Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Page 37

Samvinnan - 01.07.1976, Page 37
ryrstu reglurnar Framh. af bls. 19. i heild, en umbótamenn um miðja síðustu öld virðast hafa gert sér litlar vonir um svo öra þróun lýðræðisins, að hægt væri að treysta lausn vandamála hins vinnandi fóiks á þeim vettvangi. Höfðu þeir hvað eftir annað orðið fyrir miklum vonbrigðum af enska þinginu, eins og það var þá skipað. Nú telja flestir, að atvinnuleysi og allt það böl, sem þvi fylgir, sé vanda- mál, sem rikisvaldið verður að leysa. Samvinnumenn hafa einnig horfið frá hug- rnyndum um sérstakar sam- vinnubyggðir (nema i ísrael) og telja að baráttu fyrir ýms- um málum, sem frumherjar hreyfingarinnar tóku sér fyr- ir hendur, verði nú að heyja á vettvangi stjórnmála og með samningum milli vinnu- kaupenda og vinnuseljenda. Stefnuskrá þeirra, sem þeg- ar hefur verið lýst, gaf til kynna vonir þeirra um fram- tíð samtakanna. En þeir settu sér einnig starfsreglur, og eru þær merkasti arfur þessa fé- lags til samvinnuhreyfingar- innar i heild. Þeir völdu nokkur meginatriði, sem höfðu verið reynd eitt og eitt með misjöfnum árangri, gerðu úr þeim heilsteyptan grundvöll, sem reynzt hefur svo traustur, að hann má enn i dag kalla kjarna samvinnu- hugsjónarinnar um heim all- an. Höfuðreglur Rochdale fé- lagsins voru þessar: 1) Lýðræðisleg stjórn. Hver félagsmaður skyldi hafa eitt atkvæði án tillits til viðskipta. 2) Félagið sé opið öllum. 3) Fastir, lágir vextir af fjár- framlögum til félagsins. 4) Ágóði skiptist í árslok milli félagsmanna i hlut- falli við viðskipti þeirra. 5) Staðgreiðsla. 6) Góðar, ósviknar vörur, rétt mál og vog. 7) Fræðslustarf. 8) Fullkomið hlutleysi um stjórnmál og trúmál. Samvinnumenn hafa mikið rætt og ritað um þessar regl- ur, og vilja sumir bæta við Þær, en aðrir fella nokkrar þeirra niður. Þó eru allir sammála um fjórar fyrstu reglurnar, enda eru þær höf- uðeinkenni allra samvinnu- íélaga og ekki hæ'jt að kalla hað samvinnufélag, er ekki fylgir þeim öllum. Þessi fjög- ur einkenni skapa reginmun á samvinnufélögum og öðrum ramtökum í efnahagslífi. ___ Ný þjónustumiðstöð KASK SKAFTAFELLI { versluninni: Allar nauösynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaóarvara miöuö vió þarfir feróamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opiö frá kl. 9 til 23 alla daga. Þjónustumiöstöö. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI (Kaflar úr „íslenzkt sam- vinnustarf“ eftir Benedikt Gröndal)

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.