Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 28

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 28
74 Tímarit íslenskra samviimufélaga. Um þessar mundir fór Louis Zöllner að versla við ísland og .Tón Vidalín varð verslunarfélagi lians. Buðu þeir bændum, sem stofnuðu kaupfélög að verða verslunar- erindrekar þeirra erlendis. Alt varð þetta til að íta undir stofnun kaupfélaga. Haustið 1888 deyr hinn óþreytandi og ógleymanlegi leiðtogi bænda hér um slóðir, Erlendur í Tungunesi, föður- bróðir Þorleifs Jónssonar og afl Sigurðar skólameistara GTuðmundssonar, sem var forseti Vörupöntunarfélagsins frá byrjun og lífið og sálin í þvi. Þótti þá ýmsum Skagfirðingum tími til að stofna yfir- gripsmeira kaupfélag, svo að merkasti bóndinn í Skaga- firði þá, Olafur Briem alþm., sem verið hafði í stjórn Vörupöntunarfélagsins, boðaði fulltrúa þess og ýmsa fleiri á fund á Sauðárkróki 23. apríl 1889 og var Vörupöntunar- félaginu slitið, en í þess stað stofnað nýtt félag: Kaupfé- lag Skagfirðinga [K. S.] er skyldi hafa aðalviðskiftin við Zöllner og Vídalin. Húnvetningar, sem verið höfðu í hinu fyrra félagi, voru nokkuð tvíbentir i fyrstu um, hvernig þeir skyldu snúast við þessu nýja félagi. Þeim höfðu líkað ágætlega viðskiftin við Coghill og vildu ógjarnan hætta þeim. Niður- staðan varð því sú, að aðeins næsta sveitin við Skaga- fjörð, Bólstaðarhlíðarhreppur, gekk í K. S. við stofnun þess undir deildarstjórn Guðmundar Gíslasonar á Bolla- stöðum, sem var forvígismaður sveitar sinnar um flest á þeim árum, enda vitur maður og góður drengur. Svínvetningar og margir einstakir menn úr sveitun- um í kring, skiftu aftur á móti áfram við Coghill 2—3 næstu árin og mun Brynjólfur Gíslason í Litladal mest hafa annast viðskiftin af þeirra hálfu. Reyndar var það Búnaðarfélag Svínavatnshrepps sem altaf stóð fyrir við- skiftunum við Coghill, en þáverandi forseti þess Jón Guð- mundsson á Guðlaugsstöðum mun hafa kosið að fá Bryn- jólf, sem var ágætlega gefinn og nokkuð vanur verslun,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.