Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 63

Samvinnan - 01.12.1975, Side 63
FLOKKUR 1 Tal og lítil hljómgæði Sé ætlunin að hlusta einungis á tal, svo sem tungumálanámskeið, nægja einföld- ustu og ódýrustu tækin. Tal hefur þröngt tónsvið og gerir ekki miklar kröfur til tóngæða. Fyrir yngstu kynslóðina, sem vill e. t. v. spila sjálf uppáhalds lög sin, verða tækin að vera einföld og traust. Hljóðmagnið skiptir þá oft mestu máli. Sumir vilja líka hlusta á tónlist þegar þeir vinna og krefjast þá ekki mikilla tón- gæða. FLOKKUR2 Meðal hljómgæði Áhugafólk um tónlist verður þó að krefjast meiri tóngæða. Það er hægt að ná nokkuð langt með sambyggðum út- varpsfón (plötuspilari, magnari, útvarp og hátalarar), eða plötuspilara með inn- byggðum magnara og lausum hátölurum. Dýrari tækin í þessum flokki hafa venju- lega þokkaleg tóngæði, þó innbyggðir há- talarar séu litlir. Rafhlöðudrifin segul- bandstæki og plötuspilarar eru yfirleitt dýrari en tæki í sama gæðaflokki fyrir 220 V ~ A.C. spennu. FLOKKUR3 Góður hljómflutningur Þeir sem gera miklar kröfur til hljóm- gæða reyna að verða sér úti um tæki í Hi-Fi gæðaflokki. Hi-Fi er stytting á High Fidelity, sem þýðir nánast: mikill áreiðanleiki. Það er erfitt að draga markalínu fyrir Hi-Fi. Það er hægt að segja, að ef allir tónar, sem maður með eðlilega heyrn skynjar, hljóma rétt með tilliti til yfirtóna og innbyrðis styrks, þá sé Hi-Fi-markinu náð. Þýzki gæðastaðall- inn DIN 45500 er sérstaklega ætlaður fyrir heimilistæki og ef hljómtækjasam- stæða nær þessum staðli má ætla að kröfurnar um heimilistæki með Hi-Fi- gæðum séu uppfylltar. Hi-Fi samstæða er venjulega samsett úr mörgum hlutum. Það er varla til algerlega sambyggt tæki með Hi-Fi tóngæðum; hins vegar fást hlutarnir hver um sig, þ. e. a. s. plötu- spilari, magnari, útvarpstæki (Tuner) og hátalarar, sem hæfa hvert öðru. Þá er hægt að velja hlutina eftir eigin höfði, sinn úr hverri áttinni, ef þess er gætt að hlutirnir hæfi hver öðrum. Hér gildir l'ka sú regla, að yfirleitt fylgjast að verð og gæði. Hugsið ávallt um að herbergis- stærð og innbú verka á hljómgæði. Lítið herbergi þarf venjulega minni hljóðstyrk en stórt og þar af leiðandi ódýrara tæki. Það er ekki víst að neinn hljómmunur heyrist i dýrari tækjum og verðmuninum sé kastað á glæ. Hafa skal í huga þegar keypt er: • í hvaða tilgangi á að nota tækin. Hér á eftir fara nokkur skrif um hljóm- tæki í hinum þrem grófskiptu flokkum og af hinum misjöfnu gæðum. Munið að kaupa ekki óþarflega dýr tæki, ef ódýrari tæki fullnægja þörfum ykkar. • Hve mikið mega tækin kosta? Sé ákveðin fjárupphæð höfð í huga er hægt að útiloka margar hljómtækjasam- stæður, sem yrðu of dýrar. Þá er e. t. v. einnig hægt að útiloka annan hóp af einfaldari og ódýrari tækjum. Þannig er hægt að auðvelda sér valið með því að útiloka ákveðna hópa. 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.