Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 17
Sigurður Normann, er þjer
minnist á, er hjer í bænum og
er verzlunarmaður. Biður hann
kærlega að heilsa yður og bíður
yður velkominn til sín, ef þjer
vilduð heimsækja okkur landa
yðar hjer. Væri það okkur mik-
il ánægja. íslands myndir þær
eptir B. Gröndal0) með hept-
um, er þjer höfðuð fengið hon-
um til sölu, gat hann ekki selt.
Hann fór með þær og bauð
þeim, er liklegastir voru til þess
að kaupa þær, en flestir þóttust
ekki skilja þær. Höfðu þær
komið of seint; þvi að mesta
„begejstringen" var þá þegar
um garð gengin. Magnús Ei-
riksson var hjer nokkru seinna,
og bað hann hann að veita
þeim móttöku, en þá var ekki
pláss fyrir þær í koffortum
hans. Fór Sigurður svo með
þær til Kammermeyers, stærsta
bóksala hjer í bænum, og bað
hann að selja þær. Tók hann
við þeim og auglýsti þær strax
i hinni næstu vikulegu skýrslu
yfir það, er hann hafði til sölu.
Hvert hann hefur selt nokkuð
af þeim, fær Sigurður að vita
við Nýárs „opgjöret“. Segist
Sigurður hafa skrifað yður og
spurt, hvert ætti að auglýsa
þær, en ekkert svar fengið. Vill
hann að þjer ráðstafið þeim á
einhvern hátt
Vitið þjer hvar Jón Ásgeirs-
son er, sonur Ásgeirs gamla á
Þingeyrum10) og hvernig hon-
um líður? Væri Sigurði kært,
ef þjer gætuð upplýst hann um
það, þvi Jón þessi skuldar hon-
um nokkur hundruð krónur.
Hvað mikið er inntökugjaldið
í bókmentafjelagið eða árstil-
lagið og hvaða bækur hafa
komið út i ár? Hvað kostar
Jónas Hallgrímsson og er hann
fáanlegur í Höfn? Þjer verðið
að fyrirgefa mjer þessar spurn-
ingar og að jeg skrifa yður
eins og við værum gamalkunn-
ugir.
Jeg óska yður til lukku og
íslandi með tengdason yðar
Hannes Hafstein.11) Það er
gleðilegt að sjá hvað í honum
býr og vonandi að það verði
ættjörðinni til frama. Hann
þekki jeg ekkert nje anda
stefnu hans að jeg get gjört
mjer nokkra verulega meiningu
þar um. Þau fáu kvæði eptir
hann, sem jeg hef sjeð, bera
vott um mikla krapta. Og það
er hírgandi og lyptandi að sjá
þá ólmast í þessu sterka ólg-
andi æskufjöri, þegar því fylgir
vonarstyrkleiki, „trú á ið góða“
og alvara. Það er heldur ekki
nein ástæða, að minnsta kosti
fyrir mig, að álíta andhita
Hannesar annað en alvöru og
að hann hafi fundið verulega
til þess sannleika, að „átumein
er andans leti“, er hann sjálfur
segir; jafnvel þó jeg viti að
andhiti okkar unglinganna sje
opt ekki nema augnabliks
hrifning, er bráðum kólnar og
missir alla alvöru. Mjer liggur
við að segja, að þetta sje sár-
grætilega eðlilegt; því það þarf
sterkan vilja, sterka von og
sterka sannfæringu til þess að
geta staðist þær inar mörgu
„skuffelser“, er kæfa margan
neista, áður en hann nær fullu
lífs fjöri. Jeg vil óska þess, að
Hannes eigi hugrekki og þrek
Skarphjeðins, sem er sá af
fornhetjunum, er hann virðist
að hafa fundið „gjenklang“
hjá — og fjör Math. Jochums-
sonar og hans „trú á það góða“
— en ekki síst trúar alvöru og
trúar andhita Hallgríms Pjet-
urssonar. Hann gæti þá lypt ís-
landi upp úr doðanum á jafn-
stigi — relativt talað — við
aðrar þjóðir. Jeg hef þá von að
ísl. fæðist maður, er setjast
megi jafnhliða „dýrðlingum"
annara þjóða. Að tengdasonur
yðar Hannes Hafstein sje sá,
segir sig sjálft að jeg viti ekki
um; enda myndi eðlilegast að
taka það fyrir smjaður, ef jeg
færi að láta þess háttar í ljós
við yður.
Jeg tel sjálfsagt, að þjer sje-
uð orðinn leiður á rausinu úr
mjer og verðið þvi fegnir að jeg
hætti. Jeg bið yður að fyrir-
gefa tímatöfina og þakka yður
fyrir þolinmæðina með óskum
beztu á nýja árinu.
Yðar einlægur
NSThorlaksson.
Fr. Bergmann biður að heilsa
yður.“
Nú segir ekki meira af þeim
félögum, Steingrimi og Friðrik
Bergmann í Kristjaníu, eða
Tryggva kaupstjóra og alþing-
ismanni í Kaupmannahöfn, frá
áramótum og til vors 1884. En
þá hefur Tryggvi að vanda
haldið til íslands. Nú var ekki
þingsumar, og hefur hann því
farið rakleitt til verzlunarstaða
Gránufélags, Oddeyrar, Siglu-
fjarðar, Vestdalseyrar og Rauf-
arhafnar. Hitt er þó frásagnar-
verðara, að prestlingarnir
Steingrímur og Friðrik hafa
ráðizt í íslandsferðina, sem þeir
höfðu verið að gera gælur við.
Hafa þeir þá fundið Tryggva
að máli, auk fjölda vina, ætt-
ingja og nýrra málvina og
kunningja, sem þeir hafa ugg-
laust eignazt í ferðinni. Er eng-
inn efi á, eins og málum var þá
háttað, að þeir hafa vitandi
vits og óafvitandi komið fram
sem talsmenn vesturferða af
íslandi meðan þeir stóðu þar
við.
En af öllu þessu segir lítillega
í bréfi Steingrims til Tryggva:
„Arindals Gaden 12
Kristjania 13. novbr. 1884
Hr. verzlunarstjóri Tr.
Gunnarsson
Góði málvinur,
Jeg þakka yður síðast, og
samkvæmt ummælum vil jeg
senda yður nokkrar linur. Þó
kem jeg öðruvísi en jeg hefði
viljað; þvi gestir, er koma með
kvabb, eru fæstum velkomnir.
Svo er, að sem stendur er jeg
í peningaklipu. Jeg hef vonast
eptir brjefi og peningum að
heiman; en það dregst. Neyð-
ist jeg þvi til að biðja yður að
lána mjer og senda um 100 kr.
upp á það, að jeg sendi yður
aptur, það fyrsta jeg fæ pen-
inga að heiman. En bezt þætti
mjer, ef þjer hefðu peninga, er
ættu að fara vestur til einhvers
í grend við Harald, ef þjer
vilduð þá víxla þeim í gegnum
mig og Harald. Jeg stæði yður
auðvitað í ábirgð fyrir þeim.
Jeg hefði nú ekki þorað að
álíta, að þjer gætuð borið það
traust til mín, sem þetta kref-
ur — sem ekki var von —
hefðuð þjer ekki sagt við Frið-
rik fjelaga minn, að þjer skyld-
uð lána okkur, ef við þyrftum
þess við á íslandi.
Ferð okkar gekk dável. Tók
nokkuð langan tíma. Hefur lið-
ið vel, síðan við komum, og les-
ið í ákefð. Höfum ekki sjeð ís-
lenzk blöð. Blaðamenn á ísl.
er (sic) þvílíkir trassar með að
senda blöð sín, að það er hörm-
ung. Jeg hafði brjef frá ísl. til
Valgerðar fósturdóttur yðar.
Það Ijet jeg i póstkassa í Höfn.
Hefur það komið til skila? Var
frá frú Valgerði.12) Væri gam-
an að heyra seinustu frjettir
frá ísl.
Jeg ætlaði mjer að tala við
yður prívat, áður en jeg fór
frá ísl. En þegar jeg frjetti, að
þjer væruð í svo miklu annríki,
ljet jeg það vera. Það var nfl.
um Gránufélagið og yðar
„popularitet“.1:l Jeg grennslað-
ist eptir því, hvar sem jeg fór,
hvaða álit fjelagið hefði og í
sambandi við það forstjóri
þess. Fann jeg að það var al-
ment kur í mönnum og ó-
ánægja bæði við fjelag og for-
stjóra.
Þjer segið kanske, að ekki
megi kippa sjer upp við þess-
háttar, þvi það sje svo algengt.
En varasamt er að treysta því
eingöngu. Jeg álít að óánægjan
sje ekki ástæðulaus. Sá urmull
af verkamönnum og þjónum,
sem Gránuverzlun hefur, er
jeta upp ágóða verzlunarinnar,
er óþarfur og illur. Hinar aðr-
Framh. á bls. 48
„Jeg óska yður
til lukku og
íslandi með
Hannes Haf-
stein..
„Sá urmull af
verkamönnum
og þjónum,
sem Gránuverzl-
un hefur, er
jeta upp ágóða
verzlunarinn-
ar, er óþarfur
og illur ...“
23