Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Qupperneq 40

Samvinnan - 01.07.1976, Qupperneq 40
SU MAR- LEYFI KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI AÐALSKRIFSTOFA: HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI (96)21400 (SAMBAND VIÐ ALLAR DEILDIR) Sumarleyfi eru hverjum manni nauðsynleg tilbreyting frá önn og áhyggjum. Það er því mikilvægt, að þau verði fólki til sem mestrar ánægju og hressingar. Landið okkar býr yfir endurnýjandi krafti á víðáttum tiginna öræfa og í fögr- um, blómlegum byggðum. Fá héruð eru veðursælli en Eyjafjörður. Frjósöm mold hans stendur undir blómlegum búskap og góðum efna- hag. Reisuleg bændabýli vekja ferðamanninum nýja trú á glæsta framtíð íslands. Akureyri er hin sjálfkjörna bækistöð gesta héraðsins, og hefur upp á flest það að bjóða, sem hugurinn girnist. Kjósið þér útilíf eru tjaldstæðin tilbúin. Sundlaug, íþrótta- svæði og gönguleiðir til allra átta, hvort sem er með sjó fram eða til fjalla. Söfnin í bænum bjóða gestinum margs konar fróðleik og nána snertingu við fortíðina, t. d. Minja- safnið og hús skáldanna Daviðs, Matthíasar og Nonna. Þeir, sem hneigjast að verklegum framkvæmdum, geta hér kynnzt nútíma iðnaði hjá verksmiðjum samvinnuhreyf- ingarinnar, en hún á hér öruggt vígi. Kaupfélag Eyfirðinga býður upp á alhliða þjónustu. Það er því ekki nauðsynlegt að iþyngja sér með of miklum farangri í sumarleyfisferð til Akureyrar. Hinar ýmsu við- skiptadeildir KEA sjá yður jöfnum höndum fyrir öllu, sem viðkemur ferðalögum, hvort sem um er að ræða útivist og tjaldbúðalíf, eða húsnæði og fæði í bænum. í öllum bæjarhverfum finnið þér kjörbúðir vorar, sem fúslega aðstoða yður við val lystugra og nærandi matvæla í nest- ið. Og mörgum þykir handhægt og gott að fá sér heitan mat á Matstofu KEA og nýlagaðan kaffisopa. Þeir, sem hærri kröfur gera, kjósa að búa á Hótel KEA og neyta þar veizlumatar að eigin vali. Kaupfélag Eyfirðinga óskar yður góðs og endurnærandi sumarleyfis og vill með þjónustu sinni stuðla að því, að svo megi verða.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.