Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Page 24

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Page 24
18 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. íslenskar bókmentir að fornu og nýju. Samlestur og samtöl. IV. Samvinnufræðsla á Islandi. Þegar pöntunarfélög höfðu starfað hér á landi 14 ár, mynduðu þau með sér, árið 1895 fræðslu og kynningar- samband. Að tilhlutun þess var gefið út Tímarit kaupfélag- anna hio fyrra, mjög merkilegt rit. Þá kom afturkippur í fræðslustarfsemina um stund. Fyrra Sambandið lognaðist út af. En veturinn 1902 stofnuðu þrjú félög í Þingeyjar- sýslu smuband sín á milli, sem síðan hefir stækkað, svo að það er nú stærsta verslun á íslandi, ef miðað er við tölu félags- og viðskiftamanna. Fjórum árum síðar byrjaði Sambandið að gefa út tímarit, 3—4 hefti á ári. Og 1912— 15 sendi það fyrirlestramann, Sigurð Jónsson í Ystafelli, um hin helstu héruð landsins, þar sem einhver samvinnu- félög störfuðu. Félögin voru sem óðast að fjölga um þetta leyti, og ganga í Sambandið. En þar sem að mörgum þeirra stóðu sjálfmentaðir menn, sein að vísu ræktu starf sitt með mestu samviskusemi, en voru þó ekki vel undir störfin búnir, að því er snertir sérþekkingu, þá þótti stjórn Sambandsins miklu skifta að bæta bókfærslu sumra fé- laganna, en þó einkum að koma á meira samræmi milli starfsaðferða félaganna. Var þá sett nefnd í málið á aðal- fundi 1913. Lagði nefnd sú til, að halda skyldi námskeið fyrir starfsmenn félaganna, til að bæta úr þessum ann- marka. Þess má geta, að félögunum hafa mjög sjaldan bætst heppilegir starfsmenn úr skóla þeim, sem kaupmenn hafa haldið uppi. Flestir þeir menn farið aðrar leiðir. Hið fyrsta námskeið var haldið á Akureyri á útmánuðum 1916. Kendu þar aðallega tveir menn. Sigurður Jónsson í Ystafelli tók félagsmálahliðina, en Hallgrímur Kristins- son kaupfélagsstjóri kendi reikning og bókhald. Náms-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.