Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 25
íiðrildi hlýddi kallinu. Þau settust á grein hárrar aspar. Við hlið þeirra skrjáfaði lauiið í tunglsljósinu, og útsýn gaf langt út í kyrr- láta, bjarta nóttina. Fiðrildið sat andspænis Maju í mánaskininu. Það lyfti vængjunum hægt og lét þá svo síga mjúklega niður, eins og það væri að veifa blævængjum til að svala einhverjum. Maja sá, að breiðar, fagurbláar rákir lágu þvert yfir vængina. Svart höfuðið var sem sveipað dökku flaueli, og andlit fiðrildisins með svörtum, leiftrandi augum líktist mest einkennilega dularfullri grímu. En hve dýr næturinnar voru furðuleg. Það setti dálítinn hroll að Maju. Henni fannst sig vera að dreyma undarlegasta draum lífs síns. „Þér eruð mjög fallegt fiðrildi," sagði hún við gestinn. „Sannarlega....“ Henni var mikið niðri fyrir. ;,Hver er í för með þér?“ spurði nætur- fiðrildið álfinn. „Það er býfluga," svaraði álfurinn. „Ég mætti henni, þegar ég yfirgaf blómbikar- inn.“ Fiðrildið virtist vita, hvað það þýddi, því að það leit á Maju með svolítilli öfund og kinkaði svo kolli til hennar alvarlega og hugsandi. „Þér eruð gæfukona," sagði það hljóðlega. „Liggur kannske eitthvað illa á yður?“ spurði Maja innilega. Fiðrildið liristi höfuðið. „Nei, ekki er það nú,“ sagði það vinalega og leit svo ástúðlega á Maju, að hún hefði gjarnan bundizt því vináttuböndum á stund- inni, ef það liefði ekki verið svona stórvaxið. Nú spurði blómálfurinn fiðrildið, hvort leðurblakan væri gengin til livílu. „Já, svaraði fiðrildið, „fyrir löngu. Þú spyrð líklega vegna förunauts þíns, er ekki svo?“ bætti það við. Álfurinn kinkaði kolli, og Maju langaði til að vita, hvað leðurblaka væri, en álfinum virtist liggja mikið á. í yndislegri óþreyju hristi hann gullna lokka frá enni. „Ein nótt er fljót að líða,“ sagði hann. „Svona, Maja, við verðum að flýta okkur.“ „Á ég að bera þig svolítinn spöl?“ spurði næturfiðrildið. Álfurinn afþakkaði. „Seinna," hrópaði hann. Það verður þá aldrei, hugsaði Maja litla, þegar þau flugu leiðar sinnar, því að í aftur- eldingunni á blómálfurinn að deyja. Næturfiðrildið sat kyrrt og liorfði á eftir þeim hjúunum. Hvít álfaklæðin sáust æ ógreinilegar og hurfu loks í blámóðu fjarsk- ans. Þá sneri fiðrildið sér hægt á blaði sínu, leit við og virti fyrir sér stóru, dökku væng- ina sína, með breiðu, bláu rákunum. Það tók að brjóta heilann. Ég hef svo oft heyrt, hugsaði það, að ég sé grátt og Ijótt og að klæði mín séu ekki sambærileg við skraut dagfiðrildanna. Litla býflugan hefur aðeins séð það, sem prýðir mig. Og svo fór það að velta fyrir sér, hvort það væri ekki ef til vill dapurt, Maja hafði spurt það að því. „Nei,“ sagði það loks, „ég er það ekki lengur, svo mikið er víst." MEÐAN þessu fór fram, flugu Maja og og blómálfurinn gegnum þéttan runna í garði nokkrum. Þar gat að líta slíka dýrð í mildu mánaljósinu, að dauðlegur munnur fær því ekki með orðum lýst. Yndislega heill- andi andblær af svalri dögg og blundandi blómum laust allt töfrasprota sínum. Hvar- vetna gat að líta ósýnileg undur náttúrunn- ar. Fjólubláar drúfur akasíunnar glitruðu, ferskar og safamiklar, og júnírósarunninn var sem fagur himinn, alsettur rauðum ljós- um. Bleikar og dapurlegar sindruðu livítar stjörnur jasmínrunnans, þær önduðu frá sér svo sterkum ilm, að það var líkast því, að þær vildu á þessari stundu gefa allt, sem þeirra var. Maja varð alveg ringluð og tók þéttar í hönd álfsins, og augu lians ljómuðu, björt og sæl. „Engum hefði getað dottið slíkt í hug," sagði Maja litla. „Nei, enginn hefði álitið þetta mögulegt." En þá sá hún nokkuð, sem gerði hana mjög hrygga. „Ó,“ kallaði liún, „sjáðu, þarna er hröpuð stjarna! Nú reikar hún um og finnur ekki aftur stað sinn á himninum." „Þetta er eldfluga," sagði blómálfurinn al- varlega. Nú skynjaði Maja í fyrsta sinn, þrátt fyrir undrun sína, hvers vegna henni fannst álfur- inn svona elskulegur. Hann hló aldrei að þekkingarskorti hennar, heldur kom henni td hjálpar, þegar fátæklegar hugsanir hennar voru að leiða hana út í ógöngur. „Það eru undarleg dýr,“ hélt blómálfur- inn áfram. „Þau bera sitt eigið ljós með sér gegnum hlýja nóttina. Þannig lýsa þau upp myrkur runnanna, jsar sem máninn nær ekki að skína, og þannig finna þau hvert annað auðveldlega. Seinna skalt þú fá að sjá eld- flugu, þegar við komum til mannanna." Maju langaði til að vita ástæðuna. „Brátt munt þú sjá sjálf," sagði blómálfur- inn. Nú voru þau komin að laufskála, sem var alþakinn jasmínblöðum. Þau settust á jörð- ina rétt við laufskálann, og út úr honum barst lágt livísl. Blómálfurinn veifaði í litla eldflugu. „Vertu svo góð,“ bað hann þá litlu, „að lýsa okkur svolítið. Við verðum að fara hér á milli þessara dimmu blaða til þess að kom- ast inn í jasmínlaufskálann." „Þitt skin er bjartara en mitt,“ sagði eld- flugan. „Það finnst mér líka,“ sagði Maja, eigin- lega eingöngu til að dylja geðshæringu sína. „Ég verð að vefja mig inn í blað,“ sagði álfurinn, „annars sjá mennirnir mig og mundu skeflast. Við álfarnir birtumst mönn- unum aðeins í draumum þeirra." „Nú, þvi er þannig varið," sagði eldflug- an. „Ég skal hjálpa þér af fremsta megni. Ætli þetta stóra dýr, sem þú hefur í fylgd með })ér, vinni mér ekkert tjón?“ Álfurinn hristi höfuðið, og eldflugan trúði honum strax. Nú tók blómálfurinn blað og vafði sig vandlega innan í það, svo að hvergi sást á livít klæði hans. Svo sleit hann upp litla bláklukku, sem hann fann í grasinu, og hvolfdi henni eins og hjálmi yfir gullna lokkana. Nú sást aðeins í bjart andlit hon- um, sem var svo lítið, að vissulega hefði eng- inn tekið eftir því. Hann bað eldfluguna að setjast á öxl sér og breiða vænginn fyrir ann- að hliðarljósið, svo að hann fengi ekki of- birtu í augun. Svo tók hann um hönd Maju og sagði: „Komdu nú. Það er bezt að klifra hér upp.“ Maja litla velti því fyrir sér, sem álfurinn hafði sagt rétt áðan, og spurði, er þau voru að klifra upp vafteinungana: „Dreymir mennina, þegar þeir sofa?“ „Ekki eingöngu í svefni, heldur dreymir þá líka stundum í vöku. Þá sitja þeir svolítið álútir, og augun mæna út í fjarskann, eins og þau ætluðu að reyna að horfa inn í him- ininn. Draumar þeirra eru alltaf fegurri en lífið, og þess vegna birtumst við í þeim.“ En nú lagði álfurinn lítinn fingur í skyndi á varir sér, sveigði til hliðar litla, blóm- skrýdda jasmíngrein og ýtti Maju örlítið fram. Á sá litla býflugan tvær manneskjur sitja á bekk í tunglsljósinu. Það voru piltur og stúlka. Hún hallaði höfðinu upp að öxl hans, og armur hans vafðist um hana, eins og hann vildi vernda hana. Þau sátu hljóð og horfðu stórum augum út í nóttina. Kyrrð- in var svo mikil, að það var Iíkast því, að bæði væu sofnuð. Aðeins í fjarska heyrðist engisprettutíst, og hægt, ofur hægt, þokað- ist tunglsljósið eftir blöðunum. Maja litla horfði altekin af hrifningu framan í stúlkuna. Þótt andlitið væri fölt og dapurlegt, bar það samt bjarma míkillar hamingju, sem lýsti eins og hulið ljós. Niður að augum hrundu gullnir lokkar eins og á álfinum, og á hárið sló birtu sumarnæturinn- ar. Frá rauðum vörum hennar, sem voru lítið eitt opnar, barst andblær angurblíðu og sælu, eins og hún vildi gefa allt, sem lnin ætti til að auka á hamingju mannsins, sem sat við hlið hennar. Og nú sneri hún sér að honum, dró höfuð hans til sín, og hvíslaði einhverju í eyra honum, sem seyddi fram svo yndislegt bros á andliti hans, að Maja hefði aldrei trúað, að dauðleg vera gæti brosað svo töfrandi. í augum manns- ins ljómaði slík hamingja og þróttur, að það var eins og allur heimurinn væri eign hans og öll þjáning í eitt skipti fyrir öll úr sögunni. Framhald d bls. 23. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.