Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 15

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 15
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 61 er hin blandaða ull kom frá, gengur lakar út árið eftir. Eins og öllum gefur að skilja fer verðið á mislitri ull einn- ig eftir því að hún sé vel verkuð. Reynslan sýnir að þetta þarf að brýna fyrir almenningi og skal umboðsmaður fá menn í fylgi með sér til þess.tl Þótt félögin væru aðskilin böfðu þau ekki slitið allri samvinnu; sést það meðal annars af því að 14. september 1875 kom J. A. Blöndal með 155 lesta gufuskip til Graf- aróss alfermt af vörum. Nokkuð af þeim vörum fór það með til Borðeyrar og lagði þar upp. Síðan fór skipið til Flateyjar og Stykkishólms, snéri svo aftur og tók 1000 sauði og um 100 hesta frá Borðeyi i og Grafarósi og flutti til Englands. Yerðið á hestunum var ákveðið 100.00 kr. og á sauðunum 18.00 kr. Atti skipið að koma aftur og taka sláturfjárafurðir á báðum stöðunum. I mars 1876 lét Grafarósfélagið mæla sér út verslun- arlóð á Blönduósi, og jafnframt var leitað samninga við eiganda Ennis um kaup á landspildu fyrir félagið. A Sauð- arkrók var rnest verslað af skipum. Eftir því, sem næst verður komist, heflr í desember 1875 hlutatala í Borðeyrarfélaginu verið um 530. En nokkru minni í Grafarósfélaginu. Þessa 50 kr. hluti virti skifting- arnefndin 1876 á kr. 30.81 hvern. I báðum félögunum var svo bætt við allmörgum nýjum hlutum. I Grafarósfélaginu voru þeir orðnir 594 alls 1877. I Skagafjarðarsýslu 341, og í austurliluta Húnavatnssýslu 253. í hinum einstöku hrepp- um þannig: Vindhælishreppi Engihlíðarhreppi 21 hlutur 6 — 13 — 84 — 32 33 — 64 — Bólsstaðahlíðarhreppi S ví navatnshreppi Torfalækj arhreppi Sveinsstaðahreppi Ashreppi Flesta hluti áttu: Árni Sigurðsson Höfnum 15 Guðrún Þorsteinsdóttir Grímstungu 20

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.