Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 47
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 93
Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins í lok ársins
1905 er skuldlaus eign varasjóðs talin kr. 7250.02, og stóð
það aðallega í húseignum, verslunaráhöldum og uppskip-
unartækjum.
Húsin voru þá að mestu talin með uppliaflegu til-
kostnaðarverði, því að þó sum þeirra væru nokkuð farin
að fyrnast, þá höfðu sum þeirrá að nokkru verið endur-
bætt, en þeim tilkosnaði ekki bætt við verð þeirra. En
verslunaráhöld og uppskipunartæki eftir mati félagsstjórn-
arinnar.
Þessi fyrstu 10 starfsár félagsins, var allur kostnað-
ur á útlendum vörum, lagður með jöfnu hundraðsgjaldi á
innkaupsverð allrar aðfluttrar vöru. Þó var sérstakt auka-
gjald lagt á salt og kol. Hæst var þetta hundraðsgjald
árið 1897, 28°/0, en lægst-var það árið 1901, því þá var
það 22°/0; í þessu hundraðsgjaldi er talið tillag til vara-
sjóðs, sem var 2°/0—3°/0. Arið 1901 var útlendur kostn-
aður og flutningsgjald rúmlega 17°/0, en innlendur kostn-
aður tæplega 3°/0, og auk þess 2°/0 til varasjóðs.
Árið 1906 hættu Torfalækjarhreppsdeild og Þverár-
hreppsdeild víðskiftum við félagið, enda varð vörupöntun
miklu minni en árin áður. Á þessu ári bygði félagið
timburskúr 10X10 al. sunnan við vöruhús þess á Blöndu-
ósi, og kostaði sú húsaukning kr. 919.55.
Sala á íslenskum vörum, sem félagið sendi út, heppn-
aðist sæmilega. Lifandi sauðfé, er út var sent, seldist
þannig að 100 pd. kind gerði kr. 14.75, og 160 pd. kind
gerði kr. 23.28; síðan hefir félagið ekki sent út lifandi
sauðfé. Á þessu ári gerði félagið fyrst tilraun með að
senda út linsaltað dilkakjöt, og var það sent Sigurði stór-
kaupmanni Jóhannssyni í Kaupmannahötn til umboðssölu.
Lét hann vel af kjötinu, að eins þótti honum hafa verið
notaður oflítill saltpétur, og kjötið þar af leiðandi of bleikt.
Árangurinn varð sá að verð á þessu kjöti varð 1 lj2 eyri
hærra en á öðru fyrsta flokks kjöti hjá Kaupfélaginu og
kaupmönnum. Mun þessi tilraun hafa orðið tíl þess, að