Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 31

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 31
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 77 Sem dæmi um verðmun hjá K. S. og kaupmönnum má tilfæra verð nokkurra vara 1893. Fyrri talan félags- verð, hinar kaupmannaverð. Rúgur 100 pd. 7,55; 8,50— 10,00, hrísgrjón 100 pd. 9,60; 13,00, bankabygg 8,80; 13,00, hveiti 1. fi. 100 pd. 12,00; 20,00, salt 100 pd. 1,26; 3,00, smíðakol 100 pd. 1,50; 6,00, kaffi pd. 1,00; 110—1,25, súkkulaði 0,72; 1,20, sykur 0,28; 0,38. A þessu sést að það voru engir smámunir sem menn græddu á því að vera í félaginu. íslensku vörurnar seld- ust og að jafnaði betur hjá félaginu, en á þeim er ekki eins góður samanburður, af því að féð var tekið á fæti hjá félaginu en uppskorið lijá kaupmönnum, og peninga- útvegun félagsins kom sér einkar vel. Fljótlega bar á því, að verðmunurinn minkaði milli félagsins og kaupmanna. Kaupmenn urðu að laga verð- lagið dálítið eftir félaginu; það hafði því bætt heildar- gangverðiö á verslunarsvæðinu. Arið 1895 fóru þeir .Jón á Guðlaugsstöðum og Þorl. Jónsson, sem þá var hættur ritstjórn og farinn að búa í Svínavatnshreppi o. fi. góðir menn að bollaleggja um stofnun sérstaks kaupfélags fyrir Húnavatnssýslu. Svína- vatnsdeild og Langdæladeild sögðu sig því úr K. S. í árs- lokin, en Bólstaðarhlíðarhreppsdeild ein varð eftir fram yfir aldamótin. Svínavatnsdeild fékk sinn hluta af vara- sjóð K. S., kr. 300.00, útborgaðan og Langdæladeild sinn kr. 119.00. Hefir fyrnefnda fjárhæðin verið ávöxtuð síðan og verður varið sveitinni til eflingar á sínum tíma. Stóradal í janúar 1922. Jón Jónsson, frá Guðlaug'sstöðum.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.