Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 30
(Framhald). Fáeinir rosknir vinir og kunningjar fjölskyldunnar voru, auk barnanna, viðstaddir kirkjuathöfnina, og enn- fremur skipstjórasonurinn frá Vlieland. Þegar Garvloit leiddi sem svaramaður hina ungu brúði með myrturssveig- inn um ennið og hvíta brúðarblæju, er sveipað var um höf- uðið fagra, upp að altarinu, runnu fáein höfug saknaðar- tár niður kringluleita vanga unglingsins, þótt hann hark- aði annars karlmannlega af sér og léti ekki neitt á neinu bera. Elísabet bar við þetta tækifæri óvenjulega fallega skó með silfurspennum. Sölvi var bæði glaður og undrandi, þegar hann sá þá, því að hann þekkti þar aftur skóna, sem hann hafði sjálfur gefið henni fyrir mörgum árum. Sú ljúfa vissa, að þau væru nú knýtt hvort öðru órjúfandi böndum, fyllti þau bæði ósegjanlegri, liljóðlátri gleði. Elísabet hló hugur í brjósti, þegar Garvloit nelndi hana í fyrsta sinn „frú Kristjánsson“, og fyrst í stað fékk hún ávallt hjartslátt af einskærum fögnuði og saklausri eftir- væntingu, þegar hún heyrði þetta ávarp af vörum annarra. Engin háreysti var né sérlega glatt á hjalla undir borð- um, að hjónavígslunni lokinni, því að bæði var það, að Garvloits-fólkið hugsaði með kvíða og söknuði til kveðju- stundarinnar, þegar það yrði að sjá á bak ungu stúlkunni, sem það hafði tekið svo miklu ástfóstri við á liðnum árum, — og eins hitt, að brúðhjónin sjálf voru hljóðlát og orðfá í einlægri og sterkri gleði sinni. Tveim klukkustundum síðar voru þau komin á leið til Purmurende, og Garvloits-fólkinu fannst heimilið tómlegt og dapurlegt, þegar Elísabet var farin. Veður var kyrrt og fagurt um kvöldið, þegar dráttarbát- ur — er sjálfur var dreginn af hestum, sem röltu eftir skurð- bakkanum — þumlungaðist með „Appollo" í eftirdragi upp eftir skipaskurðinum mikla. Allt í einu tóku klukk- urnar í Alkmar að hringja — klukkuspilið gamla, fagra og fræga hringdi brúðhjónin ungu úr hlaði. Þögul stóðu þau hlið við hlið úti við borðstokkinn, með- an skipið bar þau áleiðis til nýrra heimkynna, nýrrar reynslu og óþekktrar tilveru. Klukknahljómurinn frá kirkjuturninum kliðaði við eyru þeirra með þungum gný, margbreytilegur og fagur, — og þeim fannst hann flytja sér lofsöng og brúðarljóð. XXII. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu ungu hjónin í Túnsbergi. Þetta var mesta gæfuskeiðið á ævi þeirra beggja. í lok árs- ins fæddist þeim sonum, sem þau nefndu Gjert. Elísabet var mikil húsmóðir, þrifin og reglusöm. Hún vildi, að íbúð þeirra hjóna væri vistleg og heimilisleg í hvívetna. Allt, sem þar var inni, ljómaði af hreinlæti og snyrtimennsku. Blóm voru í gluggum, og einhver sá bragur var á öllu heimilinu og klæðnaði fólksins, sem benti til þess, að húsmóðirin hefði verið langdvölum erlendis og þá fyrst og fremst í hinu tandurhreina Hollandi — sjálfu höfuðbóli þrifnaðarins og heimilisprýðinnar. Sölvi stundaði sjóinn af kappi og var því oft að heiman, en í fjarveru hans kynntist Elísabet ýmsum hinna beztu fjölskyldna í bænum, þótt naumast væri hægt að segja, að þau kynni væru sérlega náin. En öllu góðu fólki í bænum féll skipstjórafrúin unga sérlega vel í geð. Sölvi hafði ekkert á móti þessu, en þó fannst það á, þegar hann kom heim, að honum féll ekki sem bezt, að kona hans gerði þessi saklausu kynni sín að umræðuefni, og vissi hún ekki, hverju það sætti. Þetta var raunar eini skugginn, sem öðru hverju bar á sólbjarta hjúskaparsælu þeirra, en sá skuggi gleymdist heldur ekki ávallt jafnfljótt og Elísabet gerði sér vonir um. Sölvi fann að vísu glögglega sjálfur, að afbrýði hans gagnvart þessu „fína“ fólki var aðeins hlægilegur veikleiki í fari hans. En liann gat ekki upprætt með öllu úr eðli sínu jrennan veikleika: — Elísabet hafði einu siíini næstum því alveg verið komin inn í þennan vígða hring fyrirfólksins, en hann hafði hrifið hana þaðan aftur og sett hana í staðinn inn í sína eigin fátæklegu og þröngu stofu. Þessar hugsanir stríddu að vísu ekki svo mjög á hann, þegar liann var á landi, en þeim mun fastar þjörmuðu þær að honum, þegar hann skálmaði aleinn að kveldi dags fram og aftur um stjórnpallinn á skipi sínu. Þá fannst honum stundum næstum því óþolandi, að þessu framandi fólki gæfist daglega tækifæri til þess — og það á hans eigin heimili, en þó að honum sjálfum fjarverandi — að minna Elísabet á allt það, er hún hefði orðið að hafna vegna hans. Hins vegar kom kvikusárt stolt hans jafnan í veg fyrir það, að hann nokkru sinni léti orð falla í þessa átt við nokkurn mann, hvað þá heldur, að hann gerði minnstu tilraun til að koma í veg fyrir samneyti Elísabetar við þetta fólk. Þegar Gjert sonur þeirra fæddist, sendi fjölskylda Jurgensens stórkaupmanns fáeinar smágjafir heim til sængurkonunnar í vináttu- og samfagnaðarskyni. Sölvi hafði þá setið lengi í algleymis-fögnuði við rekkjustokk konu sinnar og ekki getað slitið sig burt frá henni og barninu í vöggunni. En þegar gjafirnar komu, brá skyndi- lega til annarrar áttar í skapi hans. Hann gekk þegjandi 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.