Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 22
.. SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: ,,Hin rauða dygð“ AÐ var einkennileg tilviljun, að foreldr- ar yfirhershöfðingja kommúnistaherjanna kínversku skyldu skíra hann Chu Teh, því að nafnið útleggst: „hin rauða dygð“. Naumast verður aetlað, að ættmenn hans, sem voru auðugir landeigendur, hafi gert sér nokkra grein fyrir því, hvað framtíðin mundi bera í skauti sínu fyrir son þeirra. Erfitt er að hugsa sér meiri andstæður en hina tvo „stóru“ leiðtoga kínversku komm- únistanna, þá Mao tse Tung og Chu Teh. Mao er af fátækum bændaættum kominn, og hann hefur af sjálfsdáðum hafið sig upp í að yerða allsráðandi leiðtogi kommúnista. Chu Teh er kominn af yfirstéttinni, varð fyrst leiðtogi meðal bænda, en síðan mikils- ráðandi hershöfðingi, sem oft hefur sýnt otví- ræða hæfileika til herstjórnar. Chu Teh er fæddur árið 1886 í Ilung í Szechuan-fylki. Hann gat sér orðstir á upp- vaxtarárum sinum fyrir hugrekki og jafnvel fífldirfsku, og hann varð ótrúlega vel að sér í gamalli kinverskri hernaðarsögu. Hann er ólíkur Mao að því leyti, að hann hafði ekki áhuga fyrir því að ganga menntaveginn. Hæfileikar hans fengu fyrst notið sín, er hann gekk á herskólann á Yunnan, sem var fyrsti herskólinn í Kína, sem kenndi nýtízku hernaðarvísindi. Úr skólanum hvarf hann til herþjónustu í hinum skipulagða her, sem Tsai Ao, fylkisstjóri i Yunnan, kom á fót, og hann gekk vasklega fram í bardögum í byltingunni 1911. Þrjátíu ára gamall var hann orðinn hershöfðingi og hafði áunnið sér orð fyrir að vera harðskeyttur andstæð- ingur. Árið 1910 skipaði Tsai Ao hann til ráð- herra í fylkisstjórn sinni. Hernaðarvísindin voru þá lögð á hilluna um sinn fyrir em- bættismennskuna. Chu Teh auðgaðist brátt í embættinu, svo sem siður er kínverskra embættismanna. Hann byggði sér skrauthall- ir og fyllti þær með vinum sínum og hjá- konum. Hann reykti ópíum, sem þá var eins algengur siður lteldrimanna í Yunnan og ..-’J bjórdrykkja er meðal almennings í Bret- landi. ERFITT er ag segja um þag; hvað olli því, að Chu Teh sneri baki við þessu hóglífi, og óvíst er, að hann geti gefið fullgilda skýr- ingu á því sjálfur. Það er þó sagt, að hann hafi haft þann ómandaríska sið, að lesa bæk- ur um þjóðfélagsmál. Kannske mundi hann hið auma hlutskipti bændanna á landareign föður síns. Hvað sem annars má segja um stjórnmálaafskipti Chu Teh, verður ekki fram hjá því gengið, að hann hefur alltaf haft mikla samúð með þeim, sem lakast hlut- skipti höfðu í þjóðfélaginu. Og kannske hef- ur liernaðarandinn í honum hjálpað til þess að hann gerði uppreisn gegn hóglífinu, ópíumreykingunum og kvennabúrinu. — Það er að minnsta kosti víst, að árið 1922 seldi hann höll sína, gaf konum sínum og félögum góðar gjafir að skilnaði, hélt síðan til Shang- hai og sýndi þar mikið viljaþrek í því að vinna bug á ópíumnautninni. Að því búnu gekk hann í Kuomintang-flokkinn. Margir kínverskir menntamenn voru á þessum árum fullir aðdáunar á rússnesku byltingunni. Undir leiðsögu þeirra las Chu Teh marxisma og rit Lenins og Bukharins. Innan tíðar gekk hann í kommúnistaflokkinn. „En þú verður að fara til Rússlands,“ sögðu kennifeður hans. „Aðeins þar geta menn hlotið fuil- komna menntun." Og Chu Teh lagði land undir fót, hafnaði í Moskvu, og gekk þar á háskólann í tvö ár. Tveimur árum síðar sneri hann aftur heim til Kína, og þá var kommúnisminn orðinn hans hálfa líf. UM haustið þetta ár var það, sem þjóð- ernisflokkurinn (Nationalistar), ásamt kommúnistum, sem hinn rússneski ráðgjafi Sun Yat Sens hafði látið fylkja liði með þeim, hófu hina frægu göngu frá Kanton til Yangtze og settu á fót ríkisstjórn, sem í öllum aðalatriðum var kommúnistísk, í Han- kow. í maí 1927 sagði Chiang Kai Shek skilið við kommúnista í þessari samfylkingu, hrakti stjórnina úr Hankow og rak hinn rúss- neska ráðgjafa úr landi. Þar með lauk sam- starfi Chu Teh við Kuomingtang-flokkinn. Hann safnaði um sig liði og brauzt út frá Hankow. Hann var með í hinni svokölluðu „Ágúst-uppreisn“ kommúnista, slapp naum- lega við handtöku, og hélt enn suður á bóg- inn. Á landamærum Kiangsi- og Hunanfylkja, árin 1927—1928, komu hæfileikar hans fyrst til fulls i ljós. Þetta landssvæði var þá nokk- urs konar „no man’s land“ í stjórnmála- átökunum í Kína. Hann gat treyst fullkomn- um trúnaði fylgismanna sinna, þótt þeir væru oft af lakari endanum og sumir hverjir alræmdir bófar. En slíkir menn fylgja oít fræknum foringja af miklum trúnaði. Chu Teh hafði brátt um sig heilan her óaldar- liðs, og hann skírði hann „bændaherinn", og hófst handa um að reka ríkismenn af jörð- um sínum og skipta landinu upp í milli liðs- manna sinna. ARIÐ 1928 tóku þeir fyrst höndum saman, Mao tse Tung og Chu Teh, og þá var kínverskt kommúnistaríki formlega stofnað á landamærum Fukien- og Kiangsi-fylkja. Mao var stjórnmálaleiðtoginn, en Chu Teh yfirhershöfðingi. Þeim barst liðskostur víða að. Einhvern veginn komu þeir sér upp vel búnum her, stofnuðu prentsmiðju, verk- smiðjur, gáfu út eigin frímerki og peningt- seðla. Liðsmennirnir voru óþjálir fyrst, yfir- gangssemin og stigamannalífið átti dýpri rætur í þeim til að byrja með en marxistn- inn. En Chu Teh kenndi þeim brátt aðrar lífsvenjur og æfði þá í þróttmikinn her, sem hvað eftir annað bar hærri hlut í viðureign við betur búnar hersveitir Chiang Kai Sheks. Kínverskir kommúnistar eiga ótvírætt mikil- hæfa leiðtoga, en lykillinn að sigrum herja þeirra er án efa hernaðarsnilld Chu Teh. Hershöfðinginn er lágvaxinn, þrekinn mað- ur, hefur alla tið verið hið mesta hraust- menni, og hann biður menn sína aldrei að þola neitt, sem hann ekki sjálfur tekur þárt í. Hann er látlaus og vingjarnlegur í fram- komu, býr við sama kostinn og liðsmenn hans og umgengst þá sem jafningja utan herbúðanna. Það tók Chiang Kai Shek fimm ár, og milljóna her, að hrekja kommúnista úr þessu vígi þeirra. Upp úr því varð hin fræga „langa ganga" þeirra, er herir þeirra og fylgjendur hörfuðu 6000 mílna leið, gegn- um suður og vestur Kína, til höfuðborgar- innar, sem síðan varð, Yenan, í norðvestur- hluta landsins. Alla leiðina var barist á undanhaldinu. í þessari þraut sýndi Chu Teh leiðtogahæfileika sína og hernaðar- snilld, svo að andstæðingar hans gátu ekki annað en dáðst að. Hernaðartækni þá, sem Chu Teh notaði í Suður-Kína, fullkomnaði hann og útvíkk- aði í viðureigninni við Japana. Þeir lögðu Yenan í rústir með sprengjuárásum og fóru ránshendi um landið. En þeir losnuðu aldrei við skæruhernað Chu Teh, sem gerði þeim marga skráveifu. Japanir voru aldrei óhultir um sig. (Framhald á bls. 29.) 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.