Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 11
„Hún liefur kveikt í.“ ,,Guð minn almáttugur." „Það er að brenna." Þau sáu bálið út um gluggann. Það var einhvers staðar niðri á enginu. „Hlaðan!“ hrópaði Karl Óskar. „Henni hefur slegið niður í hlöðuna." Þau stukku hálfklædd út og fylltu sína fötuna hvort af vatni úr brunninum. Síðan hröðuðu þau sér niður á engið. Vatnið gus- aðist úr fötunum, og þegar þau komu niður á engið, voru þær ekki orðnar nema hálfar. En slíkt skipti engu. Hlaðan var alelda, log- arnir léku hátt yfir fnjóskþurru spónþakinu. Ein eða tvær vatnsfötur höfðu þar lítið að segja. Það var fjörugur og gráðugur eldur, sem þarna hafði náð að sleikja um ljúffenga bráð, gamla og þurra heyhlöðu. Karl Óskar og Anna gengu svo nærri eldinum, sem þau þoldu hitans vegna. Þar staðnæmdust þau, með vatnsföturnar í höndunum, og horfðu á eldinn, skelfd og undrandi, líkt og tvö börn, sem heyra sagða hryllilega sögu, sem er þó ekki veruleiki, guði sé lof. Fólk kom hlaupandi frá nágrannabæjun- um. Það reyndi ekki að slökkva eldinn, enda var slíkt þýðingarlaust. Mennirnir dvöldu þarna bara og gættu þess, að eldurinn breiddist ekki út og kveikti í skóginum. í slíkum þurrki, sem nú var, gat enginn vitað, hve langt eldurinn kynni að breiðast út, ef hann slyppi laus. Rigningin var nú hætt. Þeir fáu dropar, sem dottið höfðu úr loft- inu, höfðu naumast vætt steinana á akrin- tim. Hlaðan brann til kaldra kola. Við það varð ekkert ráðið. Ungu hjónin gengu heim til sín, hægt og þunglamalega. Þau héldu á hálffullum vatnsfötunum í höndunum með sér heim. Heima gat vatnið komið að notum. Karl Óskar og Anna höfðu horft á, með- an hlaðan þeirra og heyið brann, án þess að skipta nokkrum orðum á meðan. En ef til vill höfðu þau bæði liugsað hið sama. A heimleiðinni rauf Anna þögnina. „Nú varð þér að vilja þínum, Karl Óskar. Guð tók heyið af okkur.“ „Já, svaraði Karl. „Hann tók það líka.“ „Það er refsing fyrir það, að þú smánaðir Guð,“ sagði konan. „Hann lætur ekki að sér hæða.“ Maðurinn laut höfð og þagði. Það var satt, sem kona hans sagði: í þetta skipti hafði Guð heyrt bæn hans. RUMUVEÐRUNUM fylgdi ekkert regn þetta sumar, engar steypiskúrir, sem vökvuðu gróðurinn og örvuðu vöxt hans. í stað rigningar fylgdu eldingar, sem brenndu og eyddu þeim gróðri, sem vaxið hafði á engjunum. Ofþurrkurinn hélzt, síðustu brunnarnir í sveitinni þornuðu. Vatnið handa búpeningn- um varð að flytja í síldartunnum úr lindum lengst inni í skógi. Steinar, sem ekkert mann- legt auga hafði litið, gægðust upp úr vatn- inu. Fjörgamlir afar og ömmur minntust þess ekki að hafa lifað slíkt þurrkasumur sem þetta. Lauf linditrjánna skorpnuðu og urðu gul- flekkótt. Bjarkirnar felldu laufið. Askurinn var eina tréð, sem bar grænt blaðskrúð. Gróður sumarsins hafði ekki fengið ráðrúm til þess að blómstra. Þurrkurinn kom að honum óvörum áður og merkti hann hrörn- un og dauða. Sumarið 1868 dó í æsku. Nú var kominn tími til þess að sá haust- rúgnum. Karl Óskar hafði búið akur sinn undir sáningu, en hann dró að sá, skimaði eftir skýjum á himninum og beið rigningar- innar. Hvaða gagn var að því að sá, ef aldrei kom rigning? Rúgakurinn lá þarna og beið, grár, steinharður og sprunginn. í slíkri mold gat ekkert gróið. Hann gat alveg eins sáð rúginum í öskuna í eldstónni. Auk þess fýsti hann ekki að drýgja það erfiði, sem veðrátt- an, er Hinn Almáttki stjórnaði, eyðilagði fyrir honum. Hann horfði yfir akurinn, tortrygginn og hugsandi. Það var líkast því, sem hann liti rannsóknaraugum á gamlan vin, sem hann væri byrjaður að tortryggja, vin, sem hann þyrði ekki að treysta lengur. Atti hann að trúa jörðinni fyrir rúginum sínum? Mundi hún skila honum útsæðinu aftur margföldu? Eða mundi hann kannske aldrei fá að sjá eitt korn af því aftur? Átti hann að eyða sáðkorni sínu á þann hátt, að varpa því nið- ur í þessa grjóthörðu moldarskorpu? Það er erfitt að yrkja jörðina fyrir þann mann, sem ekki ber trúnað til hennar leng- ur. Karl Óskar beið. Anna hvatti hann til að sá. Ef Guð ætlaðist til þess að mennirnir lifðu áfram á jörðinni, þá mundi rúgurinn spíra. Vildi hann aftur á móti uppræta menn- ina af jörðinni, mundi það verða, hvort sem hann sáði eða sáði ekki. Hann hlustaði og þagði. Aðvaranir henn- ar höfðu áður reynzt réttar. Honum hafði verið refsað fyrir að rísa gegn Guði þegar hann hirti heyið. Hugur hans fylltist fjand- skap gagnvart konunni, vegna þess að liún hafði rétt fyrir sér. Hann mælti þó engin óvingjarnleg orð við hana, en ekkert vin- gjarnlegt orð heldur. Hann sá glöggt í aug- um hennar og svip, að þögn hans og fálæti var henni kvöl. En hann herti huga sinn gagnvart henni. Hvers vegna stóð hún ekki með honum í þessum vandræðum? Hún gætti starfa sinna af alúð sem fyrr, því að hún var hraust og dugleg húsfreyja. En honum virtist hún hefði átt að styðja hann á annan hátt. Hún hefði átt að viðurkenna með honum, að Guð væri harður og órétt- látur, að senda þennan þurrk, sem eyðilagði uppskeruna í annað sinn fyrir þeim. Þannig hefði hún átt að standa með honum, í stað þess að kalla hann guðlastara. Það var að vísu rétt, að eldingunni laust niður úr himn- inum og kveikti í hlöðunni þeirra. Vissan um það vakti honum ótta. Hann var hrædd- ur, en hvorki bljúgur né auðmjúkur. Guð hafði kveikt í heyhlöðunni hans, hugsaði hann, þess vegna var Guð brennuvargur. Anna hélt því fram, að Guð væri mildur og réttvís. Þau ættu því að trúa á hann og treysta honum í öllu. En hvernig var hægt að gera slíkt eftir það, sem á undan var gengið? Þó fór Karl að ráðum húsfreyjunnar og sáði rúgnum. Hann gekk út á akurinn með þyngstu ex- ina sína og muldi hina grjóthörðu moldar- köggla með skallanum á henni. Það var lík- ast því að mylja grjót, og hann varð að leggja alla orku sína x verkið. Hann barði, sló og muldi skorpuna, sem hindra mundi rúginn til að spíra og vaxa. Hann gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að rúgur- inn mætti gróa. Síðar mundi koma f ljós, hvort Guð annaðist þann hlutann, sem hon- um bar að gera. Nú lá haustrúgurinn í moldinni, en það kom engin rigning. Þurrkurinn hélzt óbreyttur. Akrarnir litu út eins og þeir væru sviðnir af eldi, en visið grasið virtist rautt á litinn í sólskininu. Það var óþægilegt að ganga yfir engið og hag- ann og heyra sviðið grasið og visnað laufið skrjáfa undir fæti. Það var líkast því, sem dauðinn hvíslaði þar í hverju spori. Það varð ekki komist hjá því að skynja, hvernig jörðin þjáðist af þurrki og þorsta, og menn kveinkuðu sér við að auka þjáningar henn- ar með því að stíga á hana. Hvarvetna í nátt- úrunni leið lífið þjáningar, án þess að vera þess um komið að geta tjáð þjáningar sínar. Grasið skrælnaði og safaríkar rætur þorn- uðu, lífið dó af þorsta. Það var sólin, sem deyddi, geislar hennar stungu til bana eins og bitrir brandar. Þurr austanvindurinn blés stöðugt. Hinn mildi og raki vestanvindur kom aldrei. Mennirnir fengu hálsríg af því að horfa (Framhald á bls. 27.) 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.