Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 7
IV. hœð: Við getum farið fljótt yfir sögu urn þessa hæð gamla hússins, þar sem áður hefur verið skýrt frá því, að Sam- vinnuskólinn hefur hana alveg til um- ráða. Húsnæðið, auk kennarastofu, er 3 samliggjandi kennslustofur, allstór- ar. Vegna rnjög liagkvæmra dragliurða, má í einu vetfangi breyta öllum stof- um í einn mikinn sal. Kemur það sér vel, þegar stærri samkomur eru haldnar, dansleikir o. s. frv. Lansfur o gangur er meðfram skólastofunum, og úti, mót norðri, stórar svalir. Geta nemendur og kennarar brugðið sér út þangað milli kennslustunda og teygað í sig næstum „fjallablæinn, frjálsan og hreinan“, því að Esjan er ekki svo Hins vegar við ganginn, í vesturhlið norðanverðri, eru skrifstofur Skipa- deildar SÍS, 2 að tölu. 1 suðurenda þessa stutta gangs er millihurð. Innan hennar er gríðarstór og bjartur salur, er nær alveg milli austur- og vesturglugga, sem liggja þétt, eins og á öllum hæðum nýbygg- ingarinnar. Inn af honum, í suður, er stór, ekltraust skjalageymsla fvrir miðju, en herbergi skrifstofustjóra í vestur og endurskoðanda í austur. Starfsfólk þessara herra vinnur svo fyr- ir framan, og er þetta nú vinnustaður fyrir réttan tug rnanna. í báðum hlutum Sambandshússins vinna nú um 110 manns — auk nem- enda og kennara Samvinnuskólans, þann hluta ársins, sem hann stendur yfir. ÞÁ HÖFUM við lokið þessari yfir- ferð okkar. Vænti eg, að þið hafið nokkuð af henni lært, enda þótt um leiðarvísir í venjulegri merkingu sé að sjálfsögðu ekki að ræða. Því má nú bæta við að lokum, að -stórar fata- geymslur og snyrtiherbergi eru á öll- um hæðum, og að gangar eru yfirleitt beinir og bjartir, hvort sem þeir liggja í austur og vestur eða norður og suður, en aðrar áttir fyrirfinnast ekki í gangastefnum Sambandshússins! (Framhald á bls. 26.) Hvort tveggja er, að söluskrijstoja búsáhalda og járnvörudeildar SÍS er i uppsiglingu og innflutn- ingstregðan setur svip sinn á sýnilagerinn. Hluti af bókhaldssal. vinnutrygginga. Annars eru „landa- mæri“ ekki glögg þarna, en ekki á eg von á því, að til styrjaldar dragi þess vegna, og mun hér ásannast hið forn- kveðna, að „þröngt mega sáttir sitja!“ Sérstök gjaldkerastúka SÍS er fyrir miðju „almennings" þessa. Og auk hluta Samvinnutrygginga af honum, hafa þær 2 stofur í vesturhlið. Starfs- fólk þeirra er nú unr ein tylít að tölu. Telur framkvæmdastjóri trygging- anna, Erlendur Einarsson, húsnæðið glæsilegt og og nægja a. m. k. í bili. Norður af stofum Samvinnutrygginga eru 2 samliggjandi herbergi. Þau eru vistarverur verkfræðings SÍS og teikni- stofu. Þar vinna 4 menn. langt undan í norð-austri, og í áttina til hennar, yfir eyjar og sund, er hin fegursta útsýn. Ef við staðnæmumst í stiganum, þeg- ar við höldum upp á efstu hæð nýja hússins, blasa dyr beint við. Þær eru að kaffistofu starfsmanna í húsinu. Norð- ur af henni er eldhús, og stola í suður, en ekki er vitað með vissu ennþá um framtíðarhlutverk hennar. Sem stend- ur vinnur þar nýbakaður, snjall liag- fræðingur, og iðkar þar sín vísinda- störf í þágu samvinnusamtakanna. — 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.