirbyggingar er gerfiefni. Slíkur lýðræðislegur grund- völlur er fyrir hendi í samvinnuhreyf- ingunni. Mr. Peddie er algjörlega mótfallinn því, að samvinnufélögun- um verði fengin til úrlausnar öll birgðamál neytendanna, því að þar með væri grundvallaratriðinu um hið frjálsa val, varpað fyrir borð. í afstöðu sinni til sósíalisma og þjóðnýtingar, verður samvinnuhreyfingin að berj- ast gegn þeirri skoðun, að það sé nauð- synlegt til þess að skapa sameignar- þjóðfélag, að hið frjálsa val einstak- linganna verði afnumið. Samvinnu- menn geta aldrei fallizt á slíkt. Annars staðar segir hann svo: „Að skapa efnahagskerfi, sem hvílir algjör- lega á ríkisþvingun, er hið sama og taka ekkert tillit til sjálfstæðis ein- staklingsins og eðlis hans og eyði- leggja þá eiginleika, sem hinn lýðræð- islegi andi er frá runninn." Ályktun um verzlunarfrelsi og sjálfstæði samvinnuhreyfingarinnar Hinni efnismiklu ræðu James M. Peddie á alþjóðaþinginu — þótt hún að vísu aðeins túlkaði viðhorf brezkra samvinnumanna til þessa mikilvæga máls — lauk með ályktun, þar sem skýrt er tekið fram, að alger þjóðnýt- ing atvinnulífsins sé ekki rétta leiðin að því marki að koma á sameign og samábyrgð þegnanna á atvinnulífinu. Þjóðnýtingu verði að ákveða í hvert sinn með tilliti til þess verkefnis, sem þannig sé ætlað að leysa, og með tilliti til þess, hvort þær starfsaðferðir, sem fyrirhugaðar eru, fullnægi kröfum lýð- ræðisins, en lýðræðið verði jafnan að vera grundvallarskilyrði framkvæmda, sem miða að sameign. Krafist er þátt- töku neytenda í stjórn þjóðnýttra fyrirtaekja. — Viðurkennt er, að hver þjóð hafi sín sérstöku sögulegu og efnahagslegu séreinkenni og þess vegna verði hver þjóð að taka afs'töðu út frá mismunandi forsendum, en með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er af starfsemi samvinnuhreyfingar- innar víðs vegar um heim er fullyrt, að frjáls samvinnusamtök hafi mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í þjóðfélögunum, og þetta hlutverk geti þvingunarráðstafanir ríkisvalds- ins ekki leyst af hendi. Enda þótt telja megi ástæðu til þjóðnýtingar nokkurra „undirstöðu-atvinnugreina“, er tekið fram í áætluninni, að samvinnuhreyf- ingin viðhafi þær starfsaðferðir, sem séu þjóðnýtingarrekstri miklu fremri, sérstaklega í þeim iðn- og atvinnu- greinum, sem ætlað er að fullnægja þörfum neytendanna, og þar sem þarf- ir og smekkur einstaklingsins eru mik- ilvæg atriði. Ályktunin hafnar gjör- samlega sameignarbúskap, sem skip- ar samvinnuhreyfingunni takmarkað rúm í skjóli ríkisvaldsins og skoðar hana sem tæki ríkisvaldsins með tak- mörkuðu athafnafrelsi. Þess er kraf- ist, að samvinnuhreyfingin fái fullt frelsi til starfa og þróun hennar sé ekki hindruð, og þannig verði það bezt tryggt, að einstaklingarnir haldi þeirn lýðræðislega rétti sínum, að starfa saman að eigin velferðarmálum. Eftir að ályktun þessi hafði verjð lögð fram á þinginu, urðu um hana nokkrar umræður. Þar skarst mjög í odda milli fylgjenda hins vestræna og liins austræna skipulags. Fulltrúi Svía R A D í U M (Framhald af bls. 18.) klofnuðu í voru ekki lengur úraníum, held- ur barium og krypton.tvö mjögólik frumefni. Neutrónurnar sjálfar höfðu mjög litla orku, en úr hverjum úraníum kjarna kom orka, sem svaraði 200 milljón volta spennu. Ottó Frisch og Lise Meitner gerðu sér ljóst hvað gerst hafði. Er úraníum atóman klofn- aði, losnaði óhemjumikil orka — orka sú er hélt atómunni saman. Hernaðarleg þýðing uppgötvunar þeirra Halin og Strassmann var augljós. Hitler þar j>egar kominn af stað. Með þeirri þekkingu, sem til þess þarf að geta framleitt atómsprengjur skyldi mega ætla að eðlisfræðingar vissu hvernig atómur eru gerðar og hverju fer fram í þeim. Þessu er þó ekki þannig farið. Enn vantar eðlis- fræðingana harðskeyttari skeyti en áður til þess að sundra atómunum og rannsaka frum- parta þeirra. Oflugustu skeytin eru þau, sem náttúran sjálf þeytir til jarðar í mynd geim-geisla. Þegar geimgeisli þýtur í gegnum gufuhvoflið gerir hann mikinn usla. Atóm- um er sundrað á ennþá óljósan hátt. Sumt af molunum má þá finna og rannsaka. Þannig fundu 1932 þeir D.Anderson og S. H. Neddermeyer í molunum pósirtónuna, eða viðlægt hlöðnu elektrónuna og staðfestu með því forspá sem P. A. M. Dirac hafði gert af lireinum stærðfræðilegum ástæðum. Hlutverk pósitrónunnar, sem er bein and- stæða við elektrónuna að hleðslu til, en jöfn að efnismagni, er enn óljóst, hún er ekki hluti atómunnar en kemur þar fram, sem hennar er þörf. GNIR eins og neutrínó-ögnin og pósitr- ónan voru upphugsaðar, er þeirra var þörf og að lokum voru þær upgötvaðar með tilraunum. Sömu sögu er að segja af mesón- óskaði að fastar væri kveðið að orði um það, hvað bæri að skoða hlutverk ríkisins og hvað hlutverk samvinnu- hreyfingarinnar, og taldi ekki rétt að tala um „undirstöðu-atvinnugreinar“, svo sem gert var í uppkasti ályktunar- innar. Vel gæti svo farið, að samvinnu- rnenn gætu tekið að sér að leysa verk- efni, sem tilheyrðu þeim iðngreinum, og liefðu raunar gert. Fleiri fulltrúar tóku í þennan sama streng. Fulltrúúi Pólverja vildi láta breyta ályktuninni mjög, eða í þá átt, að þingið skoraði á verkamenn í hinum kapítalísku löndum, að krefjast fullr- ar þjóðnýtingar allra atvinnugreina, banka og samgöngutækja, án skaða- bóta til fyrri eigenda. Fulltrúi Rússa gagnrýndi og kenningar Bretans. Að lokum samþykkti Mr. Peddie að fella niður orðin „undirstöðu-atvinnu- greinar" úr ályktun sinni, og var hún síðan samþykkt með 523 atkvæðum gegn 425. unni, síðustu viðbótinni við þegar álitlegan hóp. Árið 1935 taldi Japaninn Yukawa nauðsynlegt að gera ráð fyrir að til væri efnisögn er hann nefndi mesónu til þess að skíra l>á staðreynd að atómkjarnarnir héld- ust saman og að efni væri til yfirleitt. Kjarn- arnir eru gerðir úr prótónum, sem hafa við- læga lileðslu og neutrónum, sem eru óhlaðn- ar. Nú hrindrast samkynja hlaðna agnir frá hverri annarri og ættu því prótónurnar að Jjeytast liver frá annarri í kjörnunum og allt efni að springa í sundur. Heisenberg gat þess til að prótónurnar kasti rafhleðslum á milli sín fram og aftur líkt og knetti í knatt- leik. Neutróna sem tekur við hleðslu verður að prótónu og prótóna, sem missir hleðslu sína verður að neutrónu. En livað er þá knötturinn, jressi hleðsla, sem þeytist fram og aftur innan kjarnanna og hverjar eru leikreglurnar? Yukawa skóp mesónuna til þess að svara þessum spurn- ingum. Eins og með pósitrónuna er æfilengd mesónunnar stutt, nokkrir milljónustu hlutar úr sekúndu. Efnismagnið er um 200 falt miðað við elektrónu. Mesónan svaraði ekki tilgangi sínum sem slík, en eigi að síður varð liún uppgötvuð ásamt tveim afbrigð- um bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum í molum j>eim, sem geimgeislarnir brjóta at- ómurnar í. Einnig virðast líkindi fyrir að til sé óhlaðin mesóna. í stað þess að gera atómurnar auðskildari hafa ]>essar nýju agnir gert atómurnar tor- skildari. Stærðfræðingunum þykir nóg um alla j>á fjölbreytni, sem orðin er. Þeir hafa nú tvær orkuagnir — orkudeilina og neutr- ínó-ögnina. Efnisagnirnar eru orðnar níu — elektrónur, prótónur, neutrónur, pósítrón- ur og fimm mismunandi mesónur. Vantar nú nýja kenningu til þess að vinna úr öllu þessu efni — öflugri og víðtækari kenningu

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.