Andvari - 01.01.1918, Side 148
106
Austan hafs og vestan
[Andvari.
lausum fróðleiksbitum, því meira mundi hann megr-
ast andlega. Þetta er mönnum fullljóst, ef lil vill
ljósara í þessu landi (Bandaríkjunum) en nokkru
öðru, af því að hér heíir verið hugsað og ritað og
rætt meira um uppeldismál á síðari árum, en í nokkru
öðru landi.
Aðaluppeldisstefnan í þessu landi er, ekki að leggja
aðaláherzluna á fróðleikstroðning, heldur að leitast
við að mynda ýmsar góðar venjur hjá nemendunum.
Börnum og unglingum veitist lélt að venjast á hvað
sem er. Framkoma fullorðna mannsins fer ekki eftir
þvi, hve mikið hann veit, heldur eftir því, á hvað
hann hefir vanið sig á meðan hann var ungur. —
Börnunum er kent, í fyrsta lagi að venja sig á að
hugsa sjálfstætt, ekki að gleypa aðfengnar hugsanir
ótuggnar; í öðru lagi er þeim kent að venja sig á að
greina aðalatriðin í námsefninu frá aukaatriðum, og
raða þessum aðalatriðum skipulega í hugann sam-
kvæmt innbyrðis skyldleika þeirra, í þriðja lagi
er þeim kent að nota þekkingu sina, því að enginn
getur kallað þá þekkingu eign sína, sem hann kann
ekki að nola; í fjórða lagi eru viss alriði námsins
æfð svo vel, að nemandinn geti gripið lil þeirra, hve
nær sem þarf, með öðrum orðum, þau eru gerð að
vana. Það má binda þessi fjögur atriði i einni setn-
ingu, sem sé; börnunum er kent að nema. Það er
komið í veg fyrir, að þau venjist á rangar aðferðir
og leitast við að gera þau svo sjálfbjarga, að þau
þurfi ekki annars við, því að ekki getur hann fylgt
þeim i gegnum lífið, lil þess að hugsa fyrir þau. Eg
býst við, að þetta, sem eg hefi nú lýst, sé það sem
fyrirlesarinn kallar vinnuvísindi í harnaskólunum, og