Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 19
Frá itarfsemi brezka heildsölusambandsins TÓBAKSVERKSMICJA C. W. S. framleið- ir vindlinga, vindla og reyktóbak. Sumt a£ reyktóbakinu er framleitt á sérstakan hátt, með það fyrir augum, að menn geti notað það á svipaðan hátt og við íslendingar þekkj- um „skro“. í námunum geta þeir ekki reykt, vegna sprengingarhættu, þeir verða því að tyggja tóbakið, ef þeir nota það á annað borð. Aður en framleiðslan hefst, er liráefnið flokkað og sumt a£ því notað til vindlinga- gerðar og annað í vindla og svo framvegis. Þess ber þö að geta, að engin ein tóbaksteg- und er notuð algerlega til að framleiða t. d. vindlinga. Allar tegundir af vindlingum eru úr blönduðu tóbaki. Verksmiðjustjórinn komst svo að orði, að ef tóbakið væri ekki blandað í vindlingunum, yrðu þeir eins leiði- gjarnir og t. d. saltlaus grautur. Bragðið yrði þá einhliða og þar af leiðandi leiðigjarnt. Þegar flokkunin hefur farið fram, hefst framleiðslan. Tóbakið fer í gegnum margar vélar, öll óhreinindi eru lireinsuð burt, og í það er bætt olíum og í sumt píputóbakið er jafnvel bætt víni, að vísu mjög litlu. Vínið gerir betri lykt, og er það eini tilgangur þess. Allt. tóbakið er gufuhitað, sumt mjög mikið cn annað minna. Um leið og það er gufuhitað, er það pressað saman, og er sumt af því í þungri pressu og gufuhita allt að því 12 klukkustundir í einu. Vindlingatóbak- ið er ekki pressað mikið, en gufuhitað, og áður en það er tilbúið til að fara í þá vél- ina, sem að lokum gerir tir því vindlingana, er það þurrkað hæfilega mikið. Til gamans er rétt að geta þess, að á hverri einustu mínútu framleiðir verksmiðjan 1000 til 1100 stk. vindlinga, en auk þess margar tegundir \'indla og reyktóbaks, eins og áður er sagt. í sambandi við verksmiðjuna starfar rann- sóknarstofa, sem einungis athugar, að allt sé í góðu ástandi og lögum og reglum sam- kvæmt, sem verksntiðjan framleiðir. Verksmiðjan er ákaflega lireinleg, og er lögð á það sérstök áherzla, að engin óhrein- indi geti borist í framleiðsluvörurnar. Sjö- hundruð manns vinna í verksmiðjunnni, mestmegnis stúlkur. Söluskrifstofur CWS. Skýringarmyndin er á vinnuaðferðum söluskrifstofu CWS (Gro- cery Saleroom) í mjög stórum dráttum. Mynd- in þarfnast skýringar, og fara þær hér á eftir. 1. Þessi deild er að sjálfsögðu undirgefin framkvæmdarstjórn CWS, eins og allar aðrar deildir þess. En framkvæmdastjórnin notar Jjessa deikl til að koma öllum þeim málum áfram, sem hana varða. Sala allra verksmiðja CWS er þáttur í starfsemi þessarar deildar. Söluskrifstofan skipuleggur liana og hefur samband við kaupfélögin um vantanir. 2. Eins og sagt er í lið eitt, fer sala verk- smiðjanna á framleiðsluvörum öll fram á vegum söluskrifstofunnar, sömuleiðis koma allar kvartanir til verksmiðjanna frá sölu- skrifstofunni, eins og vikið verður að í lið nr. 4. 3. Söluskrifstofurnar annast allt sölumanna- eftirlit og fylgjast með árangri hvers og eins þeirra, og því kaupfélagi, sem þeir heim- sækja, hvort þau auka eða minnka söluna á framleiðsluvörum CWS, eða hvort þessi sala dregst saman, og þá hvers vegna, of hörð samkeppni, lélegt „effektivitet", eða ef til vill að vörurnar reynast gallaðar. 4. Sölumennirnir koma saman í aðalstöðv- um sínum og skila skýrslum, oftast einu sinni í viku, og ræða þá um leið þau vanda- mál, sem þeir hafa rekizt á í vikunni, sem er að líða, sömuleiðis bera Jjeir fram allar kvartanir við viðkomandi verksmiðjustjóra, en Jjc-ir mæta venjulega á þessum fundum, einn fyrir hverja verksmiðju í hvert skipti. A þessum sameiginlegu fundum sölumann- anna eru einnig ræddar nýjungar, eins og til dæmis sjálfsafgreiðslusölubúðir og fleiri tæknilegar nýjungar, sem þeir frétta af úti í kaupfélögunum, hver segir frá því, sem fannst markverðast í kaupfélögunum, sem hann heimsótti. Síðan er unnið úr þessum upplýsingum, Jteim safnað saman og það markverðasta sent ýmsum þeim kaupfélög- um, sem búast má við að ekki sé hægt að heimsækja á næstunni. Ef um sérstaklega al- mennar upplýsingar er að ræða, eru þær stundum birtar í „Co-operative News“. 5. Það eru oft ýmsar vörur, sem CWS legg- ur sérstaka áherzlu á að koma á markað, þá cru sölumönnum sendar um það skriflegar tilkynningar (Bulletin). Á hverjum hálfum mánuði eru sölumönnunum einnig sendir verðlistar, og eru þeir þá um leið áminning fyrir sölumennina um það, hvað sé til af vörum. 6. Sumir sölumannanna hafa mörg kaup- félög á því svæði, sem þeim er falið að heim- sækja, en aðrir færri, allt eftir því, hve þétt- býl svæðin eru. Verksvið þeirra í þessum heimsóknum er fyrst og fremst að sjá um, að vörur CWS séu ekki látnar sitja á hak- anum hjá hinum ýmsu kaupfélögum. En þar að auki er sölumaðurinn að sjálfsögðu ör- uggur tengiliður milli aðalstöðvanna og kaupfélaganna í hinum ýmsu byggðum. 7. 8, 9, 10. í sjálfu sér er þetta einn og sami liðurinn allt saman og sá liðurinn, sem allir hinir hvíla á og eru háðir. Þegar hingið er komið sögunni sést, að jafnframt því sem CWS kemur hugmyndum sínum og vörum á framfæri með sölumönnunum, eins komast hugmyndir kaupfélagsins, meðlimanna, til þess. En einmitt þetta er brennipunktur þessa skipulags. B. Þ. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.