Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 13
inni í fyrirtækinu, sem framlag þeirra. Á sviði glóðlampaframleiðslunnar er hægt að koma á alþjóðlegu sam- starfi. Luma-verksmiðjurnar sænsku eru eign sænskra notenda. Brezku Luma-verksmiðjurnar eru sameign brezku, skozku og sænsku samvinnu- sambandanna. Norsku Luma-verk- smiðjurnar eru eign norska samvinnu- sambandsins. Þessar verksmiðjur ættu að vera eign allra samvinnusambanda heims. Sænska sambandið hefur, fyrir sitt leyti, lýst vilja sínum til þess að framkvæma slíka áætlun. Þau samvinnusambönd, sem nú eiga glóðlampaverksmiðjur, munu hafa áhuga fyrir því að slíkar verksmiðjur verði reistar í öðrum löndum. Fram- leiðsla hálfunnins varnings mundi aukast með þeim hætti og þar með opnast möguleikar til þess að þessi samvinnufyrirtæki yrðu til meiri hags- bóta fyrir notendurna. Te-verzlunin var að áliti Albin Jo- hansson vel fallin til skipulagningar alþj óðasamvinnunnar. Samvinnusam- bönd Breta og Skota reka í samein- ingu stærstu te-heildsölu veraldar og þau selja mörgum samvinnufyrirtækj- um í öðrum löndum, án þess þó að þessi erlendu fyrirtæki séu meðeigend- ur eða meðlimir í félagsskapnum. Núverandi eigendur þessarar te- heildsölu mundu, að áliti Johanssons, hagnast á því að hún yrði gerð að al- þjóðlegu samvinnufyrirtæki. Þá mundi London verða miðstöð te-sam- vinnuverzlunar heimsins. Hagnaðin- um af starfrækslunni yrði skipt milli landanna í samræmi við kaup þeirra. Með tímanum mundi þessi arður safn- ast fyrir í te-heildsölunni, því að nú- verandi eigendur mundu að sjálf- sögðu krefjast þess að fyrirtækið fengi fjármagn frá meðlimum sínum og við- skiptamönnum. Þetta samstarf mætti síðan færa út á svið te-ræktarinnar. Þegar samvinnu- menn ættu te-ekrurnar, gætu hvorki einstaklingar né ákveðnar þjóðir grætt á te-neytendunum. Mótsetningin í milli ræktunarmanna og kaupenda og seljenda og neytenda, mundi hverfa af sjálfu sér. FRA MTÍÐARSTA RF. Slík þróun mundi vissulega vera í þágu friðarins, og hún er ógerleg nema í gegnum skipulag samvinnunn- ar. Þegar af þessum ástæðum er rík nauðsyn að samvinnuskipulagið nái til æ fleiri sviða framleiðslunnar. Tak- ist ekki að koma einhverju alþjóðlegu samstarfi á, hlýtur að reka að því, að hvert samvinnusamband fari sínar götur og leggi þar með hindrun í veg raunhæfs, alþjóðlegs samstarfs. Sú regla, að alþjóðleg samvinnufyr- irtæki skuli eign neytendasamband- anna, útilokar alls ekki samstarf við framleiðendasamvinnuna. Slíkt sam- starf getur t. d. náð til vara, sem bæði sambönd framleiðenda og sambönd neytenda verzla með, t. d. landbúnað- arvélar. Jafnframt gæti framleiðslu- samvinnan að verulegu leyti ráðið yfir hrávörunni. Lfllargarn mætti t. d. framleið í félagsskap af ullarverk- smiðjum neytendasambanda og t. d. samvinnufélögum ullarframleiðenda. Fram að þessu hafa ríkin girt sig með háum tollamúrum og takmarkað útflutning og innflutning með alls kyns hindrunum. Einstök ríki hafa lit- ið á það sem sjálfsögð réttindi sín að leggja hömlur á alþjóðaverzlunina. Nú er unnið að því að ryðja þessum hindrunum úr vegi. Alþjóðaverzlun- arstofnun hefur verið stofnsettt á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur það verkefni að vinna, að stuðla að því að bæta lífsafkomumöguleika þjóðanna með frjálsari og óbundnari verzlun. 53 lönd — sem sín í milli ráða 90% af heimsverzluninni — hafa skráð sig til þátttöku í þessu starfi. Samvinnumenn heims taka þessari nýju stofnun með fögnuði. Takist henni að ná takmarki sínu, er þar með stuðlað að raunhæfu samstarfi sam- vinnumanna á alþjóðavettvangi. Þá opnast möguleikar til þess að stofna al- þjóðleg samvinnufyrirtæki, sem munu megna að bæta hag þjóðanna. í sambandi við erindi Albin Jo- hansson var lögð fram ályktun um þetta efni til samþykktar á alþjóða- þinginu og kom hún þar til umræðu. Flestir ræðumanna studdu mál Jo- hanssons, sumir þó með nokkrum at- hugasemdum. Samþykkti Albin Jo- hansson nokkrar breytingar á orðalagi ályktunarinnar. STUÐNINGUR VIÐ ALÞJÓÐA VERZL UNARSTOFN UNINA. En þótt mál hans fengi góðar undir- tektir fékk það þó ekki lof allra. Rúss- nesku fulltrúarnir gagnrýndu álykt- unina harðlega og mæltust til þess að Johansson breytti henni í samræmi við kenningar þær, sem þeir og fylgi- hnettir þeirra höfðu flutt þinginu. Þegar gengið var til atkvæða, voru 562 atkvæði með ályktuninni, en 428 á móti. í ályktuninni segir, að þingið mæli með því að kaupfélagasamböndin og önnur uppbyggingarsambönd komi á fót, eftir því sem unnt reynist, sam- eiginlegum alþjóðlegum fyrirtækjum innan þeirra verzlunar- og fram- leiðslufyrirtækja, sem samböndin eru þátttakendur í. Þingið mælir einnig með því, að neytenda- og framleiðendasambönd, einnig samvinnusambönd iðnaðar- manna, gerizt þátttakendur í hinni al- þjóðlega samvinnuverzlunarsambandi og í hinni alþjóðlegu olíusamvinnu- heildsölu. Þingið fagnar því að starf er hafið til þess að fækka hindrunum og takmörkunum í alþjóða verzluninni, og það lætur í ljósi fylgi sitt við al- þjóðleg vöruskipti, sem gerð eru með hag neytendanna fyrir augum. Sautjánda þing Alþjóðasambands samvinnumanna hvetur samvinnu- sambönd hinna einstöku landa ein- dregið til þess að vinna ósleitilega að því, að ríkisstjórnir og löggjafar í löndum þeirra, framkvæmi þau grundvallaratriði, sem fram eru tekin í sáttmála hinnar alþjóðlegu verzlun- arstofnunar, með það takmark fyrir augum, að samvinnuhreyfingin fái at- hafnafrelsi og olnbogarúm til þátt- töku í alþjóðlegum viðskiptasamning- um, sem nauðsynlegir eru til þess að koma á fót sameiginlegum fyrirtækj- um á sviði verzlunar og framleiðslu. Ljósmyndir i þessu hefti: Forsíðumynd og myndirnar af Sambandshúsinu í Reykjavík eru eftir Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndara, Reykjavík. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.