Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 13

Samvinnan - 01.12.1975, Side 13
Atlas. Skeggjaður þræll. Risinn vaknar. Klement páfi, sem nú réði Páfagarði, réðst á Flórenz. í raunum sínum kallaði borg listanna á frægasta son sinn og mánuðum saman stritaði Mic- helangelo við að byggja víg- girðingar og setja niður fall- byssur. En úr blóðsúthellingum og stöðugum ótta þessara tima reis þó frægasta listaverk Mic- helangelos: Medici-grafhvelf- ingarnar. Til að heimsækja það er gengið gegnum kapellu á- fasta San Lorenzo-kirkjunni í Flórenz, og inn í herbergi, sem Michelangelo teiknaði. Þar kyrrist ólgan i blóðinu og spenntar taugar finna þar hvíld. Á veggnum móti inn- ganginum eru grafhvelfingarn- ar tvær, önnur fyrir Lorenzo de Medici, en hin fyrir bróður hans Giuloano. Klæddur létt- um herklæðum með hönd á sverði, sem liggur yfir hnén, starir Giuliano ungi á árin, sem hann fékk ekki að njóta. Almenningur kallar þessa mynd „Lífskraftinn", en mynd- ina á móti „Lífsspekina". Þar er Lorenzo í þungum þönkum. Hjálmurinn varpar skugga á augu, er horfa einmana og fjarsýn á veginn, sem liggur til dauðans. En nú kom að því, að enn annar páfi — Michelangelo sá fjölda þeirra ríkja og hverfa — fengi hinum aldraða lista- manni enn eitt nýtt verkefni. Það átti eftir að skreyta vegg Sistinsku kapellunnar, bak við altarið. Á nýjan leik tók mynd- höggvarinn að mála og i sjö ár samfleytt vann hann að „Dómsdeginum", þvi augna- bliki, þegar englar guðs þeyta lúðrana og tilkynna dóminn. Þá skila grafirnar hinum dauðu og konungar standa naktir eins og þrælar þeirra fyrir framan Dómarann; þá skal vekja hina réttlátu og þeim dæmdu varpað í eilífan kvalaeld vítis. • BJÓ EINS OG ÖREIGI — EN ÁTTI FALINN FJÁRSJÓÐ Michelangelo var nú gamall orðinn og þreyttur eftir mörg unnin stórvirki. Stutta stund naut hann sannrar vináttu göfugrar aðalskonu, Vittoriu Colonna og henni framar öllum öðrum afhjúpaði hann alla leyndardóma dulrænna en há- leitra hugsana sinna. Þegar hún féll frá, lifði hann eins og einsetumaður í Róm. Hann bjó eins og öreigi, þótt i raun og veru hefði hann bræður sína á framfæri og ætti fjársjóð í reiðufé falinn i vinnustofunni. Með leynd gaf hann fé fátæk- um stúlkum, heiðvirðum, svo að þær mættu hljóta góða eig- inmenn. Á áttræðisaldri sneri Michel- angelo sér að nýju viðfangs- efni: byggingalistinni. Hann var enn byrjandi í þeirri grein, er hann var kvaddur til að full- gera Péturskirkj una, sem var þaklaus, 50 árum eftir að horn- steinninn hafði verið lagður. Margir byggingameistarar höfðu þegar unnið við kirkju- smíðina, en þeir áttu aðeins eitt sameiginlegt: stærð, þvi þrátt fyrir allt átti Péturskirkj- an að verða stærsta guðshús í heimi. Þetta verk stóð svo lengi, að Michelangelo gat í tómstund- um sínum séð um byggingu fjölda annarra bygginga í Rómaborg. Kirkjur, hallir, brýr og söfn gáfu borginni eilífu nýjan svip. Still hans er eins og stórfenglegur lofsöngur, þar sem tónsúlurnar hafa breytzt í stein. Sumum áætlunum Michel- angelos viðvikjandi Péturs- kirkjunni var aldrei komið í framkvæmd, en hin mikla, tvö- falda þakhvelfing er verk hans og eins og hún kórónar guðs- húsið, kórónaði hún lífsstarf hans. Verkfræðingar höfðu lýst því yfir, að þetta væri vonlaust verk, en hægt og seint reis röð yfir röð, steinbólan mikla hækkaði. Jafnvægi hennar var óviðjafnanlegt og það var eins og hún hlægi að þyngdarlög- málinu, er hún nálgaðist miðju. Að lokum var það kapphlaup við dauðann. „Ég er svo gam- all,“ sagði Michelangelo, „að dauðinn togar í kápulaf mitt.“ En áður en hann dó, 89 ára gamall, sá Michelangelo Buon- aroti verki sínu — stærstu og fallegustu lofthvelfingu heims — að fullu lokið. Uppljómuð, fyllt bergmáli organleiks og kórsöngs, geymir hún, ef nokk- uð er þess megnugt, síðasta boðskap risavaxinnar sálar hans. □ 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.