Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 21
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
67
á Sveinsstöðum. Sá markaður fór svo að Coghill keypti
þar engin hross, þótti honurn menn heimta of mikið fyrir
þau, því menn miðuðu við það sem hestarnir höfðu áður
verið seldir fyrir. En þótt svona byrjaði, þá rættist betur
úr, því Coghill keypti fjölda af hrossum, bæði í Húna-
vatnssýslu og annarsstaðar það ár og eftirfarandi ár. 1879
fór hann einnig að
kaupa sauði í Skaga-
fjarðar- og Húna-
vatnssýslum, og hélt
því áfram í mörg ár,
eða fram um 1891.
Hann hafði byrjað fyr
að kaupa fé á Aust-
urlandi og jafnvel
vestur til Akureyrar.
Voru það margarmil-
jónir króna er hann
flutti hingað til lands
í peningum, mest í
gulli.
Ennfremur fóru .
menn um 1880 að
. panta hjá honum .
ýmsar vörur, fyrst
einkum bárujárn, syk-
ur, steinolíu og hveiti,
og þótti það alt gef-
ast vel og verðið óvanalega lágt. — Varð Coghill yfir höf-
uð mjög vinsæll maður; hann var ætíð ákveðinn og fljót-
ur að ákvarða sig, en reyndist bæði áreiðanlegur og dreng-
lundaður.
Við það tækifæri að hrossamarkaðinn átti að halda á
Sveinsstöðum — sem áður er getið — komst Pétur Kristó-
fersson á Stóruborg í kynni við Coghill og var mikið með
honum upp frá því við kaupin á mörkuðunum. — Þótt
Coghill