Samvinnan - 01.12.1975, Side 51
Uppskriftir til jólanna
SÚPUR
1—ltá kg bein, grænmeti,
1 y2 1. vatn, salt.
í brúna soðsúpu má að sjálf-
sögðu nota margskonar súpu-
kraft en bezt verður súpan úr
nautabeinum.
Beinin eru söguð smátt, rað-
að í pott og soðin í saltvatni
ásamt grænmetinu t. d. gulrót,
lauk, seljurót og blaðlauk en
það fer eftir árstímum og er
þurrkað grænmeti notað í stað-
inn, sé ekki annað fyrir hendi.
Smátt skorið kjöt gerir soðið
bragðmeira, einnig verður súp-
an dekkri og bragðmeiri ef
beinin eru brúnuð áður en þau
eru soðin. Soðið í 2—4 klst. við
hægan hita. Síað á þéttum
kút og látið bíða á köldum
stað til næsta dags. Þá er fit-
an tekin ofan af, siað og soðið
áfram í hlemmlausum potti, ef
timi vinnst til þá verður soð-
ið bragðmeira. Bragðbætt með
salti, pipar, papriku og víni
(sherry) ef vill og dekkt sé þess
þörf. Athugið að fyrst og
fremst á kjötbragðið að koma
fram. Borin fram með smáum
kjötbollum eða kjötteningum,
káli til dæmis gultrótarbitum,
aspargus eða grænum baunum.
Einnig er gott að hafa brúnaða
sveppi eða lauk í þessa súpu.
í stað áðurnefndra tegunda
eru egg höfð t. d. hrá eggja-
rauða i hvern súpudisk, eggja-
hlaup sem þá er skorið í ræm-
ur — eða teninga, blæjuegg eða
harðsoðin egg, sem er fallegt
að bera fram á eftirfarandi
hátt. Skerið eggin í tvennt eft-
ir endilöngu og takið rauðurn-
ar úr, hrærið þær með matar-
olíu og kryddi. Sprautið síð-
an rauðunum aftur í eggja-
helmingana og berið þá fram
með súpunni, sem á að vera
vel heit og bragðsterk.
Sveppasúpa
250 g nýir eða niðursoðnir
sveppir, 3 msk. smjör, 1 lítill
laukur, salt, hvítur pipar, 2
msk. hveiti, iy2 1. soð, 1 eggja-
rauða, 1 dl. rjómi. Hreinsið
sveppina, séu þeir nýir, og
skerið í tvo til fjóra hluta.
Bræðið smjörið og sjóðið svepp-
ina þar i ásamt smátt skorn-
um lauknum. Kryddið og stráið
hveiti yfir. Hrærið soðinu sam-
an við og sjóðið i 5-10 mín.
Þeytið eggjarauðu og rjóma í
súpuskálinni og blandið súp-
unni saman við smátt og smátt.
Ostastengur eða kex eiga vel
við þessa súpu.
FORRÉTTIR
Rækju- eða humarsalat
Salatið má bera fram sem
fyrsta rétt til miðdegisverðar,
álegg á brauð eða á kvöldverð-
arborðið. Sé salatið borið fram
sem fyrsti réttur til miðdegis-
verðar er fallegt að bera það
fram í smáskálum eða brauð-
kollum (tartalettum).
Sjóðið rækjurnar eða hum-
arinn i saltvatni (rækjurnar
eru aðeins hitaðar upp að
suðu). Kælið og hellið sitrónu-
safa yfir. Hrærið olíusósu
(mayonnesse úr tveimur eggja-
rauðum) kryddið með salti,
sítrónusafa, enskri sósu, tóm-
atkrafti (víni t. d. sherry) og
blandið að síðustu 1---2 dl. af
þeyttum rjóma saman við.
Setjið 2—3 msk. af rækjum
eða humar á hvern disk og
leggið salatblað meðfram eða
undir á þeim tímum, sem það
fæst. Setjið siðan 2—3 msk. af
sósunni yfir og skreytið að sið-
ustu með sitrónusneið, rækjum
og steinselju, karsa eða dilli sé
það fyrir hendi.
KJ ÖTRÉTTIR
Nautatunga með grænmeti
Nautatunga er drjúgur og
góður matur bæði heit og köld
til miðdegisverðar og sem á-
iegg á brauð. Hana má mat-
reiða á eftirfarandi hátt:
1 tunga léttsöltuð eða létt-
reykt, vatn, piparkorn (4—6),
1 laukur, 1—2 gulrætur, 1 lár-
viðarlauf, 2 msk. smjör, soð,
rjómi, grænmeti. Leggið tung-
una í kalt vatn nokkra tíma,
burstið hana síðan og skafið
vel. Setjið tunguna i sjóðandi
vatn og veiðið froðuna er suð-
an kemur upp. Bætið kryddi
og skornu grænmeti í. Látið
sjóða 2—3 klst. eða þar til
tungubroddurinn er meyr.
Takið skinnið af tungunni og
brúnið hana við hægan hita í
smjörinu. Skerið tunguna i
lfetrarjiiánusta
CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL
Stillt kúpling
Þrýstiprófað
kælikerfi f *
Mælt frostþol
Mótorstilling
Yfirfara öll Ijós
og stillt aðalljós
Hemlar reyndir
Stýrisbúnaður
skoðaður
Ath. rúðuþurrkur og
sprautur
1. Mótorþvottur 9.
2. Hreinsun á raf- 10.
geymasamböndum
3. Mæling á raf- n.
geymi og hleðslu 12.
4. Skipt um loftsíu 13.
5. Skipt um bensin-
siu í blöndungi 14.
6. Skipt um platinur 15.
7. Skipt um kerti
8. Ath. viftureim 16.
verðinu:
Kerti, platínur, loft- og
bensínsía og vinna
Verð m/sölusk.: 4 cyl. kr. 8.652
6 cyl. kr. 9.651 8 cyl. kr. 10.248
GM
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9. Sirriar: Verkst.: 85539 Verzh 84245-84710