Andvari - 01.01.1922, Page 9
Anclvari.
Þorvaldur Thoroddsen.
Það mun mega ætla það með allgildum rökum, að
fáir landshlutar á íslandi hafl lagt fram meira mann-
val en sveitir þær, er liggja kringum Breiðafjörð.
Tekur þelta til allra alda í sögu landsins og til allra
sviða í verklegum og andlegum framkvæmdum þess-
arar þjóðar. Voru og þær ættir, er þar staðfestust í
fyrstu, fremri öðru stórmenni landsins; gæti þessa
við notið að nokkuru, en landshátta og lifnaðarhátta
að sumu leyti.
Rætur þess manns, sem hér verður nú nokkuð
lýst, standa allþétt í byggðum Breiðafjarðar. Reir
tímar munu koma, að ættvísi og náttúruvísindi,
einkum líffræði óg lífeðlisfræði, munu lengjast framar
saman en verið hefir hingað til, og mun horfa til
mikilla framfara ókomnum kynslóðum til þess að ná
réttum skilningi á mönnum og tif þjóðbóta. Er þá
ættfræði fyrst f réttu horfi, er ættfræðingar og náttúru-
fræðingar leggjast á eitt í athugunum sínum. Mun
oss íslendingum þá verða drjúgt gagn af því, hve
ættatal þjóðarinnar hefir verið vel rækt lengstum.
Svo mun mörgum þykja, er kynna vilja sér þetta
mál, að mönnum sé allmargt að erfðum gefið. Og
heldur í þá áttina myndi mega rekja um flesta, ef
vel er um skyggnzt. Þorvaldur Thoroddsen er engin
1