Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 30

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 30
76 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. viðstöðulítið, þegar sama sem enginn eyrir fékst hjá kaupmönnum. Þá þótti smælingjunum gott að losna við hlutdrægni kaupmanna, sem veittu stórbændunum sæmileg kjör og góðgerðir, en okruðu þess meir á hinum, sem þeir héldu í skuldafjötrum. Eins og áður er sagt gekk aðeins ein sveit í Húna- vatnssýslu í K. S. í byrjun, en viðskifti hennar voru líka taisvert mikil. Litlu eftir 1890 hætti Cogliill verslun við ísland. í ársbyrjun 1893 gengu því Svínavatnsdeild og Langdæladeild í K. S. og voru viðskifti þeirra allmikil 3 næstu árin, einkum hinnar fyrtöldu, undir deildarstjórn Jóns á Guðlaugsstöðum, enda tók hann í deild sína ýmsa utanfélagsmenn úr allri Austursýslunni vestan Blönduóss. Sem dæmi má þess geta, að eitt árið flutti hann heim í deild sína af aðalfundi K. S. kr. 6000,00, sem deildin átti hjá félaginu við reikningslok og þótti það mikið fé á þeim dögum og ekki áhættulaust að flytja og geyma slíkt. Árið 1895 gekst Jón fyrir því, að K. S. gerði tilraun um kaup vara erlendis gegn p e n i n g u m ú t í h ö n d og lögðu deildungar hans fram nokkurt fé í því skyni, en því miður varð lítið framhald á þessu. í K. S. gátu menn fengið miklu fleiri vörutegundir en í Vörupöntunarfélaginu, því að það útvegaði flestar vörur er sveitabændur þörfnuðust, þó að það flytti einna minst af vefnaðarvörum, enda var útlend vefnaðarvara lítið notuð til sveita á þeim árum. Zöllner seldi vörurnar „fob.“, þ. e. komnar á skip ytra, en félagið varð að sjá um þær úr því og lagði félagið árin 1893—1895, 20—24°/0 á verð varanna fyrir sínum kostnaði, auk tolls í landssjóð. Mikið bagaði félagið þessi árin, live lítið húsrúm það hafði og var því farið dagfari og náttfari um allar deildir þegar er pöntunarskipið hafnaði sig, til þess að láta fé- lagsmenn vita og urðu þeir að bregða óðara við til að sækja vöruna.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.