Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 41

Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 41
Feðgin í Smádölum Framhald af bls. 27. svipa saman, heimasætunni á Bakka og henni Snotru okk- ar. — Ég er steinhissa á þér, maður, að ala svona á þessum órum í stelpunum, sagði ég af uppeldisfræðilegri alvöru — hafði komið við i húsunum hjá Ingvari rétt einu sinni. (Innan sviga sagt, þá var Jóna á Bakka álitleg stúlka). Þetta endar með þvi, að þær geta ekki gert greinarmun á veru- leikanum og vitleysunni úr sjálfum sér. — Það má vera, svaraði Ingvar, ekki uppnæmur fremur en fyrri daginn. Mig grunar samt, að líf flestra verði nógu grátt, þó að börnin fái að horfa á það með sínum aug- um. Þau lækka á okkur flug- ið, árin — óhætt með það. Og hélt áfram að leysa hey í kvöldgjöfina af þessari hálf- spaugilegu vandfýsni sinni. Öllum lauk þessum húsaferð- um eins: Þegar pabbi telpn- anna hafði leyst nóg af heyi og marghrist það, bar hann hneppin í fangi sér fram til kindanna, ekki laus við hósta- kjökur, og gaf á garðana — byrjaði fremst og gekk aftur á bak og gætti þess vandlega, að ekkert strá dytti niður í krærnar. Og jafnskjótt og hann gaf röðuðu ærnar sér á garðann og grófu snoppuna niður í heyið í leit að beztu tuggunum. Hornin skörkuðu við jötuböndin, þegar þær hreyfðu hausana, og við þetta hornaspil, sem var útgöngu- versið í þessu guðshúsi, sópuðu þau feðginin hlöðugólfið með hrísvendi: Ármann tók ekki í mál, að þau skildu eftir hey- dreifar og moðrusl á gólfinu. Þar átti hvergi að sjást laust strá. Svo fór Smádalabóndinn í vertarúlpuna sína, dúðaði telp- urnar sinar og lokaði hlöðu- dyrunum rækilega, því að aldrei var að vita, hvenær hann kynni að hvessa. Kannski er byrjaði að rökkva, og kank- vís tunglkarlinn á gægjum yfir fellinu, þegar þau leiðast heim túnið — lágvaxinn bónd- inn í miðjunni, Dúfa hægra megin við hann, Lóa vinstra megin, og langir skuggar á gljánni. Og Gormur trítlandi spölkorn á undan. Dúfa hoppar á öðrum fæti við hlið föður síns. — Ætlarðu með okkur út á hlað í kvöld að sýna okkur stjörnurnar og himininn? spyr hún. — Við sjáum nú til, svarar hann — það er minna varið í það, ef engin norðurljós kynnu að sjást. — Verður ekki farið að hella kaffinu úr stj örnukönnunni í bollana hjá fjósakonunum? spyr Lóa og hoppar líka. Þá brosir Ingvar Ingvarsson. Hann hafði víst sagt þeim hér um kvöldið, litlu hnjákunum, þegar þau voru að rýna upp í hvelfinguna, að Satúrnus væri rétt hjá Fjósakonunum, og ef hringarnir á honum sæjust, þá liti hann einna helzt út eins og kaffikanna. Og ætti að fara að skenkja upp á hjá gömlu kon- unum þremur, sem sitja í röð við ósýnilegt langborð uppi á bláhvolfinu, ámóta og þær væru nýkomnar frá fjósverk- unum og biðu eftir heitum sopa. □ ☆ ☆ ☆ JUA BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR Þökkum viðskiptin á liðnu ári KAUPFÉLAG SÚGFIRÐINGA Suðureyri GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári KAUPFÉLAG GRUNDFIRÐINGA Grundarfirði BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR til viðskiptamanna og starfsfólks Þökkum viðskiptin á liðnu ári KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Keflavík 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.