Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 45

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 45
Tímarit íslenskra samyinnufélaga 91 venjnlega höfðu verið pantaðar fékk félagið þetta ár nokk- uð af timbri, og var það fengið í samlögum við Magnús kaupmann Stefánsson. Þetta ár hafði félagið ákveðið að flytja út lifandi sauð- fé, og var lofað úr austursýslunni 1000 sauðum, en úr vestursýslunni var engu af þeim lofað. Sauðasending þessi fórst þó fyrir, fyrir þá sök að fé- lagið fékk aldrei tilkynningu um það, hvenær þeir ættu að takast í skip, sem mun hafa stafað af misgáningi eða gleymsku; þó voru þessi mistök ekki Zöllner að kenna. Félagsmenn, sem lofað höfðu sauðunum, geymdu þá því frameftir haustinu, og þegar vissa fékkst fyrir því að þeir kænmst ekki út, gat félagið ekki tekið á móti þeim til slátrunar af því að það vantaði bæði tunnur og salt. Carl Höepfners verslun á Blönduósi hjálpaði þó félaginu um 32 tunnur, gegn því að sú verslun tæki á móti kjöt- inu og sæi um söltun og útbúning á því, og fengi það svo til umboðssölu. Framkvæmdarstjóri þeirrar verslunar, Sör- ensen, seldi svo þetta kjöt fyrir félagið ásamt nokkru af gærum. Söluverð á því kjöti varð lítið eitt hærra en á kjöti, sem Zöllner seldi fyrir félagið þá um haustið. Aftur varð innlendur kostnaður meiri hjá Höepfnersverslun, svo að nettóverðið varð mjög líkt. Af því að sauðasendingin fórst fyrir, varð félagið í árslokin í skuld við umboðsmann sinn, Zöllner, tæplega 5000 krónur, og var það í fyrsta sinn, sem það skuldaði honum í árslok. Enda skulduðu þá allar deildir í austur- sýslunni, nema Svínavatnshreppsdeild, sem hafði þó lofað mestu af sauðum, en hinar tvær deildir í vestursýslunni, sem engum sauðum höfðu lofað, áttu til góða, og var það útborgað við reikningslok. Á þessu ári keypti l'élagið tvo uppskipunarbáta, ann- an til notkunar á Iívammstanga, en hinn á Iflólanesi. Þetta ár sendi félagið út lítilsháttar af prjónlesi, en sala á því iieppnaðist ekki vel. Aðrar íslenskar vörur seldust fremur vel.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.