Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Page 36

Samvinnan - 01.12.1975, Page 36
í góðu yfirlæti hjá Centrosoyus Á samyrkjubúimi voru 2500 íbúar, þar af 1200 vinnandi, meðtalið sérhæft fólk, sem var um 50. Svipmynd frá Moskvu. í fjallshlíð og er upplýst. Stytt- an af móður Georgíu er mjög stór og áberandi, gnæfir yfir borgina. Hún heldur á sverði í hægri hendi og skál með víni í þeirri vinstri. Hún vitnar um frelsisást og gestrisni Georgiu- manna og segir „Velkomin til Sovét Georgiu, velkomin til Tbilisi.“ Að síðustu þetta kvöld, var farið upp á hátt fjall Mount Mtatsminda. Þaðan er stór- kostlegt útsýni yfir borgina sem við nutum vel. Þarna uppi er gott veitingahús. Þar feng- um við kvöldverð sem var vel útilátinn bæði að magni og fjölbreytni í mat og drykk. Þessum fagnaði stjórnaði einn af varaforsetum samvinnusam- bands Georgíu (skammstafað Tsekavzhizi) hr. Bukhzedze K. A., en hann hafði tekið á móti okkur á flugvellinum og var fararstjóri fyrir öllu ferðalagi okkar um Georgíu. Honum til aðstoðar voru að jafnaði tveir eða fleiri aðstoðarmenn. Sunnudagsmorgun 24. nóv. var lagt timanlega af stað. Fremst ók lögreglubíllinn, sem alltaf var i fararbroddi og greiddi götu okkar. Þar næst ók bifreið fararstjórans og að síðustu kom stór fólksflutn- ingavagn með allt annað fylgd- arlið og gesti. Bifreiðin var góð og vel úr garði gerð. Jafnan var í bilnum kunnugur maður sem skýrði það sem fyrir augu bar gegnum hátalarakerfi, en túlkarnir þýddu jafnharðan hver á sitt mál. Ekið var út úr borginni. Veð- ur var gott, sólskin og hlýtt. Leið okkar lá um fagrar byggð- ir. Víða virtist húsakostur vera góður, annars staðar gamall og lélegur. Eftir alllanga ferð í austurátt var numið staðar á veitingastað í fögru umhverfi þar sem heitir við Rakheti. Veitingahúsið er í eigu sam- vinnufélags. Boðið var úr vín- kjallara veitingahússins vin, sem ausið var upp í leirkrúsir. Margar víntegundir var um að velja. Síðan var setzt að borð- um, þar sem margs konar krás- ir voru á boðstólum. Forstöðu- maður samvinnufélagsins var þarna mættur. Sagði hann nokkur orð um starfsemi fé- lagsins og svaraði fyrirspurn- um. • SAMYRKJUBÚ SKOÐAÐ í Tellavi skoðuðum við sam- yrkjubú. Bústjórinn svaraði fyrirspurnum í fundarsal bús- ins. Þar komu m. a. þessar upp- lýsingar fram: Ræktað land búsins eru 2000 ha. þar af er notað fyrir vín- rækt 900 ha. og 500 fyrir fram- leiðslu á svínafóðri. Á búinu eru 900 svín (gyltur) og 262 kýr. Varðandi framleiðslu í ár (1974) voru eftirfarandi tölur upp gefnar, þ. e. sala, notkun afurða fyrir heimafólk ekki meðtalin: Ávextir 4300 tonn, rósaolía 35 tonn, hveiti 700 tonn, maís 600 tonn, mjólk 240 tonn, kjöt 84 tonn. Hagnaður af rekstri búsins varð árið 1973 160.000 rúblur en 100.000 rúblur árið 1974 (ca.). Af hagnaðinum er 60% varið til launauppbóta en 40% til end- urnýjunar. Til frekari upplýs- inga er rétt að geta þess að i dag svarar ein rúbla til 160 ísl. kr. íbúar þessa samyrkjubús eru um 2.500, þar af 1200 vinnandi, meðtalið sérþjálfað fólk, sem er 50. Búið ræður yfir 120 vél- um, þar af 40 traktorum. Sam- yrkjubúið starfrækir barna- heimili fyrir 120 börn. Koma okkar þessara erlendu gesta, sem vorum harla ólíkir að sjá, enda frá tólf þjóðlönd- um í þremur heimsálfum, vakti talsverða athygli íbúanna, sem hópuðust saman til að fylgjast með okkur. Framkoma fólksins var undantekningalaust vin- gjarnleg. Undir kvöldið skoðuðum við stóran og fagran garð, þar sem gróður var ennþá að verulegu leyti í fullum skrúða, þó komið væri fram undir nóvemberlok. Þá var einnig skoðað merkt sögu- og listasafn. Frá kl. 18 til kl. 20 sátum við síðan kvöldverðarboð hjá sam- vinnusambandinu í Tellaví hér- aði. Veitingar voru frábærar, margar ræður voru haldnar, heimamenn sungu Grúsiska söngva, vinsemd og glaðværð ríkti, sem Georgíumenn eru frægir fyrir. • SKÓLI SEM ENDURHÆFIR STARFSMENN Mánudaginn 25. nóv. var komin rigning og orðið fremur kalt í veðri, svipað veður og á íslandi stundum á haustin. Að loknum morgunverði var ennþá haldið af stað. Nú skoðuðum við stóran skóla í Tbilisi sem sam- vinnumenn reka. Rektor skól- ans gekk með okkur um skóla- stofur og sýndi margvísleg kennslutæki og skýrði fyrir okkur kennsluaðferðir. Þarna virðast vera kenndar fjölmarg- ar námsgreinar svo sem efna- fræði o. m. fl. sem snertir frem- ur iðnrekstur heldur en verzl- un. Mikið virðist vera lagt upp úr vörufræði. Komið var inn í nokkrar skólastofur þar sem kennsla stóð yfir. Þeir nem- endur sem við sáum voru flest- ir starfsmenn einhverra sam- vinnufélaga. Þeir voru í skól- anum til endurhæfingar og til að kynnast nýjungum varðandi starfið. Var okkur sagt að tals- vert væri um slíkt i Georgíu. Þessi endurhæfingarnámskeið eru misjafnlega löng eftir því um hvaða starfsgrein er að ræða. í öllum tilfellum er fólk á fullum launum meðan það sækir námskeiðin, og á að sjálfsögðu rétt á sínu fyrra starfi að námskeiði loknu. Þennan dag komum við í skóla, sem var bæði fyrir börn og unglinga. Þessi skóli er fyrir utan hina almennu skóla- skyldu. Nemendur mæta þarna yfirleitt tvo daga í viku eða hluta úr tveimur dögum. Þarna virtist okkur að hinir verðandi leiðtogar fengju sína upp- fræðslu í ýmsum greinum. Að- búð virtist góð. Þarna eru m. a. málefni kommúnistaflokksins kennd. Ennfremur tungumál og fjöldamargt annað. Við hittum kennara sem töluðu ensku reiprennandi og unga nem- endur sem kunnu einnig dálítið í ensku. Þá virtist okkur að ballett og þjóðdansar væru í hávegum hafðir. En í lok heim- sóknar okkar í skólann fengum við að sjá ljómandi skemmti- lega söngva-, dans- og ballett- sýningu sem var útfærð af litl- um börnum og allt upp í stálp- aða unglinga. Greinilega voru þarna mörg listamannsefni á ferðinni. • UM ÞRIÐJUNGUR ÍBÚA FÉLAGSMENN Seinnipart dags komum við í aðalstöð samvinnusambands 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.