Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 4

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 4
50 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. manna til að fá sem mesta fræðslu og Björn fór til Reykja- víkur til að leita fræðslu í söfnum landsins og Jónas tók að sér að vinna úr bókum og reikningum félagsins, Jón í Stóradal fór til Skagafjarðar til að afla frekari þekk- ingar um verslunarsamtök Ilúnvetninga og Skagfirðinga. Gróf hann þar upp gjörðbók Vörupöntunarfélagsins hjá Kristjáni Blöndal póstafgreiðslumanni, sem góðfúslega lán- aði hana til afnota. Guðmundur Olafsson í Asi í Hegra- nesi lánaði bréfabók Grafarósfélagsins, sem hann hafði fengið eftir föður sinn. Kann afmælisnefndin báðum þessum mönnum bestu þakkir. Þess skal loks getið að kaflana um Ilúnaflóafélagið og Vörupöntunarfélagið hefir Björn Sigfússon samið, en næsta kafla Jón .Tónsson. Sögu kaupfélagsins sjálfs hefir Jónas B. Bjarnason samið, en Jón Kr. Jónsson hefir gert verðsamanburðinn. Þar sem nú hefir svo samist að Tímarit Sambandsins flytti þessar ritgerðir ásamt myndum af helstu forgöngu- mönnum samvinnulireyfingarinnar í Húnavatnssýslu þeim sem látnir eru eða fluttir úr héraði, leyfir afmælisnefndin sér <að votta Tímaritinu alúðarfylstu þakkir fyrir það og biður jafnframt alla lesendur þess velvirðingar á þessu mjög ófullkomna starfi sínu. Fyrsti kafli. Félagsverslunin við Húnaflóa. (Erindi flntt <á kaupfélagsfandi <á Blönduósi 25.. mal 1921, meö nokkrum viðaukum síðar). Þótt verslunarfrelsi væri leift hér í lög 1854 þá varð ekki vart mikillar breytingar á verslunarfyrirkomulaginu fyrstu árin. Að vísu fóru nokkrir enskir menn að versla hér, en verslun þeirra var að mestu leyti vöruskiptaversl- un eins og áður hafði verið.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.