Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 30
XXVI
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari.
ferðum og leiddi það til þess, að þær hófust, reynd-
ar ófullkomnar, næsta ár, 1876. Þessu máli hjelt hann
vakandi allan sinn þingsetutíma í það sinn, og urðu
strandferðirnar alt af tíðari og fullkomnari, og átti
hann mestan þátt í samningu ferðaáætlana skipanna.
Á þingi 1875 átti hann, að því er hann segir sjálfur,
frumkvæði að því, að Jóni Sigurðssyni voru veitt
heiðurslaun. Er þetta án efa rjett, því enginn þekti
þau árin betur fjárhag Jóns, en Tryggvi, og er það
nú komið á daginn, að hann bjargaði Jóni frá gjald-
þroti, og telurTryggvi það með sínum beztu verkum,
sem það líka var.
Hjer er ekki rúm til að fara nákvæmlega út í hina
löngu þingsögu Tryggva, heldur verður að láta nægja,
að drepa á hið helzta.
Á þingi 1879 var hann kosinn í byggingarnefnd
alþingishússins, og stóð hann fyrir innkaupum til
hússins, einkum áhalda- og innanhússmuna; gerði
hann þetta með venjulegri ósjerplægni, og sparaði
með því landinu mörg þúsund krónur.
Að gagnfræðaskóli komst upp á Norðurlandi, á
Möðruvöllum, átti hann einnig drjúgan þátt í. í því
máli stóðu Norðlendingar eins og einn maður, svo
sigur þess verður ekki talinn fremur einum en öðr-
um til gildis. Innkaup til bygginga.r þess skóla ann-
aðist Tryggvi og að öllu leyti.
Fyrst framan af var Tryggvi frjálslyndur í betra
lagi, en er á leið, einkum eptir andlát Jóns Sigurðs-
sonar, gerðist hann íhaldssamari; kom það einkum
fram á ýmsum svæðum viðskiptalífsins, þannig var
hann gallharður gegn búsetu fastra kaupmanna hjer
á landi, og gegn fjölgun verzlunarstaða. Þetta síðara
stafaði aðallega af því, að hann vildi vera viss um,