Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 29
en allt, sem gert hefir verið fram til þessa. Eingöngu elektrónur, prótónur og neutr- ónur eru í rauninni í atómunum, hinar agn- irnar koma fram við kjarnbreytingar og hverfa. Elektróna og pósitróna renna saman á dularfullan hátt, sem kom Dirac til þess að geta þess til að elektrónur kunni að vera kvaddar til aðstoðar við myndun efnisagna en hverfi síðan er þeirra er ekki lengur þörf. Þegar elektrónu er varpað út úr atómu, kemur hún úr kjarnanum. En kjarninn er gerður úr prótónum og neutrónum. Bendir það til þess að prótónur og neutrónur séu ekki frumagnir, heldur samsettar. Hinar fimm þegar þekktu mesónur (og búast má við, að þær séu fleiri) eru áreiðanlega ekki i kjörnunum. UKIN ÞEKKING á geimgeislum, sem þegar hefir leitt í ljós tilvist pósitróna og mesóna mun að lokum leiða til nýrra aðferða til hagnýtingar atómorkunnar. Ljós- myndir liafa þegar náðst af óhemjuöflugum kjarnklofningum af völdum mesóna. Það þótti djarflega talað er orku atómsprengj- unnar var líkt við orkulindir þær, sem sól og stjörnur fá skin sitt frá. En hvað skyldi mega segja um aflstöð, sem hagnýtir orku geimgeislanna til þess að mynda mesónur, sem síðan sundra kjörnum algengustu frum- efna? Augsýnilega hefir margt breyzt síðan Curie-hjónin skýrðu frá uppgötvun sinni fyrir röskum 50 árum. Nítjándu-aldar eðlis- fræðin er úr sögunni, en samkvæmt henni voru atómurnar óumbreytanlegar, nú er þeim breytt úr einni í aðra. Hinar raunveru- legu frumagnir prótónur, neutrónur og el- ektrónur eru eins í öllum frumefnum óháð því í hvaða atómum þær eru. Séu þær settar saman á vissan hátt má fá alúminíum, séu þær settar saman á annan hátt, fæst kolefni eða radium og hefði slíkt verið ó- skiljanlegt 1899. Efni og orka eru ekki lengur aðgreind hugtök, heldur af einum toga, þannig að efni er skoðað sem sam- þjöppuð orka, en orka er efni sem dreift er yfir svið eða svæði. Ljósvakinn, hyrningarsteinn hinnar eldri eðlisfræði og ein hin athyglisverðasta hug- smíð mannsandans, er horfinn en í hans stað komnar nýjar hugsmíðar eins og neutrínó-agnirnar. LDUM SAMAN hefir maðurinn spurt: Hvað er efnið? Aðeins efnið er raun- verulegt. Ef maðurinn vissi hvað efnið er, myndi hann einnig vita hvað raunveruleik- inn er. Efnið er gert úr atómum sagði Grikkinn Demokritos fyrir tveim þúsund árum, — skarpleg ályktun. — Fimmtíu árum eftir uppgötvun Curie-hjónanna hefir tekist að greina efnið niður í prótónur, elektrónur og neutrónur. Eðlisfræðingar nútímans virða fyrir sér þessar agnir og spyrja enn sömu spurningarinnar og Forn-Egyptar og og Grikkir: Hvað er efnið? Sprengjur og aflstöðvar bera vott um þann árangur sem fengist hefir af ályktunum eðlisfræðinganna, en svar við spurningunni eru þær ekki. Dr. Sveinn Þórðarson þýddi fyrir Samvinnuna. ÞURRKUR (Framhald af bls. 15.) til himins og skyggnast eftir skýjadrögum. Skap þeirra varð beiskt og fullt hörku. Þeir þoldu naumast liver annars nærveru. Um- ræðuefni þeirra var aldrei annað en of- þurrkurinn, og neyðar vetur sá, er í hönd mundi fara. Þetta var gert til að refsa þeim. En voru þá allir sekir? Sviðnaði ekki akur iiins réttláta jafnt og hins rangláta? Hegn- ing sú, sem hitt alla jafn, var óréttlát. Sumir héldu því fram, að síðasti rign- ingardropinn hefði fallið til jarðar. Þegar Guð hafði útrýmt mönnunum af jörðinni í fyrndinni, hafði hann gert það með vatni, svo sem lesa mátti um í ritningunni. í þetta skipti ætlaði hann að eyða þeim með þurrki. Og í þetta skipti mundi enginn Nói fá fyrir- heit um að sleppa lifandi í örk sinni og uppfylla síðan jörðina með afkvæmum sín- Þegar þeir, sem nú lifðu, væru undir lok liðnir, mundi jörðin um alla eilífð verða í eyði og tóm, brennd og sviðin eins og tóm eggskurn. Karl Óskar í Geithaga lilýddi á þetta tal. Hvers vegna hafði hann eyðilagt sáðkorn sitt með því að kasta því í jörðina, þegar allt lif átti að farast? Þarna sást nú akurbletturinn, þar sem liann hafði sáð rúgnum sínum. Já, þarna lá akurinn, grár og auður. Hann taldi dagana, sem liðnir voru síðan hann sáði. Tólf dagar voru liðnir. Ef Guð hefði gert það, sem hon- um bar, hefði rúgurinn nú átt að sjást eins og þunn, græn slæða yfir moldinni. En ak- 'urinn var grár og auður, hvar sem litið var. Hvergi örlaði á strái. Mjúka og veikbyggða rúgfjöðrin hafði ekki kraft til þess að brjót- ast í gegnum grjótharða skelina, sem mynd- azt hafði ofan á moldinni. Rigningin varð fyrst að koma og mýkja moldina og opna stráunum leið upp úr henni. „Sérðu akurinn okkar?‘ spurði hann konu sína. „Eg gerði sem þú vildir. Eg sáði. Nú ætti rúgurinn að vera kominn upp. Sérðu þess einhver merki? Sérðu nokkurs staðar grænan blett þarna út frá? Sérðu kannske einhvers staðar brauðið, sem við eigum að borða næsta ár? Eg hlýddi þér. Eg sáði. Nú sérðu, hvernig það fór. Hvers vegna geymd- um. Þegar þeir, sem nú lifðu, væru undir lok í brauð?" Anna leit undan og þagði. Dagarnir liðu og hjónin töldu þá. Nakinn, grár og auður lá akurinn og beið. Kæmi rigningin aldrei, hlaut hann að liggja þannig framvegis, auð- ur og lífvana. Nú var komið fram í septem- ber og sumarið senn liðið. Húsfreyjan í Geithaga gekk döpur að störfum og þagði. KARL ÓSKAR vaknaði. Dagur var að renna. Eitthvert hljóð, sem hann áttaði sig ekki á, hafði vakið hann af svefni. Létt °g þýð högg virtust vera slegin á þakið uppi yfir höfði hans. Nú small eitthvað á spón- þaki hússins. Það rigndi. Svo sannarlega sem hann var lifandi, þá var farið að rigna. Smellirnir á þakinu héldu áfram. Spón- þakið hafði gisnað f þurrkfnum og nokkrir dropar féllu niður á gólfið. Karl Óskar klædi sig í buxurnar og gekk út á dyra- þrepið. Rigningin streymdi niður eins og úr sáldi. Allt himinhvolfið var hplið þykk- um skýjum,------og reenið féll Karl Óskar var búinn að gleyma, hvernig það var að finna rigningardropana falla á hörundið. Hann rétti fram hendina undir rigninguna, rétti hendina móti gjöf himins- ins. Hann lokaði hnefanum og fann til bleytunnar í lófa sínum. Vissulega var kom- in rigning. Hann stóð langa stund hreyfingarlaus á varinhellunni. Hann vildi fullvissa sig um, að þetta væri rigning, sem féll úr loftinu, en ekki einhver blekking. Hann lét rigna á höfuð sitt, hendur, brjóst og axlir, og allan líkama sinn. Hér var kraftaverk að gerast. Þetta var gjöf himinsins til jarðarinnar. Þetta var rginingin, sem mýkja mundi harða akurmoldina og vekja og leiða nýgræðing- inn upp úr moldinni. Nú mundi rigna í heilan dag, það var áreiðanlegt. Hann gekk aftur inn. Bleytan lak úr klæðum hans. Unga konan var vöknuð og setzt upp í rúminu. Eftirvæntingin skein úr hverjum drætti andlits hennar. „Er það komið? Er það nú að koma?“ „Já, nú kemur það. Himininn er kafþykk- ur. Þakið er farið að leka.“ En lekinn á þakinu var þeim ekkert áhygggjuefni. Karl stóð kyrr og sá, hvernig augu ungu konunnar Ijómuðu. í sál hans mýktist og bráðnaði hin harða skel, sem myndazt hafði af ómæltum orðum hið liðna sumar. Forherðing hugans hvarf. Þungri byrði létti af sál hans. Nú gat hann aftur talað við Önnu og sagt við hana það, sem hún átti rétt á að fá að heyra. „Anna--------þú....“ Hann þreifaði klaufalega eftir hendi hennar með stóru, vinnuhrjúfu hendinni sinni og horfði ofan í gólfið, sakbitinn og sneyptur. Hún þrýsti hönd hans af ákafa og inni- leika. Nú vissu þau örugglega, að eftir nokkra daga mundi rúgfræin færa græna slæðu yfir akurinn þeirra. Því úti blés vestanvindurinn, vindurinn, sem ber rigninguna og lífið í faðmi sér. (Þórir Friðgeirsson þýddi.) 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.