Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 16

Samvinnan - 01.12.1975, Side 16
hans festist í barnslega huga minn eins og ímynd allra mannlegra dyggða. Jeg leit upp til hans með barnsins hreinu lotningu. Það var „barnein- stinktet“ sem sagði mjer að þar byggi fögur sál. Einusinni úti á hlaði á Stórutjörnum kvaddi hann mig og sagði um leið og hann lagði specíu í lófan á mjer: „Níels minn! Það var ekki af þvi jeg ekki vildi verða við beiðni pabba þíns að jeg ekki tók þig til mín; en það var vegna kringumstæðna minna.“ Og jeg vissi það vel, að hann vantaði ekki viljann til þess að hjálpa mjer til þess náms, er mjer hafði leikið svo heitur hugur á. Nokkru seinna fylgdi jeg honum út að Sigríð- arstöðum. Var það skömmu áð- ur en hann dó.4) Minntist jeg á við hann, að við ætluðum til Ameríku. Hann ljet þá í ljósi von sína og ósk, að mjer auðn- aðist að verða aðnjótandi þeirrar mentunar þar, sem kringumstæðurnar bönnuðu mjer á íslandi. Það var í sein- asta sinni, sem jeg sá hann. Jeg hef opt óskað þess að ís- land ætti marga aðra eins presta og marga aðra eins menn. í Ameríku komst jeg á lat- ínuskóla Norðmanna. Fjekk jeg þar fría kenzlu, frítt húsnæði og fæði. Eingöngu vegna þess var mjer það mögulegt. Á sumrum í sumarleifunum vann jeg hjá bændum við hveitiupp- skeru og heyslátt til þess að geta keypt mjer bækur og fatn- að. Var það þúnkt eptir 10 mánaða innisetu við lestur að fara útí erfiðustu vinnu hjá bændunum heitasta tima árs. En jeg hlaut. Var jeg þó ekki maður til þess. Sra Páll heit- inn hjálpaði mjer meir en hann gat. Foreldrum mínum var það ekki hægt, því að skuld mikil hvíldi á þeim og okkur systkinunum fyrir talsverðan hluta af fargjaldinu. Er jeg ekki laus við að vera þjáður af taugaveiklun, sem orsakast hefur einkanlega af meltingartregðu (Kardialgi). Hefur hún ónáðað mig þessi seinustu árin og er, býst jeg við, afleiðing af of mikilli áreynzlu og innisetum. Fór jeg hingað meðfram til þess að vita hvert ekki loptið hjer gæti styrkt mig. Er því ætlun min og okkar fjelaga að skreppa upp til íslands að vori, ef við komumst að því með ljettu móti. Því ekki veitir okkur af að vera sparsamir. Er jeg viss um, að sú ferð yrði mjer að góðu bæði í heilbrigðislegu til- liti og eins lærði jeg að kynn- ast löndum mínum heima og ástandi þeirra. í málinu veitti mjer ekki af að styrkjast held- ur, eins og þjer munið geta nærri. Þekkið þjer eingan, sem fer hjeðan að vori í Mai eða þar um bil, er þjer gætuð „an- befalað" okkur? Við fundum Sven Foyn,r') þvi við frjettum að hann væri í hvalveiðum við ísl. En þegar til hans kom, sagðist hann vera hættur við ísl., því þið, þingmenn, hefðuð rekið sig burt. Var það honum ljótur skaði, því hann var bú- inn að kosta til þess mörgum þúsundum að búa um sig á ísl. Það er spursmál, finnst mjer, hvert ekki landið tapar miklu líka við að missa annan eins dugnaðar mann, er hefði getað kent löndum að vinna með ákefð og skerpu, er þeir eptir minni reynzlu þurfa „höjlig- en“. Þess utan hefðu peningar komið inní landið. Og jeg er viss um að Foyn hefði flítt fyrir því, að málþráðasamgöngur”) hefðu komist á milli ísl. og út- landa. Ástæður þær, sem þing- ið hafi lagt fram fyrir friðun- inni, reyndi hann að sýna að væru byggðar á skammsýni. Hvernin honum tókst það get jeg ekkert umsagt, því hinni hlið málsins var jeg alveg ó- kunnur; þess utan er jeg ó- kunnur reynzlu annara í því efni. Væri gaman að heyra eitt- hvað frá yður, sem eruð svo gagnkunnugur, þessu viðvíkj- andi. Þau seinustu tvö árin, sem jeg var í Ameríku, vann jeg að ýmsu í þeim tilgangi að geta haldið áfram námi mínu. Tók jeg þar land, og er það ið helzta, sem jeg get byggt á, ef jeg fæ selt það. En er þó óvíst hvernin það fer. Kemur in fyrirhugaða járnbraut í gegnum nýlenduna, sem hefur verið útmæld, get jeg orðið efnaður á einum degi, þvi land mitt lægi þá nálægt henni og ef til vill nálægt stöðvum. En þar þetta er svo óvíst, er ekki vert að hafa of sangvínskar vonir. Bræður mínir allir eru nýir bændur, og er örðugt fyrir þá i fyrstu, meðan þeir eru að koma sjer fyrir. Vjelakaup og alls konar búnaðar áhöld gjöra fyrstu árin útdráttarsöm fyrir þann sem er að byrja. Þjer spyrjið mig, hvert pabbi hafi verið hættur við að huxa til ísl. ferðar, og tel jeg það sjálfsagt. Ekkert heyrði jeg hann minnast á það. Peningar þeir, er þjer send- uð Haraldi bróðir mínum og sem áttu að ganga til Magnús- ar frá Hringsdal7) og Halldórs nokkurs Halldórssonar,8) voru komnir til skila og afhentir eig- endunum. 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.