Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Page 30

Samvinnan - 01.12.1975, Page 30
Samvinnufélög skólanemenda og háskólastúdenta njóta verulegrar útbreiðslu í mörgum löndum. Æskulýðs- og orkumál efst á baugi Alþj óðasamvinnusambandið (International Co-operative Al- liance, ICA) er sem kunnugt er heimssamband samvinnusam- taka. Það telur nú 160 aðildar- sambönd i 63 löndum, og er Samband islenzkra samvinnu- félaga eitt þeirra. Samanlagð- ur félagsmannafjöldi sam- vinnusambandanna innan ICA er nú 321,5 miljón manns. Æðsta vald í málefnum ICA er í höndum þings þess, sem nú kemur saman fjórða hvert ár. Þar að auki starfar innan þess fjölmenn miðstjórn (Central Committee), sem heldur fundi einu sinni á ári. Fulltrúi Sam- bandsins í miðstjórninni er Er- lendur Einarsson forstjóri. Fundur miðstjórnarinnar fyr- ir árið 1975 var haldinn í Stokkhólmi dagana 23.—25. október, og var þessi fundur sögulegur fyrir þá sök, að þá var fulltrúum samvinnublaða í fyrsta skipti boðið að sitja þar og fylgjast með gangi mála. Allmargir blaðamenn og rit- stjórar frá ýmsum löndum notfærðu sér þetta, og má þvi búast við, að framvegis birti samvinnublöð meira af eigin frásögnum af starfi ICA en verið hefur. Þar að auki hefur samstarf samvinnublaðamanna innan ICA eflzt mjög undan- farin ár, og gegnir samstarfs- hópur þeirra stöðugt vaxandi hlutverki á sviði kynningar- starfsemi fyrir starfsemi sam- bandsins. Miðstjórnarfundinn í Stokk- hólmi sóttu samtals um 180 fulltrúar frá flestum aðildar- samböndum ICA. Aðalumræðu- efni fundarins voru afstaða æskunnar til samvinnuhreyf- ingarinnar og áhrif orkukrepp- unnar á rekstur samvinnufé- laga. Þá var einnig fjallað þar um aukið samstarf á milli sam- vinnusamþanda innbyrðis, svo og um framtíðarverkefni ICA. Auk þess voru að vanda gefnar skýrslur á fundinum um hina margvíslegu þætti í starfsemi ICA. tekin hafði verið saman úr nið- urstöðum skoðanakönnunar, er ICA gerði hjá aðildarsambönd- unum. Var þar grennslazt fyrir um flesta þætti sem vörðuðu tengsl .við ungt fólk hjá þess- um samböndum og aðildarfé- lögum þeirra, allt frá skipu- lögðu æskulýðsstarfi til að- ferða til að þjálfa unga starfs- menn. Þar var einnig greint frá af- skiptum Alþjóðasamvinnusam- bandsins sjálfs af æskulýðs- málum, og var hreinskilnislega játað, að þau hefðu verið minni en æskilegt hefði verið. Á ár- unum eftir stríð starfaði sér- stakur samstarfshópur ungra samvinnumanna á vegum ICA, en hann leystist upp. Siðustu árin hefur nokkur hreyfing komizt á þessi mál, og haldnar hafa verið tvær ráðstefnur inn- an IGA um málið. Sú fyrri var 1969 i London, og sóttu hana fulltrúar frá 14 löndum. Hin síðari var í Rúmeníu 1973 með 63 þátttakendum. Þriðja ráð- stefnan er ráðgerð á næsta ári, en það sem stendur þessu starfi mest fyrir þrifum er, að ICA hefur engan starfsmann, sem sérstaklega sinnir þessum mál- um. Eigi að síður er viður- kennd nauðsyn þess að vinna að því í auknum mæli að út- breiða samvinnuhugsjónina meðal ungs fólks, þvi að skort- ur á tengslum við æskufólk virðist vera sameiginlegt vandamál samvinnufélaga um heim allan. í skoðanakönnuninni kom í ljós, að athafnasemi samvinnu- félaga á þessu sviði er mjög breytileg í hinum ýmsu lönd- um. Sums staðar eru starfandi sérstök félög eða klúbbar ungl- inga innan kaupfélaganna eða i nánum tengslum við þau. Meðal þeirra eru tvenn æsku- lýðssamtök í Bretlandi, sem samtals telja um 21 þúsund fé- lagsmenn. í sósialísku ríkjun- um hafa samvinnufélögin yfir- leitt meira eða minna náið samstarf við stjórnmálaleg æskulýðssamtök, bæði í þeim tilgangi að styðja starfsemi þeirra og eins til að útbreiða þekkingu á eðli samvinnufé- laga meðal unglinganna. Ann- ars staðar leitast samvinnufé- lög undantekningalítið við að hafa eins víðtækt samstarf og mögulegt er við hvers konar æskulýðsfélög til þess að auka skilning á samvinnustarfinu meðal félagsmanna þeirra. Þá kom annað í Ijós við skoðanakönnunina, sem var, að samvinnufélög skólanemenda og háskólastúdenta virðast njóta verulegrar útbreiðslu í Á fundinum lét dr. Mauritz Bonow frá Svíþjóð af störfum sem forseti ICA, en hann hefur gegnt starfinu undanfarin 15 ár. í stað hans var kjörinn Roger Kérinec frá Frakklandi. • ÆSKULÝÐSMÁL Fyrir fundmum íá ýtarieg Sagt frá miðstjórnarfundi Alþjóðasambands samvinnumanna, skýrsla um málefnið æskufólk , , , Pl i i i m ' i i og samvinnuhreyfmgin, sem sem haldmn var i btokkholmi i oktobermanuði siðastliðnum 36

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.