Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 20
með Guðmundi og félaga hans. Einu sinni þegar við lágum i Kaupmannahöfn svarf til stáls milli Sigga Tömmer og kyndara frammi í lúkarsgangi. Þaðan bárust eitt kvöldið óg- urleg hljóð, brak og brestir. Eins og títt er um menn sem ekki vita afl sitt skirrast þeir við að slá til manna, það kynni að verða banahögg — og þvi vilja átök þeirra taka á sig kynduga mynd. Átökin voru út af kvenmanni. Siggi Tömmer naut þvilikrar kvenhylli að með ólikindum var, kvenfólk elti hann á röndum hvar sem hann fór. Hann var friðsemd- armaður, en lét ekki hlut sinn fyrir neinum og það heyrði til algerra undantekninga að hann þyrfti að beita handafli rétti sínum til áréttingar. Nán- ari tildrög átakanna i lúkars- ganginu skýrðust aldrei — nema út af kvenmanni voru þau. Kyndari hafði gerst fjöl- þreifinn við kvenmann sem Siggi átti i hvert bein. Og þeg- ar menn dreif fram í lúkars- ganginn var Siggi Tömmer að tyggja eyrnasnepilinn á kynd- aranum. Hann stóð bara þarna með manninn i járngreipum sínum — og var byrjaður að éta hann, og kyndarinn kunni þessu afar illa svo ekki sé meira sagt. Faðir þinn — eða Jón Matthíasson, alltaf kallaður Jón Matt, svo ég nafngreini hann vegna lesandans — sagði mér þessa sögu eins og raunar fleiri sem hér verða látnar flakka, og aðrir i flotanum gerðu hvorki að matreiða þær betur né segja, þannig að þær fengju vængi. Jón var svo glöggur á það sérstæða í fari manna, að þegar hann hafði kynnst þeim hafði hann þá einhvern veginn í pússi sínu uppfrá því og gat brugðið þeim upp alveg ljóslifandi þegar honum sýndist — og sumir voru ekki öfundsverðir af slík- um sýningum, ekki þeir sem farið höfðu að ráði í taugarnar á Jóni. Enn er ónefnt eitt ofurmenn- ið íslenskt sem aldrei líður mér úr minni, það er Pétur Hoff- mann, Selsvararkappinn sem siðar varðist hálfri herdeild í Selsvörinni með exi eina að vopni, kappátið sem hann háði um borð í Gullfossi og eins dagurinn þegar hann hlóð „tuttugu og átta“ dönum í stóra slagnum í Nýhöfninni — eða þegar hann fór í kvik- myndahúsið í Leith. En Pétur kemur ekki við sögu fyrr en ég var á Gullfossi í siðara sinnið, þá orðinn stýrimaður. ♦ Andíit á aóalfundí Árlega safnast saman rúmlega hundrað fu^ trúar kaupfélaganna hvaðanæva af landi11 á aðalfund Sambandsins til að ræða xnálef1 samvinnuhreyfingarinnar og stöðu hen113' í þjóðfélaginu hverju sinni. Fundurinn í8 hófst að venju á ítarlegu yfirlitserindi lendar Einarssonar forstjóra um starfse1^ Sambandsins, en aðalefni fundarins var vinnulýðræði. Svipmyndirnar á þessari sí^ tók Kristján Pétur Guðnason. Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsambands bænda, og Daníel Kristjánsson, Hreðavatni. Þrír fulltrúar starfsmanna: Reynir Ingibjarts son, framkvæmdastjóri LÍS, Jóhann Sigurðsson, formaður Starfsmannafélags verksmiðjanna á Akureyri og Sigurður Þórhailsson, formaður LÍS. ao

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.