Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 14
60 Timarit íslenskra samvinnufélaga.
skyldi liaim útvega vöruskip tvisvar á ári, í júní og sept-
ember.
Aö undanförnu hafði félagsstjórnin brýnt fyrir mönn-
um aö vanda vörur sínar, og 6. mars 1875 skrifaði stjórn
Grafarósfélagsins öllum umboðsmönnum þess — sem voru
einn í hverjum hreppi — erindisbréf, eru í því meðal
annars þessar reglur:
„Umboðsmaður skal
láta sér einkar ant urn
vöruvöndun í hreppn-
um, og sér í lagi
hvetja menn til að
láta ullina vera vel
þvegna og vel þurra.
Togi og haustull má
ekki blanda saman
við vorull, og frá vor-
ullinni skal skilja fætl-
inga og má láta þá
saman við tog og
haustull, nema þeir
lökustu og dökkustu
af þeim ættu að fara
í mislitina. Það væri
hægast að skilja fætl-
ingana frá þegar rúið
er svo þeir þvættist
eigi saman við betri
ullina, en annars verður að týna þá úr hvítu ullinni þveg-
inni og eins alla mislita lagða, sem kynnu að hafa lent í
henni í ógáti. Þannig fá menn tvær tegundir af hvítri ull,
aðra fætlingalausa, sem er góð og útgengileg vara með
háu verði nr. 1. En hin tegundin haustull, tog og fætling-
ar, getur eigi selst með sama verði neinum heilvita manni
og er því kölluð nr. 2. Sé ullin blönduð er hún feld er-
lendis meira en að réttu hlutfalli, og öll ull frá þeim stað,
J. A. Blöndal