Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 15
Hann lýsti ennfremuv fylgi sínu við bæjarrekstur í sérstökunr tilfellum, en tók fram, að auðsýn takmörk væru fyrir því, liversu langt mætti ganga á þeirri braut. Þótt þessi skoðun sé útbreidd með- al samvinnumanna, skilur hún eftir mikið rúm fyrir samvinnuhreyfing- una til framkvæmda, „og það því fremur, sem hugsandi, lýðræðisþjóð leyfir ekki ríkisvaldinu að ganga lengta en hóflegt er í afskiptum af at- \ innulífi landsmanna." Samvinnuhreyfingin œtlar sér ekki sjálfsmorð. NDA þótt samvinnuþing Breta hafi við ýms tækifæri lagt tii þjóð- nýtingu á einstöku greinum atvinnu- lífsins — t. d. Í943, er samþykkt var ályktun um þjóðnýtingu járn- og málmvinnslu — og bent var á að járnbrautir, skipaskurðir og önnur slík samgöngutæki væru „vel fal 1 in“ til ríkisreksturs — má þó segja, að sú stefna, 'sem lýst var á samvinnuþing- inu 1905, hafi til þessa ráðið, þ. e. a. s. menn liafa verið fylgjandi takmark- aðri þjóðnýtingarstefnu. Þetta kom mjög skýrt í ljós árið 1947, eftir að brezka ríkisstjórnin hafði gengið fi'á þjóðnýtingaráætlunum sínum. Á samvinnuþinginu 1947, sagði forseti þingsins í setningarræðu sinni m. a. þetta: „Þótt vér samþykkjum þjóð- nýtingu vissra undirstöðu atvinnu- greina — svo sem námanna, Englands- banka, samgöngutækja og orkuvera — þýðir það á engan hátt að sam- vinnuhreyfingin sé nú, eða rnuni verða síðar, fús til þess að ganga inn á sjálfsmorðs-samninga, svo sem þá, að yfirfæra verzlunar- og iðnaðarkerfi samvinnumanna til neins konar þjóð- nýtingar- eða ríkisreksturs." Hann hélt því og fram, að ekki væri fyrir hendi ástæða til þess að sósíalistar og samvinnumenn gætu ekki haldið áfram samstarfi, enda þótt samvinnuhreyfingin væri staðráðin í að spyrna gegn afskiptum ríkis og bæjarfélaga af því „skipulagi atvinnu- lífsins, sem samvinnumenn liefðu byggt upp, og þeir mundu ekki þola íhlutun um gTundvallarkenningar samvinnuhugsjónarinnar og þær starfs aðferðir, sem liún hefði í heiðri hald- ið. Ekki mundu samvinnumenn frek- ar samjrykkja íhlutun ríkisins eða bæjarfélaga á þeim sviðum atvinnu- lífsins, sem samvinnumenn hefðu af- skipti af eða láta í ljósi þær skoðanir, að ríkisrekstur þar væri eins hag- kvæmur fyrir almenning og sam- vinnustarfsemin." Þessi afstaða er í greinilegu ósam- ræmi við þau grundvallaratriði, sem samvinnumenn í Austur-Evrópulönd- um viðurkenna nú, en þar hefur sam- vinnulneyfingin látið sér nægja það hlutskipti, að starfa sem pólitískt verkfæri í nánu samfélagi við ríkis- \aldið. Þegar frá er talin járn, og stálfram- leiðsla Breta, sem ríkisstjórnin hefur í hyggju að Jyjóðnýta, og Mr. Peddie taldi svo mikilvægar fyrir þjóðarbú- skapinn, að Jressar greinar „yrði að setja undir opinbert eftirlit", hvort sem J^ær væru gerðar eign ríkisins eða ekki, hefur brezka stjórnin ekki látið uppskátt um fleiri greinar atvinnu- lífsins, sem hún hefur hug á að þjóð- (Framhald á bls. 27.) Frá alj)jóðaj)ingi samvinnumanna i Prag, 23.-27. september 19-tS. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.