Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 14
Hver er afstaða samvinnuhreyfingariiinar til þjóðnýtingar atvinnulífsins9 Þessi mikilvœga spurning var rcedd d alþjóðaþingi samvinnumanna í Prag d síðastliðnu hausti í tilefni af erindi, sem brezki samvinnumaðurinn James M. Peddie flutti d þinginu AÐ vakti nokkra athygli þingfull- trúanna í Prag, er það var til- kynnt, að James M. Peddie mundi flytja þinginu erindi um viðhorf samvinnuhreyfingarinnar til þjóðnýt- ingar, af hálfu brezkra samvinnu- manna. Kunnugt var, að allnáið sam- band var í milli brezka Verkamanna- flokksins og samvinnuhreyfingarinn- ar, t. d. kosningabandalag með Sam- vinnuflokknum og Verkamanna- flokknum. Fyrir ýmsa var erindi brezka samvinnumannsins nokkurt undrunarefni, því að það kom ber- lega í ljós, að brezka samvinnuhreyf- ingin hefur mjög sjálfstæðar skoðanir á þjóðnýtingu atvinnulífsins, að hreyf- ingin er sjálfstæð í viðhorfum sínum og hún vinnur að því að leysa þjóð- félagsvandamálin á grundvelli sam- vinnuhugsjónarinnar. I inngangsorðum að erindi sínu, benti Mr. Peddie á það, að þjóðnýting væri engan veginn upp fundin af verkamönnum. Fyrir 300 árum var póstflutningakerfi Bretlands þjóð- nýtt, og síðan hafa ríkisstjórnir, sem fylgt hafa ólíkum pólitískum sjónar- miðum, framkvæmt þjóðnýtingu í ýmsum greinum, svo sem í hafnarmál- um, rafmagnsmálum o. s. frv. En með valdatöku ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, nú eftir heims- styrjöldina, fengu þjóðnýtingaráform- in fastara forrn. Þjóðnýtingarfram- kvæmdir brezku Verkamannaflokks- stjórnarinnar til þessa eru: Englands- banki, kolaiðnaðurinn, innflutning- ingur og úthlutun baðmullar, raf- magnsframleiðslan og samgöngur, þ. e. a. s. á járnbrautum, þjóðvegum, höfnum og skipaskurðum, ásamt al- menningsflutningum í Lundúnaborg og hótelrekstur í sambandi við þá. í inngangsorðunum ræddi Mr. Peddie ennfremur um hina hliðstæðu þróun, sem orðið hefur með sam- vinnu verklýðshreyfingarinnar, sam- vinuhreyfingarinnar og Verkamanna- flokksins, þar sem þessir aðilar voru sammála um nauðsyn þess að varna arðráni almennings af hálfu einka- fjármagnsins. Meðan þessi samvinna stóð yfir, bar lítið á skoðanamismun samvinumanna og sósíalista. Hinir fyrri höfðu samvinnuþjóðfélag að takmarki, en hinir síðarnefndu hið sósíaliska ríki. Vegurinn lá í sörnu átt fyrir báða rneðan takmarkið var fjarlægt. Það voru því aðeins þeir, sem fastast héldu um kennisetning- arnar, sem höfðu áhyggjur af því á þeim tíma, að flokkarnir litu mis- jöfnum augum á framtíðina. En eftir styrjöldina breyttist þetta. „Hin vaxandi afskipti ríkisins af atvinnulífinu, sem náðu hámarki með myndun V erkamannaf lokksstj órnar- innar og framkvæmd „takmarkaðrar þjóðnýtingar", liafa gjörbreytt við- horfinu, þannig, að það, sem áður hafði aðeins teoritíska þýðingu, er nú orðið raunhæft úrlausnarefni,“ sagði Mr. Peddie. Þjóðnýtingin og neytendurnir. IBretlandi er ekkert fastákveðið form um skipulag og stjórn þjóð- nýttra atvinnugreina. Aðferðirnar eru mismunandi, allt frá beinni stjórn ráðuneytanna til lauslegs opinbers eftirlits með fyrirtækjum í einkaeign. Reynt liefur verið að finna fram- kvæmdaleið, sem inniheldur hvort- tveggja, gæzlu hagsmuna ríkisheildar- innar og hentugt eftilit, sem leyfi skjótar ákvarðanir og skynsamlegan rekstur án þess að óþörf skriffinnska og seinlátt stjórnarkerfi sé til trafala. Jafnframt þessu hefur spurningin tím það, hvernig hagsmuna neytend- anna væri bezt gætt í ríkiseinkasöl- um og ríkisfyrirtækjum, komið fram í dagsljósið. Einn af helztu trúnaðar- mönnum ríkisstjórnarinnar í hinum þjóðnýtta kolaiðnaði, hefur viður- kennt, að veita verði almenningi möguleika til eftirlits með því að velja fulltrúa til þess, og það er all- úrbreidd trú í Bretlandi, að opinbert eftirlit þurfi ekki endilega að boða þjóðnýtingu eða opinberan rekstur. Margir eru og þeirrar skoðunar, að ekki eigi að láta opinberan rekstur ná til hverrar iðngreinar að öllu leyti. Ef týpiskar eindir iðngreinar séu þjóðnýttar, megi nota rekstur þeirra og afkomu sem mælikvarða við eftir- lit með þeim einkafyrirtækjum, sem eftir eru í viðkomandi iðngrein. Til er eitt slíkt dæmi, þar sem flugvéla- verksmiðja nokkur var á stríðárunum tekin eignarnámi af ríkinu vegna út- breiddrar óánægju með afköst henn- ar og vinnufyrirkomulag. Þessi verk- srniðja er starfrækt áfram undir stjórn ríkisvaldsins, en flugvélaiðnaðurinn er að öðru leyti einkarekstur. Eftir að ræðumaður hafði lýst þeim aðferðum, sem notaðar voru við þjóð- nýtingu iðngreina í Bretlandi eftir stríðið, og þeim ráðstöfunum til auk- innar og bættrar framleiðslu, sem gerðar hafa verið í hinum þjóðnýttu atvinnufyrirtækjum, sneri hann sér að því að ræða afstöðu samvinnu- hreyfingarinnar til þjóðnýtingarinn- ar. Þegar árið 1905 lét einn fulltrúi á samvinnuþingi Breta í ljós fylgi við þjóðnýtingu járnbrauta landsins, og í einstökum öðrum atvinnugreinum. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.