Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 41

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 41
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 87 legu veltufé fyrir söludeild, sem fyrri eða síðar hlyti að verða stofnuð. Alls var þetta gjald af öllu félaginu kr. 616.88. En á aðalfundi félagsins 22. jan. 1900, var ákveðið að borga þetta út til deildanna, af því að meiri hluta deildarfull- trúanna þótti ógjörningur að leggja þetta gjald á, þó að það væri aðeins mjög lítill lduti þess, sem félagsmenn höfðu í liagnað af að skipta við félagið það ár, saman- borið við kaupmannaverslun. Við árslokin 1899 skulduðu 4 deildir samtals kr. 1418. 85, en á aðalfundi félagsins 22. jan. 1900 borgaðist tölvert af þeirri upphæð og ein deildin Vindhælishreppsdeild borgaði alla sína skuld, en Torfalækjarhreppsdeild, sem einnig skuldaði sagði sig úr félaginu og heimtaði að fá útborgaðan sinn liluta af varasjóði þess, sem þá var alls orðinn samkvæmt reikningum félagsins kr. 2268.72, og voru þeir Brynjólfur í Litladal og Jón á Guðlaugsstöðum kosnir til að reikna út þennan varasjóðshluta, og var það samkvæmt útreikningi þeirra útborgað síðar til deildar- innar, að upphæð kr. 105.99, en ekki er kunnugt livað gjört hefir verið við þessar krónur. í byrjun ársins 1900 fiuttist Þorleifur Jónsson, sem verið hai'ði formaður félagsins frá byrjun — suður til Reykjavlkur. Hafði féiaginu farnast mjög vel undir stjórn hans, og er óhætt að fullyrða, að það hefir búið að þeim grundveili, sem hann lagði. Hans mesta áhugamál var það, að um leið og félagið bætti liag félagsmanna, þá gæti það sjálft orðið efnalega sjálfstætt, enda skilaði hann því af sér með all álitlegum varasjóði eins og áður er get- ið, og þó honum ekki lieppnaðist að koma í framkvæmd hugmyndinni um stofnsjóð, þá tóku samverkamenn iians við félagið þá hugmynd upp og þroskuðu hana í huga félagsmanna, þar til að hún komst í framkvæmd. Þegar Þorleifur Jónsson lét af formannsstörfum fyrir félagið, gjörðist Brynjólfur Gíslason í Litladal formaður þess, hafði hann næstu ár áður verið varaformaður, og

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.