Samvinnan - 01.12.1975, Page 28
Dauðinn
var hámark
lífsins
sjálfan þig.“ Líkt Indverjum,
finnst þér ekki?
Seinna fórum við til Giza.
Seinasta spölinn upp að pýra-
mídanum mikla var okkur sagt
að við ættum að fara ríðandi
á úlfalda.
Ég snarast uppá einn úlf-
aldann sem liggur við vegkant-
inn og rígheld mér i klakkinn á
hnakknefinu, en skepnan brölt-
ir rymjandi á fætur, einstak-
lega geðvonskuleg skepna.
— Ertu Breti? spyr úlfalda-
rekinn sem teymir undir mér.
— Nei, ég er íslendingur,
segi ég.
Þá verður hann harla glaður:
— Guð blessi þig. Þá ertu frá
Ameríku.
Ég neita, en hann vill ekki
hlusta á neina landafræði og
byrjar formálalaust að þrefa
um hvað ég ætli að gefa hon-
um þegar kemur að pýramíd-
anum.
Nú hef ég misst sjónar á
vini mínum trúboðanum sem er
kyrrlátari og viturlegri maður
en allir túristar samanlagðir á
þessum slóðum, en sem ég
stend við rætur þessa volduga
fjalls sem gert er af manna
höndum veit ég þá ekki fyrren
við hlið mína stendur kona, af-
skaplega feit og brosir niðrá
bringu og uppí hársrætur.
— Góðan dag, sör.
— Góðan dag, maddam.
— Frá hvaða landi?
— íslandi.
— Frá Ameriku.
-— Nei, frá íslandi.
— Ætlarðu að fara uppi
konungsherbergið ?
— Já, ef ég má, og drottning-
arherbergið líka.
— Það er lokað vegna við-
gerða. En konungsherbergið er
opið.
— Ert þú leiðsögumaður hér?
— Nei.
Hún hikar og fer útí aðra
sálma.
Þetta er skrýtinn kvenmað-
ur. Ég sé á stundinni að hún
er ekki arabi. Það er einsog
hún lesi hugsanir mínar.
— Ég ... ég er kopti, kristin,
þú skilur. Ert þú ekki kristinn?
Við ræðumst við dálitla
stund, og ég furða mig á hve
margt hún hefur að segja um
pýramídann. Mér dettur strax
í hug að hún sé njósnari fyrir
stjórnina. Sagt er að þótt Eg-
yptar séu allra þjóða vingjarn-
legastir og liðlegastir við ferða-
menn vilji þeir vita hvað fram
fari í þeirra hópi...
Ýmsar kenningar eru um
hvernig pýramídinn mikli var
reistur ásamt hinum tveimur
stóru pýramídunum i Giza, og
það hef ég fyrir satt að með
öllum tólum og tækni nútím-
ans væri gerð hans allt annað
en auðvelt verk. Mestallt efnið
var flutt óraveg, mörg hundr-
Stemningsmynd frá Egyptalandi:
Bátar sigla við strönd dauðans,
meöan sólin hnígur eldrauð til
viðar.
uð mílur, ofan frá Aswan i
Efra-Egyptalandi, en kalk-
steinninn sem notaður var til
að klæða hann utan úr námum
í hæðunum hinumegin við Níl.
Sum björgin ofanfrá Aswan eru
tugir tonna á þyngd.
Almennt eru pýramídar tald-
ir grafhýsi, og pýramídinn
mikli á að vera gröf Cheops
faraó sem uppi var fyrir nær-
fellt 6000 árum og talinn til
fjórðu konungsættar, aðrir
segja hann þó mun seinna í
timanum. En þegar hann var
opnaður á seinustu öld fannst
þar engin múmía, konungsher-
bergið var autt, ekkert inni
nema skörðótt kista úr dökku
graníti, loklaus og tóm.
— Hvernig fóru þeir að því
að byggja pýramidann?
•— Getur ekki verið að þeir
hafi þekkt einhverja tækni sem
þið þekkið ekki í Ameríku?
segir konan.
— Ertu að meina að þeir hafi
kannski ráðið við þyngdaraflið
og farið með þessi björg einsog
fis? Annars er ég ekki frá Am-
eríku, frú.
— Ég kann ekkert í eðlis-
fræði, segir konan.
— Hvaða tækni heldurðu að
þeir hafi kunnað?
— Ég veit ekkert um þetta,
en farðu uppi konungsherberg-
ið. Ég sé þig á eftir.
Ég klöngrast upp stórgrýtið
og skýt mér framhjá bullsveitt-
um ítala sem er að þurrka sér
í framan i þröngum dyrunum.
Sumir fá yfir höfuðið og
snúa við.
Fyrst þarf að ganga nokkurn
spöl um göng sem rofin höfðu
verið á hlið pýramidans. Síðan
tekur við þröngur gangur sem
liggur skáhallt uppávið. Þaðan
liggur annar gangur skáhallt
niður í lítinn klefa í berginu
undir pýramídanum. Hann er
lokaður fyrir ferðamönnum.
Ég feta mig varlega uppeftir
ganginum, og svo er allt i einu
sem hækki til loftsins. Ég sé
litið sem ekkert, en leiðsögu-
maður sem þarna er með beinir
kyndli sínum upp, og nú sé ég
að við erum þarsem hið svo-
kallaða stóra gallarí byrjar. Sá
gangur er víðari og geysihátt til
lofts. Ég veitti því athygli að
meðfram tröppunum eru flatir
eggsléttir steinkantar, að því er
mér virtist, slitnir af einhvers-
konar nuddi. Frá þeim stað sem
stóra gallariið byrjar liggur
annar gangur þvert inní miðbik
pýramidans til drottningarher-
bergisins sem er lokað.
En stóra gallariið liggur uppí
forsal konungsherbergisins.
Þar uppi var eyðilegt um að
litast, allt konunglega hljótt og
tómt, einsog uppá fjöllum. Eng-
an stað hef ég komið á sem er
ólíkari grafhýsi.
Hér ríkir hátignarleg ró. Mér
líður vel.
Nú sé ég leiðsögumanninn,
áður hafði ég bara tekið eftir
ljósinu hans, háan tágrannan
araba með gráan skegghýjung
á hökunni. Röddin er hás en
hljómmikil og ótrúlega áhrifa-
mikil. Það er sem hann hvísli
af djúpri tilfinningu.
— Þetta er kista Cheops
faraó. Hér var ekkert inni þeg-
ar pýramidinn var opnaður.
— Er þetta ekki fullstutt
kista fyrir virðulegan konung-
mann? spyr ég.
Hann lítur á mig: augun
hvöss, en ekki óvingjarnleg:
— Það var hér ekkert þegar
pýramidinn var opnaður. Og
þetta er kista konungs.
Hann lyftir kyndlinum:
— Sjáiði, herrar mínir, þetta
herbergi er eitt af dásemdum
jarðarinnar, unnið af snilld.
Menn grunar að björgin séu
geirnegld saman inní veggnum,
og eitt þeirra, þetta hérna, er
talið nítján tonn að þyngd.
— Ertu með hníf ? spyr hann
og snýr sér að mér.
Ég rétti honum hníf með
litlu, hvössu blaði.
— Reyndu sjálfur að draga
hnifsblaðið eftir samskeytun-
um og þú finnur hvergi smugu.
— Sjáiði, herrar mínir, held-
ur hann áfram. Veggirnir eru
sléttir einsog hefluð fjöl.
Pýramídarnir eru alls níu í
Giza, þrír stórir, en sex litlir.
Framundan þeim sem er í mið-
ið er sfinxinn, mannshöfuð á
ljónsbúk, um aldaraðir ímynd
hins leyndardómsfulla í hugum
manna. Hann er allur einn
klettur, og hefur orðið að þola
marga raun. Hann stóð einn
uppúr meðan allar musteris-
rústirnar í kring voru huldar
foksandi margra alda, enda
veðri og vindum sorfin. Nap-
oleon mikli skaut af honum
nefið.
Feita konan kom til mín aft-
ur þegar ég var að virða fyrir
mér sfinxinn.
— Veistu hversvegna Nap-
oleon hætti að skjóta?
— Nei, kannski hefur hann
átt lítið af púðri?
— O-nei, vinur. Bergið er
rauðleitt í sárið þegar það er
nýbrotið og hermennirnir héldu
að það blæddi !
Hún brosir, dökk augun verða
ákaflega heit.
— Til hvers var þessi stein-
34