Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 67

Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 67
Segulbandstæki Plötuspilarar og segulbandstæki gegna því sameiginlega hlutverki að spila af áð- ur upptekin hljóð. Tóngæði eru í bezta falli það góð hjá báðum aðilum, að um verulegan mun er ekki að ræða. Það er hægt að taka upp á flest segulbandstæki, þó eru sum eingöngu til afspilunar. Einn af kostum segulbandstækja er langur af- spilunartími. Plötur og átekin segulbönd eru á svipuðu verði. Segulbandsupptaka getur eyðilagzt verði hún fyrir utanað- komandi seguláhrifum og með tímanum dofnar hún, og eftir t. d. tíu ár getur hún verið ódýr, en þetta er háð gæðum segul- bandsins, þykkt o. fl. Kassettusegulbandstæki: í segulbandskassettunni er innbyggt spólur og band. Það eru aðallega tvær tegundir af spólum á markaðnum, þ. e. ameríska átta rása kassettan og svo Philipskassettan, hún er hönnuð af Phil- ips og er ca 7x10 cm að stærð og fæst i þrem mismunandi lengdum, 60, 90 og 120 mínútna spilunartíma og að sjálfsögðu framleidd af öllum segulbandsframleið- endum. Verðið er mjög misjafnt og fer eftir lengd og gæðum. Á bakhlið átekinn- ar kassettu eru tvö göt, sem þjóna þeim tilgangi að hindra að yfir hana sé tekið. Þá eru í flestum kassettusegulbandstækj- um þreifarar, sem aðgæta hvort þessi göt eru eða ekki. Á óáteknum spólum eru plastflibbar fyrir götunum (þau eru fyrir sitt hvora hliðina), sem auðvelt er að brjóta úr, ef geyma skal upptökuna. Það má setja límband fyrir götin ef taka á yfir fyrri upptökuna. Kassettusegulbandstæki fást nú i miklu úrvali ailt frá litlum og léttum rafhlöðu- tækjum og upp í stór og dýr Hi-Fi tæki. Litlu og einföldu tækin eru e. t. v. heppi- legasta lausnin fyrir börn og unglinga. Kassettur eru ekki eins viðkvæmar fyrir hnjaski og plötur. Einnig getur verið gaman og þroskandi að gera sinar eigin upptökur. Þessi tæki eru oft gerð fyrir rafhlöður og 220 V A.C. spennu og er því þá venjulega þannig háttað að þegar straumsnúran er sett i tækið frátengjast rafhlöðurnar. Segulbandstæki með lausum spólum: Þessi tæki eru til tveggja, fjögurra og jafnvel átta rása. Þegar talað er um að tæki sé fjögurra rása er átt við að band- inu sé skipt i fernt. Á tveggja rása tæki er hægt að taka upp i mono bandið á enda á aðra rásina, snúa þvi siðan við og taka aftur í mono til baka, hina hliðina, eða taka eina stereotöku á báðar rásirn- ar aðra leiðina. Á fjögurra rása tæki er hægt að taka í stereo báðum megin og fæst þá tvöföld nýting á bandið miðað við tveggja rása upptöku. Allar áteknar kassettur (Philipskerfið) eru fjögurra rása, þ. e. stereo báðum megin. Átta rása tæki eru aðallega ætluð fyrir fjögurra rása upptökur (Quadrophony). Hingað til hefur sú regla gilt, að því mjórri sem rás- irnar eru eða segulbandinu oftar skipt niður, hefur reynzt erfiðara að halda sömu tóngæðum og valda þar mestu svo- kölluð göt á upptökunum, þar sem ein eða fleiri rásir dofna eða deyja út á köfl- um (dropout). Þetta hefur lagazt mikið með tilkomu betri segulbanda og m. a. gert kleyft að ná Hi-Fi tóngæðum á kass- ettum. Þó stendur sú staðreynd óbreytt að fyrir ryki og óhreinindum eru mjó- rásatækin viðkvæmari en t. d. tveggja rása tækin. Þess vegna er enn þá hægt að velja á milli tveggja og fjögurra rása tækja hjá ýmsum vönduðustu framleið- endunum. Þó er ekki hægt að segja ann- að en að fjögurra rása tækin séu nógu góð, þau eru lang algengust og nýta seg- ulbandið tvisvar sinnum betur en tveggja rása tækin. Margir lána hverjir öðrum 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.