Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 61

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 61
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 107 2. af söludeildarvöru 5°/0 af kr. 1060,192,12 (auk útborgaðs ágóða) — 53,009,60 3. Útborgaður ágóði af söludeildarverslun — 56,677,30 4. Óskiftilegar sjóðeignir félagsins — 77,624,13 Samtals — 418,597,55 Um þann óbeina hagnað, sem héraðið hefir haft af stofnun og starfsemi kaupfélagsins, er ekki unt að gera neina áætlun, en hann er stór mikill, og að líkum ekki minni, en beini hagnaðurinn. Jónas B. Bjarnason, Litladal. F i m t i k a f 1 i Samanburður á sölu innlendra afurða. Þar sem bændur hafa ekki peninga heldur afurðir búa sinna til að borga með útlendu vörurnar, er fróðlegt að sjá líka hvernig kaupfélaginu hefir gengið afurðasalan, og bera það sarnan við verð verslana. Þann samanburð er ekki hægt að sýna í töflu eða skýrsluformi, því fæst árin keyptu verslanirnar sömu vöru, sem kaupfélagið flutti út. Verður því t. d. að áætla hvað sauðir með vissum þunga lifandi, mundu gjöra mikið kjöt o. s. frv. Eg hefl farið sem næst reynslu um þá áætlun, og slept þeim vörum sem eg hefi ekki fengið neinn samanburð á hjá kaup- mönnum, t. d. hrossum o. fl. Tek eg svo hvert það ár sem nefnt er í töflunni. eftir að K. H. var stofnað og geri samanburð: Árið 1896 var hið fyrsta starfsár Kaupfélags Hún- vetninga. Þá flutti það ekki út aðra vöru en hross, lifandi sauði (90 pd. og þyngri) og ofurlítið af ull. Hefði sami bóndi sem nefndur er í töflunni látið 30 sauði til félags- ins og þeir vigtað eins og hér á eftir segir, hefði viðskifti hans við félagið orðið þannig:

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.