Samvinnan - 01.12.1975, Page 65
kvæðum eða mínus dB. Mínus 60 dB
rumble er heyranlegt. Á sumum plötu-
spilurum er hægt að nákvæmnisstilla
hraðann og er það venjulega gert með
aðstoð strópóskóps, sem er lítil skífa með
svörtum og hvítum röndum út frá miðju.
Gangi plötuspilarinn með réttum hraða
sýnist skífan standa kyrr. Til þess að
þetta próf megi takast, verður að nota
220 V ~ ljós og sem minnsta dagsbirtu.
Pickup (hljóðdós)
Pickupið er fyrsti hlekkurinn í Hi-Fi
keðjunni og gegnir það nákvæmu og erf-
iðu hlutverki, sem er að breyta mishæð-
unum á grammófónplötunni í rafbylgjur.
Grammofónplatan er alsett fínum v-
skornum rákum. Á hvorri hlið rákanna
um sig eru ótal mishæðir af öllum
stærðum. Þessar mishæðir eru upplýsing-
ar fyrir pickupið að vinna úr. Hversu vel
pickupinu tekst þetta er undir ýmsu kom-
ið. Þar er þyngst á metunum hversu lið-
ugt nálin getur sveiflast til eftir mishæð-
unum. Tóngæði, nálar og plötuslit eru
háð þessum eiginleika. Hann er oft gefinn
upp i tracking ability eða complitance.
Kristalpickup:
Þau eru ódýrust og misgóð. Þau hafa
þann kost að þau gefa frá sér kröftugt
merki og er þess vegna hægt að spara sér
eitt stig í magnaranum. Kristalpickup eru
yfirleitt með safirnálum og eru ekki
hönnuð til mikillar endingar. Þau ásamt
keramiskum pickupum, sem vinna eins
eru mikið notuð i ódýrustu meðalgóðum
hljómtækjum.
Magnetisk pickup:
Þau eru nákvæmari og tónbetri. Þau
gefa frá sér mun veikari merki en kristal-
pickup og þarf magnarinn þá að vera þar
til gerður. Magnetisk pickup hafa alltaf
demantsnálar sem endast mjög vel. Þau
þurfa nákvæman og vandaðan tónarm og
rétt þyngdarstilling er nauðsynleg fyrir
tóngæði og til að forðast plötuslit.
Sporöskjulagaðar (Elliptpiskar) nálar:
Þær greina minnstu misjöfnurnar á
plötunni betur en sívalar. Þær eru miklu
dýrari, sem stafar af miklu flóknari slíp-
unaraðferð.
Rása aðskil: (Canal seperation)
Þau skipta máli ef hlustað er á stereo
og er bezt að þau séu sem mest. Þau eru
mæld í dB og ættu helzt ekki að vera
minni en 20 dB.
Mótvægisstilling: (Antiskating)
Hún þykir mikilvæg á Hi-Fi plötuspil-
urum. Mótvægið verkar gegn þvi að nálin
leiti alltaf inn að miðju plötunnar, eða
fari sem hægast (minnstan hring). Suma
af dýrustu plötuspilurunum er hægt a'5
fá án arms og pickups. Þá er hægt að
velja á milli ýmissa tegunda nákvæmnis-
arma og pickupa.
Fjögurra rása pickup:
Fyrir eitt fjögurra rása kerfið, sem er
á markaðnum þarf sérstakt pickup, það
er Cd-4 Discrete kerfið frá J.V.C. Fyrir
hin tvö kerfin, SQ og QS Matrix, nægja
venjuleg stereo pickup.
5