Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 13

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 13
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 59 Haustið 1874 strandaði við Melrakkasléttu skip með vörur til félagsins. Norska samlagið varð gjaldþrota og taldi til 13.000 rdl. skuldar hjá félaginu, og hagur þess var að öðru leyti eriiður, þar sem eignir þess voru miKÍð til fastar í verslunarstöðum og útistandandi skuldum. P. E. bað þá ýmsa málsmetandi menn að koma á fund á Borðeyri þá um haustið til að ræða um hag félagsins. A fundi þessum var ákveðið að lialda aðalfund fyrir félagið á Stóruborg í Húnavatnssýslu í febrúar 1875, og skyldi rnæta þar einn maður fyrir hverja 20 hluti. Á fundi þess- um 17.—19. febrúar mættu um £50 atkvæðisbornir menn, af öllu svæðinu norðan úr Pljótum og suður í Leirársveit. Jósef læknir Skaptason í Hnausum var þá orðinn forseti húnvetnsku félagsdeildarinnar. Hann var kosinn fundar- stjóri og fórst það skörulega. Pundurinn var umfangs- mikill og oft fjörugar og jafnvel heitar umræður. Loks var það að ráði gert að skifta Verslunarfélaginu við Húna- fióa í tvö félög og skyldi sitt félagið hafa hvorn kaup- staðinn. Hluthafar fyrir norðan Gljúfurá i Húnavatnssýslu skyldu vera í austurfélaginu, er seinna var nefnt Gfrafar- ósfélag, en í vesturfélaginu, sejn nefnt var Borðeyrarfélag urðu þeir, sem þar voru fyrir vestan, og skiftust þeir þá sem næst til helminga milli félaganna. Jafnframt var va.1- in nefnd manna til að skifta skuldum og eignum milli þeirra. I nefndina voru kosnir 3 menn úr austurhluta-num og 3 úr vesturhlutanum, með valdi til fullnaðarskifta. Voru það Eíríkur Briem, P. Eggerz, Sig. E. Sveinsson, J. A. Blöndal, B. E. Magnússon og Sveinn Skúlason. E. Briem var for- maður. Pélög þessi héldu svo áfram verslun næstu ár. Varð P. E. framkvæmdarstjóri Borðeyrarfélagsins, en J. A. Blöndal, Grafarósfélagsins. Var hann nefndur kaupvörður. J. A. Blöndal fór utan eftir umboði frá Grafarósfélag- inu og annar maður frá Borðeyrarfélaginu í rnars 1875 til þess að annast um borganir á skuldum Húnaflóafélagsins og til vörukaupa handa félagsmönnum. Hafði stjórn Graf- arósfélagsins samið við J. A. Blöndal um 3600 kr. árslaun,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.