Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Page 20

Samvinnan - 01.12.1975, Page 20
Þessi hús voru eiginlega leiksvið — heilt þjóðleik- hús með þeim andblæ, þar sem huldir heimar opnast fyrirhafnar- laust eins og ekkert sé sjálfsagðara: Hvert sjónarsviðið laukst upp af öðru ... að skreyta með kjólana, sem þær fá að vera í á jólunum. Svo stökk hún fram á gólfið, þar sem brauðið beið hennar, tók molana hvern af öðrum með framloppunum, sem voru ósköp stuttar og grannar, reis upp til hálfs, bar þá kurteis- lega að munninum og nartaði i þá. Það gerði ekkert til, þó að þetta væru skorpur — mýsla var vel tennt. -— Það er úthald i ykkur við þetta músadekur, sagði ég stundum, þegar ég kom í hlöð- una. Ég held ég léti vera að strá brauðmylsnu þarna við gatið og setti þar heldur fellu í staðinn. — Þetta kann að vera hé- gómlegt, svaraði Ingvar Ing- varsson stilltum rómi — það er svo margur hégóminn. En ætli ég yrði ekki jafnfátækur eftirleiðis, þó að ég hætti að hygla músargreyinu? — Það kemur líklega efna- hagnum lítið við, svona lagað, sagði ég hálfönugur. Maður hefur bara ekki vanizt því á bæjum, að fólk sé að hæna að sér mýs. — Hver hefur sina sérvizku, og gott meðan sú sérvizka er ósaknæm mönnum og dýrum, svaraði Smádalabóndinn, og haggaðist ekki fremur en áður. Og ég hef ekki af meira að státa en svo, að mér fyndist ég snauðari en áður, ef músar- anginn væri þarna ekki. Að ég ekki tali um telpurnar. Svona er ég nú barnalegur í mér. Og ég fann, að mér var bezt að þegja. Þetta var pattaraleg mús — ekki var því að neita: Feit og bústin og vel haldin. Það gljáði á þétthærðan belginn á henni. Þetta var líka forréttindamús, sem fékk borinn til sin mat á vetrin, af því að hún bjó í hlöðustokk — alveg eins og prófasturinn, sem átti heima í fallega prestshúsinu austur undir fellinu, og sýslumaður- inn á Hólsgrundum, sem bæði dæmdi og sektaði, ef i það fór, fengu peninga handa sér að sunnan, hvort sem þeir lögðu meira eða minna inn í mjólk- urbúið. Þetta var líka einmitt músin, sem hét þessu fína nafni: Frú Móeiður. Þó að frú Móeiður væri spök mús, var hún eigi að síður kviklát. Hún reisti sig kannski upp til hálfs með afturfæt- urna kreppta undir sér og skimaði gáfulega i kring um sig eða jafnvel hún hnipraði sig saman á gólfinu, eins og hún væri helzt að hugsa um að láta sér renna í brjóst. En viti menn: í næstu andrá var hún þotin af stað, í þessa átt- ina eða hina, dragandi langan og snoðinn halann á eftir sér, unz henni þóknaðist jafn- skyndilega að nema staðar og láta eins og sér lægi ekkert á. Og fleiri voru dyntir hennar: Þó að hún vilaði ekki fyrir sér að hlaupa yfir tærnar og rist- arnar á telpunum, vildi hún aldrei þiggja brauðmola, sem þær réttu að henni. Það gat legið við, að hún ræki trýnið í hendurnar á þeim, þar sem þær krupu og gerðu við hana gælur, og nóg nasaði hún, ekki vantaði það — snjáldrið fram- mjótt og ekki laust við, að nef- ið væri íbogið. En hvernig sem hún kippti kömpum rétt við fingurgómana á þeim, þá þakkaði hún alltaf gott boð. Og sneri frá. Svona hafði hún sina siði. Þessar stundir við bæjardyr músarinnar voru hver annarri likar, þó alltaf jafnskemmtileg- ar. Þegar hún hafði bragðað á brauðinu, jafnvel steglt mola og mola úr hnefa, ef svo mátti segja, og fundið, að það var gott, fór hún að sinna heimil- isverkunum. Hún þreif hvern molann af öðrum og skauzt með hann inn um dyrnar sín- ar, og kom svo aftur að vörmu spori og sótti meira. Þá var hún að bera á borð fyrir bónda sinn og litlu börnin þeirra, sem ekki máttu fara út, og léku sér þess vegna einhvers stað- ar inni í stokknum. Og þegar hún hafði fengið nóg í matinn, hætti hún þessum hlaupum. Það var bara, ef pabbi þeirra tók sig til og blístraði þægi- legt lag með góðu hljóðfalli, að henni gat dvalizt lengur en endranær utan stokksins. Frú Móheiður var með öðrum orð- um tónvís mús — hafði að minnsta kosti gaman af þvi, ef eitthvað var raulað. Samt lét hún ekki bjóða sér allt eins og bezt kom á daginn, þegar telpurnar reyndu sjálfar að blístra lagstúf: Hvernig sem á því stóð, þá fannst frú Mó- eiði aldrei neitt varið í það. Hún leit bara á þær dökkum perluaugum, og var horfin. — Þið finnið rétta tóninn seinna, sagði pabbi þeirra hug- hreystandi, þegar hann sá von- brigði þeirra. Leitið að rétta tóninum, telpur mínar, og þá finnið þið hann. Það sást hvorki inn í músa- stofuna né búrið hjá frú Mó- eiði. Telpurnar vissu ekki, hvað þar bar til og vissu þó. Með tíð og tíma höfðu þær gert sér í hugarlund, hvernig músa- börnin þökkuðu fyrir mat- inn, þegar þau voru orðin södd af brauðinu, sem þeim var gef- ið. Og svo fóru þau að kankast á og ljónast á gólfinu, þangað til þau kútveltust í bendu fyrir fótunum á mömmu sinni, svo að hún varð að hasta á þau. En galsinn var svo mikill, að það dugði ekki alltaf: Músapabbi varð að skerast i leikinn, og það var ekkert spaug á ferð- um, þegar hann leit yfir gler- augun sín, hafði liklega ætlað að grípa í bók, karlinn — og hvessti á þau þessi líka tindr- andi augu. Þvi að hann var fjarskalega strangur pabbi: Einu sinni flengdi hann allan hópinn. — Haldið þið, að hann hafi ekki bara sagt, að nú yrði hann að grípa til vandarins? spurði Smádalabóndinn efins þegar honum var sögð sagan. En nei — telpurnar stóðu á því fastar en fótunum, að þau hefðu verið hýdd, óþekktar- angarnir þessir: — Það dugði ekkert minna, því að þau létu svo illa. Það er ekki hálfsögð sagan, þó að sé búið að nefna þau frú Móeiði og Ármann. í stoð- um og bitum og sperrum voru óteljandi kvistir og hringar, geitur og gárar, sem tóku á sig mynd alls konar hyskis, sem fór á kreik, þegar ung augu horfðu nógu lengi á það. Þetta voru karlar og kerlingar og dýr og fuglar, forynjur og skripi, og allt hafði þetta sínar tiktúrur. Og landslag i bland. Á stóra þverbitanum í hlöð- unni sá yfir breitt fljót, eða kannski var það vatn eða fjörður, og það var tíbrá, og bæina hinum megin hillti uppi. Líklega var þarna heil sveit, ef þetta var þá ekki landið hjá guði eða hreint og beint huldu- fólksbyggð — í þeim er fólk bláklætt. Stundum sáu þær tveimur telpum bregða fyrir á bakkanum, sem nær var. Þær hétu Agga og Gagga. Agga og Gagga voru að horfa yfir á ó- kunna landið, í senn andakt- ugar og forvitnar, alveg eins og systurnar niðri á hlöðugólfinu, og helzt að sjá, að þær gætu átt von á því, að guð eða huldukóngurinn kæmu gang- andi með sítt skegg yfir engið frá bænum, sem tíbráin lyfti hæst. — Ekki er nú alltaf mark takandi á hillingunum, ljúf- urnar mínar, sagði Smádala- bóndinn, þegar þær töluðu við hann um landið í tíbránni, og bældi niður hóstakjöltur. Þetta kynni að vera sveit eins og sú, sem við búum í — nógu góð sveit samt. Það er ekki allt betra, sem er í móðu og fjarska. 26

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.