Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 5
mörgu, sem ennþá hafa það aldrei augum litið, en eru hins vegar áhuga- samir fyrir þessu sem öðru varðandi samtökin — þykir ekki vera út í loftið að upplýsa lesendur SAMVINN- UNNAR nokkuð í þessu efni. Má vera, að ýmsum geti orðið það til fróð- leiks, er beinlínis má að gagni koma — jafnvel þótt á stóru sé stiklað — en öðrum þá til gamans, og sumum e. t. v. til hvort tveggja. Þótt það kunni að festast í máli starfsmanna SÍS o. fl. um stund a. m. k. að tala um „gamla“ og „nýja“ húsið — og það er engan veginn óeðlilegt — er sannleikurinn samt sá, að vegna sambyggingar húsanna, bæði hið ytra og innra, má líka með sanni segja, að enn sem fyrr sé húsið aðeins eitt — „SAMBANDSHÚSIÐ" - en í annarri mynd orðið, og miklu stærra. -pvG MUN NÚ, lesari góður, segja P i þér í höfuðatriðum frá því, hvað fram fer á hverri hæð í núverandi hí- býlurn SÍS, hver störf í aðaldráttum eru unnin á heimili þeirra félagasam- taka landsmanna, sem í flest horn hef- ur að líta og hefur með höndum fjöl- breyttasta starfsemi í þágu daglegs lífs fólksins út um breiðar byggðir lands- ins. Til léttis skulum við strax ganga frá örlítilli áætlun um tilhögun innan- hússferðalags vors. Við byrjum í kjall- arahæð og fetum okkur síðan hæð af hæð unz við erum staddir efst. Fyrst tökum við alltaf eldri hluta hússins — á hvaða hæð, sem er — en síðan nýbygg- inguna. Fyrst má gjarna geta þess að eins og Fjarritvél SÍS er nýtízkuleg. Tugir simskeyta fara daglega i gegnum hana. AfgreiSsla Útflutningsdeildar SÍS. áður er aðalinngangur í bygginguna um vestur- og austurdyr frá Sölvhóls- götu. Er tilhögun innanhúss svo frjáls- leg og góð, að í flestum tilfellum skipt- ir ekki miklu máli, hvoru megin er gengið inn, og aldrei þarf maður að leita útgöngu aftur vegna villu, hvert sem halda skal í allri byggingunni fyr- ir ofan kjallara. Kjallari: Hvað getur þá að líta í gamla kjall- aranum? Ef frá er tekið miðstöðvar- herbergi og kytra vegna símasambands hússins, hefir bókaútgáfufyrirtæki SÍS, „Norðri“, lagt undir sig allt plássið. Góðbókaraðir þekja alla veggi og auk þess alhnikið hillikerfi á gólfum úti. Og þetta húsnæði „Norðra“, svo gjör- nýtt sem það er — getur samt ekki orðið nema til bráðabirgða, að því, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Al- bert Finnbogason, tjáir okkur. í þeim enda nýja kallarans, sem ligg- ur fast að „Norðra“, er ennþá smíða- verkstæði og starfar það til bráða- birgða fyrir SÍS. Skjalageymsla nokkur er og í vesturhluta sama enda, nokk- urs konar „fornbókadeild" Sambands- ins. Þá tekur við sunnar í miklum hluta kjallarans, landbúnaðarlager Véladeildar SÍS. Margt finnst nú þar, en ýmislegt hvað þó vanta! Ótalin er svo íbúð húsvarðar. Hún er í suðvest- ur-kjallaranum. 1. hœð: Sunnan gangs, að vestanverðu í gamla húsinu, er húsnæði Fræðslu- og félagsmáladeildar Sambandsins; tvær stofur, sú stærri með sérstakri innrétt- ingu fyrir blaða- og bókageymslu, enn- fremur vörzlu verkefna Bréfskólans, sem þarna hefur einnig afgreiðslu. Að norðan hefur Véladeildin sínar bæki- stöðvar, samtals 4 herbergi, og auk þess eitt í nýbyggingunni á sömu hæð. Vinna nú 9 manns í þessu húsnæði, en vöxtur deildarinnar er ör, og telur framkvæmdastjórinn, Agnar Tryggva- son, að þess muni skammt að bíða, að bagaleg þrengsli geri vart við sig. Undirdeildir Véladeildar SÍS eru nú orðnar 3: Landbúnaðardeild, Bifreiða- deild og Rafmagnsdeild. — í suð-aust- ur-horni er herbergi fyrir dyravörð og litla „sendiherra"! Að frátekinni þrískiptri stofu fyrir póst og síma Sambandsins og áminnstu herbergi Véladeildar, er öll 1. hæð ný- byggingarinnar leigð Olíufélaginu h.f. og Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi, 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.