Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 4
Forstjóri SÍS, Vilhjálmur Þór, á skrifstofu sitmi. ast við — segir sig sjálft. í herbergjum, sem eðlilegt var að í ynnu einn eða tveir, var jafnvel um tíma raðað 3—4, og háði þetta að sjálfsögðu vinnuaf- köstum tilfinnanlega. Nokkurt hús- næði var þó leigt af Grænmetisverzlun ríkisins, sem er hinum megin við göt- una, en það hrökk skammt til úrbóta. Með tilliti til þessarar lýsingar, sem engan veginn er of dökk, var því ekki að undra, þótt forráðamenn SÍS hefðu áhyggjur af húsnæðivandræðunum og hæfust lianda til heppilegrar úrlausnar miðað við kringumstæður. Strax á umræddu ári var rishæð Sambandshússins svift af og byggð í hennar stað fullkomin hæð. Hún er nýtízkuleg útlits, bæði hvað glugga o. fl. snertir, og breytti hún mjóg svip og yfirbragði hússins í heild. Þarna fékk nú Samvinnuskólinn nýtt og allgott húsnæði eftir fulls aldarfjórðungs að- setur á næstu hæð fyrir neðan, og í nánu sambýli við heimili skólastjórans, þar til 1941, að sérstök íbúð honum til handa var byggð úti í bæ. Um áramótin 1946—’47 var svo hafin mikil nýbygging á austurhluta lóðar- eignar SÍS, landi, er raunar ekki hafði staðið til að leyft yrði að byggja á, með tilliti til skipulagsuppdráttar borgar- innar. En hér — eins og stundum vill verða — sannaðist hið foinkveðna, að „nauðsyn brýtur lög“, ekki sízt, þegar nauðsyn löggjafans sjálfs, svo að segja, kemur til sögunnar. Það voru sem sé fleiri en SÍS í húsnæðishraki. Sjálft ríkið hafði orðið að gera stóra viðbótarbyggingu við Arnarhvál, m. a. álmu eina mikla í norður frá bygging- unni við Lindargötu. Bar austurhlið hennar við austurgafl Sambandshúss- ins. Þótti því bera vel í veiði fyrir SÍS að fara fram á það að mega byggja al- veg í skarðið milli nýbyggingar ríkis- ins og Sambandshússins, enda sú lóð líka á eignarmörkum bæði í suður og austur. Var þetta leyft af viðkomandi I) y gg i n gar y ti r v ö 1 d u m. Var nú ekki til setunnar boðið, held- ur byggingarframkvæmdir hafnar, svo sem fyrr segir. Hófst undirbúningur verksins haustið 1946, en því mátti teljast lokið í ágúst sl. Fyrstu innflytj- endur í húsið komu þó í marz f. á. — Þessi nýja bygging er stórhýsi mikið; grunnflöturinn 11,80x25,75 m. — fjórar hæðir auk kjallara, og er allt hið nýja húsrými nálega tvisvar sinnum stærra en gamla húsið, sem svo glæsi- legt Jiótti á sinni tíð. Oskar Sveinsson arkitekt á Teikni- stofu húsameistara ríkisins gerði teikn- ingu að nýbyggingunni, þar eð slík stofnun Sambandsins sjálfs var þá ekki tekin til starfa. Teiknistofa SÍS — en forstöðumaður hennar er Helgi Bergs verkfræðingur — annaðist hins vegar útreikning á burðarþoli, teiknaði hita- lögn og innréttingu að nokkru leyti, og hafði yfirumsjón með byggingunni. Yfirsmiður var Magnús Vigfússon húsasm íðameistar i. Þar sem margir þeir, er liafa komið í núverandi húsakynni SÍS — meira að segja margoft — vita hvergi nærri gjörla um húsaskipan og hvað fram fer í þjónustu samvinnusamtakanna á hverjum stað í Iiúsinu, hvað þá hinir / Sambatidshúsinu eru 80 innanhússimar. Dag- lega eru afgreidd hundruð simtala um shiptistöðina. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.