Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Page 71

Samvinnan - 01.12.1975, Page 71
Til athugunar við val á hljómtækjasamstæðu • Veikasti hlekkurinn i keöjunni tak- markar tóngæðin. Hagkvæmast er að all- ir „hlekkirnir“ (hlutirnir) séu i sama gæðaflokki. • Til eru tæki sem eru sambyggð að miklum hluta t. d. útvarp, magnari, plötu- spilari og kassettusegulband. í svona tæki eru gæði hlutana auðvitað i samræmi hver við annan, en hins vegar er ekki hægt að skipta um einn og einn hlut, ef menn gerðust hægfara umbótamenn og vildu bæta samstæðuna lið fyrir lið. Á leiðinni í gegnum hina ýmsu hluta hljóm- tækjasamstæðunnar verður hljóðmerkið fyrir ýmsum ágangi, sem nefnist ýmsum nöfnum. Ef allir hlutarnir væru full- komnir, væri hljóðmerkið sem numið er (t. d. frá pickup) og það sem bærist eyr- unum, jafnhreint, en sú er ekki reyndin. Mismunurinn nefnist bjögun (distortion) og er mæld i prósentum. Eins og áður segir er það slakasti hlut- inn i samstæðunni, sem takmarkar hljómgæðin. Þó við hefðum heimsins beztu hátalara og magnara en lélegt pickup i plötuspilaranum myndu hljóm- gæðin vera lítil. Prófaðu stereosamstæðuna Það eru til sérstakar plötur sem sér- staklega eru ætlaðar til prófunar á eigin- leikum og gæðum stereosamstæðna. Ein þeirra er Decca SKL 4861 „How to get yourself a stereo checkout“, önnur er Die dhfi Schallplatte 2 „Hörtest- und Mess- plate“ útgefin af dhfi Deutsches High Fidelity Institute V“. 11

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.