Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 23
Skip Sambandsins á Akureyri Um mánaöamótin febrúar—marz voru tvö skip Sambandsins á Akureyri aÖ losa vörur til Kaupfélags Eyfirðinga. Við pað tœkifœri tók Edvard Sigurgeirs- son Ijósmyndari pessa mynd fyrir Samvinnuna. ,,Hvassafell“ er við nyrðri Torfunefsbryggjuna (t. v. á myndinni). Flutti pað sement o. fl. frá Dan- mörku. Leiguskipið „Herma“ er við syðri Torfunefsbryggjuna (t. h.) að losa kol frá Póllandi. í forgrunninn eru: Verzlunarhiís KEA og Hótel KEA. s—. ■■■■ ~u SVIPIR SAMTÍÐARMANNA (Framhald af bls. 22.) SÍÐAN kommúnistum tókst að búa örugg- lega um sig í Yenan, hefur Chu Teh horfið í skuggann í vitund almennings. En sigrar kommúnistaherjanna að undanförnu minna á kenningar hans og sýna skipulags- snillina, sem að baki býr. Fyrir 20 árum sagði hann við hinar óæfðu sveitir sínar i Suður-Kína: „Teflið aldrei á tæpasta vaðið í orrustu. Sækið heldur að óvinunum eins og mýflugur, stingið þá, ærið og látið aldrei í friði. Lokið flutningaleiðum þeirra, eyði- leggið samgöngutækin, gerið þá þreytta og mædda. Þá fyrst, er þér eruð sannfærðir um yfirburði yðar, er kominn tími til þess að yfir ljúki." Stundar Chu Teh stríð af því að hann elskar styrjaldir? Mikið af sigrum kommún- ista hefur verið unnið með lævíslegu propa- ganda meðal liðsmanna stjórnarinnar. Þegar litið er yfir feril Chu Teh, virðist augljóst, að honurn falli ekki létt að slátra löndum sínum, jafnvel ekki þeim, sem berjast fyrir kínversku stjórnina. Það er ekki ósennilegt, að hann sé í hópi þeirra leiðtoga, sem gjarn- an vilja binda endir á borgarastyrjöldina með samningum. En eigi að síður er hann og verður kommúnisti. Hann mun aldrei gera neitt, sem hann telur óhagstætt þeim, sem hann hóf baráttu fyrir, er hann sneri baki við hóglífinu í Yunnan. FLOGIÐ TIL MANNHEIMA (Framhald af 'bls. 25.) Maju langaði ekkert til að vita, hverju hann svaraði stúlkunni. Hjarna hennar barð- ist, eins og hún ætti hlutdeild í þeirri gleði, sem stafaði frá manneskjunum. „Nú hef ég séð hið dýrðlegasta á jörð," hvíslaði hún skjálfandi röddu, „sem augu mín munu nokkru sinni líta. Ég veit nú, að manneskjurnar eru fegurstar, þegar þær unnast hugástum." Hún vissi ekki, live lengi hún hafði setið hljóð og niðursokkin í hugsun sína að baki blaðanna. Þegar hún leit við, var ljós eldflugunnar slokknað og álfurinn horfinn. Þá sá hún út um laufskáladyrnar mjóa, rauða ljósrák út við fjarlægan sjóndeildar- hringinn. í STUTTU MÁLI (Framhald af bls. 2.) fundi. Þannig er það ríkisvaldið, sem skipar meirihluta stjórnarmeðlimanna. Hið saina er upp á teningnum í svonefndu eftirlits- ráði sambandsins. Hins vegar eru það ekki þessar stjórnarnefndir, sem ráða málefnum sambandsins, heldur ráðuneyti það, sem fer með innanríkisverzlunina. Samvinnuhreyf- ingin i Tékkóslóvakíu er því ekki lengur frjáls eða lýtur stjórn kaupfélagsmanna. í reyndinni er hún orðin ríkisfyrirtæk'i. Þar með er fengin enn ein sönnun fyrir þvi, að aðeins í lýðræðisþjóðfélagi geta frjáls sam- vinnusamtök dafnað. Samvinumerki. Brezku samvinnufélögin hafa tekið upp eitt allsherjar samvinnu- merki, sem jafnan á að prýða alla samvinnu- framleiðslu, samvinnubúðir, sendiferðabií- reiðar kaupfélaganna og yfirleitt að sjást hvarvetna þar, sem samvinnumenn hafa ein- hverja starfsemi. Merkið er eins fyrir alla. Það eru stafirnir CO-OP, haglega settir í svartan grunn. Forseti ICA. Hinn nýi forseti Alþjóðasam- bands samvinnumanna (ICA), Mr. T. H. Gill, er fæddur í Yorkshire á Bretlandi árið 1885. Hann er af fátæku bergi brotinn, varð að hætta skólanámi 15 ára gamall og hefja daglaunavinnu. Hann starfaði lengi á brezk- um járnbrautum og varð síðan starfsmaður Sambands járnbrautarverkamanna. Árið 1919 varð hann forseti þess sambands. Hann tók snemma þátt í kaupfélagsmálum héraðs síns og varð fulltrúi á brezka samvinnuþinginu. Árið 1932 var hann kjörinn í stjórn brezka heildsölusambandsins (C. W. S.). Árin 1929— 1931 sat hann á þingi sem fulltrúi Verka- mannaflokksins. í marz 1948 varð hann for- seti stjórnar C. W. S. og í september saina ár var hann kjörinn forseti Alþjóðasambands samvinnumanna á þinginu í Prag, í stað Rusholme lávarðar. Nú nýlega var hann kjörinn til þess að vera forseti næsta þings brezka samvinnusambandsins, en það þykir ein hin mesta virðingarstaða innan sam- vinnuhreyfingarinnar þar í landi. Síðan 1945 liefur hann og gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir ríkisstjórnina, bæði heima og cr- lendis. Samvinna var fyrir nokkru tekin upp milli samvinnumanna í Illinois-fylki í Bandaríkj- unum og verklýðshreyfingarinnar, um að vinna að aukinni þátttöku almennings í sam- vinnustarfinu. Sett var á stofn sérstök sam- vinnunefnd til þess að vinna að þessu máli. Samkvæmt frásögn fréttablaðs Alþjóðasam- bands samvinnumanna, hefur þegar orðið mikill árangur af þessu samstarfi. Bakur. í nýlegu fréttablaði ICA er getið um nokkrar merkar bækur um samvinnumál, sem út eru komnar nú nýlega. Má þar nefna þessar: „The Cooperative Way to Peace and Social Justice", eftir A. Bonner, kennara við brezka samvinnuskólann — Saga danska Sambandsins, gefin út af FDB í Khöfn, textinn á ensku, frönsku, þýzku og dönsku — Saga ungliðahreyfingar brezku sam- vinnuhreyfingarinnar (B. F. Y. C.J, og 1948 Blue Book, árleg greinargerð um framleið- endasamtök samvinnubænda í Bandarikiun- um. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.