Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 9
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 55 áttu fleiri hluti höfðu fleiri atkvæði. Þó óx ekki atkvæða- tala að sama skapi og hlutatalan, og enginn gat liaft fleiri atkvæði en 20, hversu marga hluti sem hann átti. — Keglum þessum var þó ekki stranglega fylgt á fundum, heldur greiddu menn atkvæði eftir liöfðatölu, ef enginn mælti á móti. Fulltrúafundirnir kusu einnig 2 endurskoðendur allra reikninga. Aðalstjórnin valdi kaupstjóra félagsins og gerði samn- inga við hann. Hún gat og vikið honum frá. Skyldi hann bera ábyrgð fyrir stjórninni og vera skyldur að gefa henni allar upplýsingar viðvíkjandi hag og verslun félagsins, af- greiða til hennar reikninga þess í tæka tíð o. s. frv. Stjórnin réði einnig verslunarstjóra fyrir félagið. Þar sem lögin eru all-löng, 25 greinar, hafa hér, — fyrir stuttleika sakir, verið tekin upp aðeins aðalatriðin. A Gauksmýrarfundinum var félagið skýrt: Pélags- vers 1 unin við Húnaflóa. A þeim fundi lögðu margir strax hluti í félagið, og eftir það var tekið til óspiltra málanna að safna hlutum, gekk til þess það sem eftir var af árinu 1869—70. Haustið 1870 samdi félagsstjórnin við Pétur Eggerz um að standa fyrir kaupum félagsins erlendis. Hann lagði í félagið mikinn hlut af húsum þeim er hann átti á Borð- eyri, en unni því kaups á þeim hluta er eftir var. — Þannig hafði félagið á svipstundu fengið skýli yflr sig, og hinn nýi kaupstjóri fór af stað þegar um haustið til þess að útvega vörur erlendis. Hér verður ekki lýst þeim brögðum og brellum sem kaupmenn beittu til þess að ónýta fyrirtæki hans; rnóti þessu varð kaupstjóri að berjast svo að segja vopnlaus, því hann hafði lítið fé í höndum; en svo lauk þó þeirra skiftum, að hann kom út um sumar 1871 með hlaðfermi af vörum á einu skipi til Borðeyrar. Vörur þessar hafði hann fengið að láni hjá hinu íslenska verslunarsamlagi í Björgvin. Samlag þetta var þá nýstofnað og reyndist fé-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.