Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 44
Skipzt á skoðunum
Framhald af bls. 49.
að lagt sje á einstaka hlut, því
annars gæti verzl.stjórinn ó-
mögulega staðist, nema með
svo háum launum að fjel.menn
yrðu hringavitlausir.
Það er ekki mælt hvað landar
stela utan og innan búðar um
árið og svíkja með blautri ull
m.m.; yfir þvi þegja þeir og hve
varan rýrnar við að vera vegin
og ... i pd. og pokum, sem alt
hleypur upp á Factorinn, þvi
hann hefur ábyrgð á öllu og
hlýtur að [svara?] til sömu
verðhæðar sem hver Factura
hefur. Jeg hef lika fulla ábyrgð
á öllu og hef borgað yfir 4000
kr. af mínum launum til Grfl.
fyrir Fa[ctora?] sem voru
komnir i undirballance og gátu
[ekki] borgað fyrir fátækt; og
þá eru laun mín svo lág að
engum hefði komið til hugar
að vera við það með jafn mikla
ábyrgð og umhyggju. Það er og
svo hrein lýgi úr bændum að
allar eigur þeirra standi í veði.
Þó fjel. færi fallit á morgun,
þá missir ekki nokkur 1 eyrir
fram yfir actíu sína. —
Það er ósatt að fjel. borgi
12-13% — það borgar 5% í
rentu og 2% fyrir að selja og
kaupa eins og venja er um all-
an heim, og þó viðast meira;
aðeins af skuld við nýár geldur
það auka Proc. Jeg hef skrif-
að um þetta í blöðin og sett
vottorð stjórnar og revisora, og
jeg hef sýnt og sagt þetta á
fundum, en menn staglast
samt á þessu. Ef þjer í sumar
hefðuð minnst á þetta við mig,
hefði jeg getað á 1 kl. sýnt yður
i bókum minum fulla vissu um
allt sem hjer er sagt, svo þjer
hefðuð orðið öllu kunnugri.—
Jeg fer nú að hætta og hef
skrifað yður svo langt af þvi
jeg sje að yður er ant um fjel.
Jeg vildi og láta yður vita að
yður hefur verið skýrt rangt
frá um ýmislegt. Satt að segja
er jeg orðinn þreyttur að vinna
fyrir landann og er ekki sárt
um stöðu mína, en um fjel. er
mjer sárt, því jeg veit að þeg-
ar landar okkar eru búnir að
drepa fjel., þá skaða ....“
Hér dettur botninn úr, þ. e.
niðurlag og undirskrift hefur
ekki afritazt hjá Tryggva, enda
var það skrifað út á spássíu
bréfsins.
Fleiri bréf fóru þeim á milli
þessi misseri, Níels Steingrimi
og Tryggva Gunnarssyni. En
veigamestu bréf Steingríms
virðast hafa glatazt, þó að
Tryggvi hafi séð ástæðu til þess
að taka afrit af svarbréfum
sínum. Er að sjá sem ungi mað-
urinn hafi verið ódeigur við að
snupra Tryggva fyrir óviður-
kvæmileg ummæli í þeim hat-
römu ritdeilum, sem hann rat-
aði í um þessar mundir við Jón
Ólafsson alþingismann og rit-
stjóra, svo og ýmsa stúdenta
i Kaupmannahöfn. Hefur
Tryggvi þá svarað, gefið skýr-
ingar á ýmiss konar rósamáli
og dylgjum, sem Steingrimur
hefur ekki skilið eftir svo langa
fjarveru frá íslandi. Ennfrem-
ur er ljóst, að Tryggvi telur sér
leyfilegt að grípa til flestra til-
tækra vopna, svo hastarlega
sem varmenni veitist að sér. —
En það er önnur saga, sem ekki
verður frekar rakin hér.
Bergsteinn Jónsson.
1) Sýsla er þýðinp höfundar á orð-
inu County.
2) Eins og kunnugt er hét Osló frá
1624 til 1924 Kristianía, kennd við Kristj-
án IV Danmerkur- og Noregskonung.
3) Hér er sem jafnan í bréfunum
fylgt rithætti höfundar, stafsetningu og
beygingum.
4) Sr. Gunnar Gunnarsson, bróðir
Tryggva, d. 21. okt. 1873.
5) Sven Foyn var einn fremiti braut-
ryðjandi á sviði hvalveiða meðal Norð-
manna á nítjándu öld.
6) Það sem þá kallaðist málþráður, er
nú nefnt sími. Hér á höf. við sæsíma, en
lagning ritsíma til Islandj eða um Is-
land var mjög á dagskrá þessi misseri.
7) Magnús Halldórsson var sonur
Halldcrs stúdents Sigurð?sonar á Ulfs-
stöðum í Loðmundarfirði og Bjargar
Halldórsdóttur Vídalín (sjá Thorstína
Jackson : Saga Islendinga í Norður-Dak-
ota, bls. 252-53). Hér er hann kenndur
við síðustu búsetu sína á íslandi, Hrings-
dal í Grýtubakkahreppi.
8) Halldór Halldórsson or um bessar
mundir bóndi við Garðar í Norður-Dak-
ota. Hafði hann fyrir vesturför sína
selt Trvggva bát, sem Ægir hét.
9) Hér hlýtur að vera átt við þjóð-
hátíðarmynd Benedikts Gröndal frá
1874, en hana hafði Tryggvi keypt af
höfundi. gefið út í stóru upplagi og selt.
10) Asgeir Einarsson alþingismaður,
síðast bóndi á Þingeyrum. — Jón son-
ur hans var á sinni tíð alþekktur r.em
frábær hestamaður, en var að öðru leyti
heldur lánlítill.
11) Naumast þarf að bcnda á, að
Hannes Hafstein var systursonur
Tryggva, en ekki tengdasonur.
12) Frú Valgerður Þorsteinsdóttir,
skólastjóri Kvennaskólans á Laugalandi.
Hún var ekkja sr. Gunnars, bróður
Tryggva, og systir Halldóru, konu hans.
13) ,,popularitet“ — þ. e. vinsældir.
14) pr. cnt. — þ. e. % eða af hundraði.
B.J.
Sendum öllum beztu óskir um
GLEÐILEG JÓL
og farsœlt komandi ár
með þökk fyrir viðskiptin á árinu.
KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR
Sveinseyri
GLEÐILEG JÓL
og farsœlt komandi ár
Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum
árum
KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA
Flateyri
V---------------------------------------------y
50