Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 11

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 11
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 57 1872, og sást af þeim að hluthafar fengu nálega 20 rdl. af hverju hundraði í ágóða. Fundur þessi var sóttur all- vel og talsvert fjör í ræðum manna. Var þá ákveðið að að safna 800 nýjum hlutum, og var þegar á fundinum skotið saman svo þúsundum skifti af þeirn er við voru. Annað árið kom kaupstjóri P. E. með vörur frá Björg- vin á gufuskipi er samlagið gjörði út til íslandsferða. Þótti Hrútfirðingum o. fl. það nýlunda er þeir sáu gufu- skip hafna sig í fyrsta sinn á Borðeyri; hét það Jón Sig- urðsson og var 360 smálestir. Nokkuð af vörunum lagði gufuskipið upp á Borðeyri, en sumt fór það með á Graf- arós. Gekk nú verslunin með fjöri og Skagfirðingar tóku að rétta félaginu hjálparhönd. Kaupstjóri fór enn utan og gerði tilraun til að fá gufuskip í Englandi til að flytja þangað iifandi fé. Var það vel á veg komið, en um það leyti gaus upp fjársýki á Englandi svo að sá sem ætlaði að kaupa varð hræddur urn að bannaður yrði innflutn- ingur á því; fórst þetta því fyrir. — Ennfremur brást fé- laginu salt sem það átti að fá frá Björgvinarsamlaginu. Fórst því haustverslunin fyrir í annað sinn, og var það mikið óhapp og skaði fyrir félagið. Þriðja árið 1873, gekk alt betur; þá komu miklar vörur til Borðeyrar og Grafaróss, og P. E. gat þá jafn- vel útvegað Mýramönnum vörur. Haustverslun hafði fé- lagið þá líka og miklar matvörubyrgðir til vetrarins, bæði á Borðeyri og í Grafarósi. Kom það í góðar þarfir því næsti vetur var mjög harður svo gripa þurfti til matgjafar handa fénaði. Telja gamlir menn að það hafi bjargað sumum sveitum frá liorfelli. Vorið eftir lá hafís hér lengi, svo skip komu seint, ekki fyr en 24. júní í Grafarós og um líkt leyti á Borðeyri. Vorið 1874 mun félagsverslunin hafa staðið með mest- um blóma. P. E. leigði þá 3 allstór seglskip í Björgvin; voru þau öll hlaðin þar nauðsynjavörum, eitt til Akraness og Borgarness. Snæbjörn Þorvaldsson — sem hafði dvalið

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.